Nálgumst það sem megi kalla „nýja normið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2020 21:00 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, ræddi nýja litakóða í tengslum við kórónuveirufaraldurinn í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Litirnir í nýju litakóðakerfi sem taka á upp vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi verða grár, gulur, appelsínugulur og rauður. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ef hann ætti að velja lit fyrir ástandið eins og það er nú myndi hann velja gráan. „Við teljum að við séum að nálgast það sem við getum kallað „nýja normið“. Við erum ekkert í veirufríu samfélagi. Það er eitt og eitt smit og tvö og þrjú og fjögur að koma og við væntanlega stillum þetta þannig að það myndi þá vera grátt. Það myndi þá vera þannig að það eru í gildi ákveðnar reglur, við erum að gæta að persónubundnu smitvörnunum okkar en það er ekki verið að fara að herða reglur eða eitthvað slíkt, það eru ekki líkur á því heldur erum við frekar á leiðinni í það að ástandið verði öruggara. Við erum kannski einhvers staðar á milli grás og guls núna og ef ég ætti að velja þá myndi ég segja grátt,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis í dag þar sem rætt var við hann um litakóðana. Grátt sé þannig fyrsti liturinn. „Það er bara þetta venjulega ástand og síðan kemur gult, appelsínugult og rautt. Ég held að Veðurstofan hafi einu sinni á átta árum farið á rautt og við reiknum með því að rautt sé þegar við erum komin í einhvern gríðarlegan veldisvöxt í einhverjum faraldri,“ sagði Víðir. Litirnir á milli grás og rauðs, gulur og appelsínugulur, séu þá litirnir þar sem verið sé að grípa til aðgerða. „Það sem við erum að horfa á í því eins og þegar við færum yfir á gult stig þá værum við kannski ekki endilega að breyta þeim sóttvarnaráðstöfunum, þeim reglum sem eru í gildi heldur myndi þetta snúa meira að fyrirtækjum og einstaklingum, að menn gæti sín ennþá frekar. Líkt og þegar menn fá gula viðvörun á veðrinu þá kanna menn betur hvaða leið er best að fara, hvort hún sé nauðsynleg ferðin sem menn eru að fara í og annað slíkt. Það sama myndi gilda í þessu,“ sagði Víðir. Aðspurður sagði Víðir að stefnt sé að því kynna litakóðana í þessari viku eða byrjun þeirrar næstu og að kerfið verði tekið í notkun eftir tvær vikur þegar ný auglýsing verður birt í tengslum við samkomutakmarkanir. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Litirnir í nýju litakóðakerfi sem taka á upp vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi verða grár, gulur, appelsínugulur og rauður. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ef hann ætti að velja lit fyrir ástandið eins og það er nú myndi hann velja gráan. „Við teljum að við séum að nálgast það sem við getum kallað „nýja normið“. Við erum ekkert í veirufríu samfélagi. Það er eitt og eitt smit og tvö og þrjú og fjögur að koma og við væntanlega stillum þetta þannig að það myndi þá vera grátt. Það myndi þá vera þannig að það eru í gildi ákveðnar reglur, við erum að gæta að persónubundnu smitvörnunum okkar en það er ekki verið að fara að herða reglur eða eitthvað slíkt, það eru ekki líkur á því heldur erum við frekar á leiðinni í það að ástandið verði öruggara. Við erum kannski einhvers staðar á milli grás og guls núna og ef ég ætti að velja þá myndi ég segja grátt,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis í dag þar sem rætt var við hann um litakóðana. Grátt sé þannig fyrsti liturinn. „Það er bara þetta venjulega ástand og síðan kemur gult, appelsínugult og rautt. Ég held að Veðurstofan hafi einu sinni á átta árum farið á rautt og við reiknum með því að rautt sé þegar við erum komin í einhvern gríðarlegan veldisvöxt í einhverjum faraldri,“ sagði Víðir. Litirnir á milli grás og rauðs, gulur og appelsínugulur, séu þá litirnir þar sem verið sé að grípa til aðgerða. „Það sem við erum að horfa á í því eins og þegar við færum yfir á gult stig þá værum við kannski ekki endilega að breyta þeim sóttvarnaráðstöfunum, þeim reglum sem eru í gildi heldur myndi þetta snúa meira að fyrirtækjum og einstaklingum, að menn gæti sín ennþá frekar. Líkt og þegar menn fá gula viðvörun á veðrinu þá kanna menn betur hvaða leið er best að fara, hvort hún sé nauðsynleg ferðin sem menn eru að fara í og annað slíkt. Það sama myndi gilda í þessu,“ sagði Víðir. Aðspurður sagði Víðir að stefnt sé að því kynna litakóðana í þessari viku eða byrjun þeirrar næstu og að kerfið verði tekið í notkun eftir tvær vikur þegar ný auglýsing verður birt í tengslum við samkomutakmarkanir. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira