Segir ekki við kerfið að sakast í máli egypsku fjölskyldunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. september 2020 08:56 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að ekki væri við kerfið að sakast í máli egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi á morgun. Þá hafi ekki verið bent á einstök atriði í kerfinu sem þyrfti að breyta til þess að fjölskyldan fái hæli hér á landi. Fundað verður um mál fjölskyldunnar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag. Fjölskyldan, foreldrar og fjögur börn, hefur dvalið hér á landi í tvö ár og berst nú fyrir því að fá pólitískt hæli. Fjölskyldufaðirinn tók þátt í pólitísku starfi í Egyptalandi gegn ríkjandi stjórnvöldum. Foreldrarnir óttast að þeir verði handteknir við komuna til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Þeim verður að óbreyttu vísað úr landi á morgun, miðvikudag. Dómsmálaráðherra hefur sagt að ekki komi til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls fjölskyldunnar. Ráðherra sagði í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun að hún hefði heyrt af málinu í fjölmiðlum eins og aðrir í landinu. Hún hefði óskað eftir svörum við því af hverju fjölskyldan hefði dvalið jafnlengi á landinu og raun bar vitni. „Sú könnun mín leiddi í ljós að það er ekki við kerfið að sakast í þessu einstaka máli.“ Málið hefur vakið hörð viðbrögð meðal almennings en mörgum þykir ómannúðlegt að vísa fjölskyldunni úr landi, einkum í ljósi þess að um ung börn er að ræða sem fest hafa rætur í íslensku samfélagi. Innt eftir því hvort hún skilji slík viðbrögð, að fólk vilji ekki hafa kerfið á þennan veg, sagði Áslaug Arna að hún skildi „að sjálfsögðu“ viðbrögðin. Egypsku börnin sem á að senda úr landi á morgun. „Við erum öll mannleg og finnum öll fyrir samúð með þessu fólki og skiljum af hverju það leitar hingað. Þess vegna erum við alltaf að hugsa hvernig við getum gert kerfið betra.“ Nauðsynlegt væri að stytta málsmeðferðartíma hjá börnum en einnig þyrfti að horfa á kerfið í heild. Þannig benti Áslaug Arna á að aldrei hefðu fleiri fengið vernd hér á landi og í fyrra, eða 500 manns á árinu. Innt eftir því hvort hún gæti breytt stefnu málsins og ákveðið að leyfa fjölskyldunni að vera áfram á landinu svaraði ráðherra neitandi. „Nei, ráðherra tekur ekki slíkar ákvarðanir og þá þarf að breyta almennum reglum og lögum. Það hefur ekki verið bent á einstök atriði í kerfinu sem þyrfti að breyta til þess að þessi fjölskylda myndi falla þar undir.“ Mál egypsku fjölskyldunnar verður til umfjöllunar á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis klukkan tíu í dag. Umræðan er að beiðni Guðmundar Andra Thorssonar, varaformanns nefndarinnar og þingmanns Samfylkingarinnar. Fulltrúar frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneyti verða á fundinum, auk dómsmálaráðherra. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Sundurlyndi innan ríkisstjórnar komi ekki á óvart 14. september 2020 20:00 Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Segja ummæli Áslaugar einkennast af „kaldlyndi og ónærgætni“ Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2020 22:21 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að ekki væri við kerfið að sakast í máli egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi á morgun. Þá hafi ekki verið bent á einstök atriði í kerfinu sem þyrfti að breyta til þess að fjölskyldan fái hæli hér á landi. Fundað verður um mál fjölskyldunnar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag. Fjölskyldan, foreldrar og fjögur börn, hefur dvalið hér á landi í tvö ár og berst nú fyrir því að fá pólitískt hæli. Fjölskyldufaðirinn tók þátt í pólitísku starfi í Egyptalandi gegn ríkjandi stjórnvöldum. Foreldrarnir óttast að þeir verði handteknir við komuna til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Þeim verður að óbreyttu vísað úr landi á morgun, miðvikudag. Dómsmálaráðherra hefur sagt að ekki komi til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls fjölskyldunnar. Ráðherra sagði í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun að hún hefði heyrt af málinu í fjölmiðlum eins og aðrir í landinu. Hún hefði óskað eftir svörum við því af hverju fjölskyldan hefði dvalið jafnlengi á landinu og raun bar vitni. „Sú könnun mín leiddi í ljós að það er ekki við kerfið að sakast í þessu einstaka máli.“ Málið hefur vakið hörð viðbrögð meðal almennings en mörgum þykir ómannúðlegt að vísa fjölskyldunni úr landi, einkum í ljósi þess að um ung börn er að ræða sem fest hafa rætur í íslensku samfélagi. Innt eftir því hvort hún skilji slík viðbrögð, að fólk vilji ekki hafa kerfið á þennan veg, sagði Áslaug Arna að hún skildi „að sjálfsögðu“ viðbrögðin. Egypsku börnin sem á að senda úr landi á morgun. „Við erum öll mannleg og finnum öll fyrir samúð með þessu fólki og skiljum af hverju það leitar hingað. Þess vegna erum við alltaf að hugsa hvernig við getum gert kerfið betra.“ Nauðsynlegt væri að stytta málsmeðferðartíma hjá börnum en einnig þyrfti að horfa á kerfið í heild. Þannig benti Áslaug Arna á að aldrei hefðu fleiri fengið vernd hér á landi og í fyrra, eða 500 manns á árinu. Innt eftir því hvort hún gæti breytt stefnu málsins og ákveðið að leyfa fjölskyldunni að vera áfram á landinu svaraði ráðherra neitandi. „Nei, ráðherra tekur ekki slíkar ákvarðanir og þá þarf að breyta almennum reglum og lögum. Það hefur ekki verið bent á einstök atriði í kerfinu sem þyrfti að breyta til þess að þessi fjölskylda myndi falla þar undir.“ Mál egypsku fjölskyldunnar verður til umfjöllunar á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis klukkan tíu í dag. Umræðan er að beiðni Guðmundar Andra Thorssonar, varaformanns nefndarinnar og þingmanns Samfylkingarinnar. Fulltrúar frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneyti verða á fundinum, auk dómsmálaráðherra.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Sundurlyndi innan ríkisstjórnar komi ekki á óvart 14. september 2020 20:00 Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Segja ummæli Áslaugar einkennast af „kaldlyndi og ónærgætni“ Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2020 22:21 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52
Segja ummæli Áslaugar einkennast af „kaldlyndi og ónærgætni“ Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2020 22:21