Tveir brutu reglur um sóttkví og tóku strætó heim Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2020 07:03 Í dagbók lögreglunnar segir að þau hafi verið kærð og flutt aftur í sóttvarnarhúsið. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af tveimur í gær sem eru grunaðir um brot á reglum um sóttkví. Fólkið átti að vera í skimunarsóttkví til 24. september en þau skráðu sig úr sóttvarnarhúsi og tóku strætó heim til sín. Í dagbók lögreglunnar segir að þau hafi verið kærð og flutt aftur í sóttvarnarhúsið. Lögreglunni barst einnig tilkynning um umferðaróhapp á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Þar hafði bíl verið ekið á ljósastaur en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og hafði hann í hótunum við lögregluþjóna. Maðurinn var þó fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar og síðan vistaður í fangageymslu. Kona var handtekin vegna gruns um nytjastuld bíls og þjófnaðar. Bíllinn sem konan er grunuð um að hafa stolið var komin á önnur skráningarnúmer, sem höfðu einnig verið tilkynnt stolin. Sömuleiðis var ökumaður stöðvaður á númeralausum og ótryggðum bíl í gær. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og um að keyra ítrekað án réttinda. Nokkur sambærileg mál komu upp í gær. Í dagbók lögreglunnar segir einnig að tilkynning hafi borist um þjófnað þar sem maður skildi bíl sinn eftir í gangi meðan hann hljóp inn í hús til að sækja hlut. Þegar hann kom út aftur var búið að keyra bílnum að húsi hinu megin við götuna og taka lyklana úr honum. Þá var ekið á hjólandi konu á Hverfisgötu í gær. Hún var með verki í mjöðm og ætlaði að koma sér á Bráðadeild. Lögreglumál Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af tveimur í gær sem eru grunaðir um brot á reglum um sóttkví. Fólkið átti að vera í skimunarsóttkví til 24. september en þau skráðu sig úr sóttvarnarhúsi og tóku strætó heim til sín. Í dagbók lögreglunnar segir að þau hafi verið kærð og flutt aftur í sóttvarnarhúsið. Lögreglunni barst einnig tilkynning um umferðaróhapp á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Þar hafði bíl verið ekið á ljósastaur en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og hafði hann í hótunum við lögregluþjóna. Maðurinn var þó fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar og síðan vistaður í fangageymslu. Kona var handtekin vegna gruns um nytjastuld bíls og þjófnaðar. Bíllinn sem konan er grunuð um að hafa stolið var komin á önnur skráningarnúmer, sem höfðu einnig verið tilkynnt stolin. Sömuleiðis var ökumaður stöðvaður á númeralausum og ótryggðum bíl í gær. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og um að keyra ítrekað án réttinda. Nokkur sambærileg mál komu upp í gær. Í dagbók lögreglunnar segir einnig að tilkynning hafi borist um þjófnað þar sem maður skildi bíl sinn eftir í gangi meðan hann hljóp inn í hús til að sækja hlut. Þegar hann kom út aftur var búið að keyra bílnum að húsi hinu megin við götuna og taka lyklana úr honum. Þá var ekið á hjólandi konu á Hverfisgötu í gær. Hún var með verki í mjöðm og ætlaði að koma sér á Bráðadeild.
Lögreglumál Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira