Paolo Maldini: AC Milan hræðist leikinn við Shamrock Rovers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 22:15 Paolo Maldini hefur miklar áhyggjur af leiknum í Dublin. Getty/Marco Luzzani Það eru ekki margir sem spá Shamrock Rovers sigri í forkeppni Evrópudeildarinnar á móti AC Milan en ein af stærstu goðsögnum ítalska félagsins segir að innanbúðarmenn hjá AC Milan sé hræddir við þennan leik. Shamrock Rovers tekur á móti AC Milan í Dublin á fimmtudaginn og í boði er sæti í þriðju umferð forkeppninnar. Aðeins einn leikur er spilaður vegna kórónuveirufaraldursins. AC Milan gosögnin Paolo Maldini viðurkennir í samtali við Sky Italia að AC Milan hafi áhyggjur af þessum leik. Shamrock Rovers er á miðju tímabili og með átta stiga forskot þegar sjö leikir eru eftir. AC Milan er hins vegar á undirbúningstímabiiunu og leikurinn á móti Shamrock Rovers verður fyrsti keppnisleikur ítalska liðsins á nýju tímabili. AC Milan supremo Paolo Maldini admits the Italian giants are "concerned" about Thursday's Europa League clash with Shamrock Rovershttps://t.co/st8lPwJ8KL pic.twitter.com/IMC9AQPRX1— Independent Sport (@IndoSport) September 15, 2020 „Þetta er leikur sem við hræðumst mikið,“ sagði Paolo Maldini í viðtalinu á Sky Italia. „Þeir eru með lið sem hefur verið að gera vel. Þeir eru efstir í sinni deild og við erum að glíma við meiðsli,“ sagði Maldini. Paolo Maldini er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá AC Milan og það væri vandræðalegt fyrir hann og félagið ef AC Milan kæmist ekki í gegnum aðra umferð forkeppninnar. Einn af þessum leikmönnum sem eru spurningarmerki er Svíinn Zlatan Ibrahimovic. Zlatan hefur verið meiddur en AC Milan vonast til þess að hann geti spilað leikinn. Shamrock Rovers féll út á móti Apollon Limassol frá Kýpur á annarri umferðinni í fyrra eftir að hafa slegið út Brann í fyrstu umferð. Að þessu sinni vann Shamrock Rovers finnska liðið Ilves í vítakeppni í fyrstu umferðinni. Shamrock Rovers mætti Stjörnunni í þessari sömu keppni árið 2015 og vann þá báða leikina 1-0. Írska liðið lenti síðast á móti ítölsku félagi árið 2010 en Juventus sló þá út Shamrock Rovers samanlagt 3-0. Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Það eru ekki margir sem spá Shamrock Rovers sigri í forkeppni Evrópudeildarinnar á móti AC Milan en ein af stærstu goðsögnum ítalska félagsins segir að innanbúðarmenn hjá AC Milan sé hræddir við þennan leik. Shamrock Rovers tekur á móti AC Milan í Dublin á fimmtudaginn og í boði er sæti í þriðju umferð forkeppninnar. Aðeins einn leikur er spilaður vegna kórónuveirufaraldursins. AC Milan gosögnin Paolo Maldini viðurkennir í samtali við Sky Italia að AC Milan hafi áhyggjur af þessum leik. Shamrock Rovers er á miðju tímabili og með átta stiga forskot þegar sjö leikir eru eftir. AC Milan er hins vegar á undirbúningstímabiiunu og leikurinn á móti Shamrock Rovers verður fyrsti keppnisleikur ítalska liðsins á nýju tímabili. AC Milan supremo Paolo Maldini admits the Italian giants are "concerned" about Thursday's Europa League clash with Shamrock Rovershttps://t.co/st8lPwJ8KL pic.twitter.com/IMC9AQPRX1— Independent Sport (@IndoSport) September 15, 2020 „Þetta er leikur sem við hræðumst mikið,“ sagði Paolo Maldini í viðtalinu á Sky Italia. „Þeir eru með lið sem hefur verið að gera vel. Þeir eru efstir í sinni deild og við erum að glíma við meiðsli,“ sagði Maldini. Paolo Maldini er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá AC Milan og það væri vandræðalegt fyrir hann og félagið ef AC Milan kæmist ekki í gegnum aðra umferð forkeppninnar. Einn af þessum leikmönnum sem eru spurningarmerki er Svíinn Zlatan Ibrahimovic. Zlatan hefur verið meiddur en AC Milan vonast til þess að hann geti spilað leikinn. Shamrock Rovers féll út á móti Apollon Limassol frá Kýpur á annarri umferðinni í fyrra eftir að hafa slegið út Brann í fyrstu umferð. Að þessu sinni vann Shamrock Rovers finnska liðið Ilves í vítakeppni í fyrstu umferðinni. Shamrock Rovers mætti Stjörnunni í þessari sömu keppni árið 2015 og vann þá báða leikina 1-0. Írska liðið lenti síðast á móti ítölsku félagi árið 2010 en Juventus sló þá út Shamrock Rovers samanlagt 3-0.
Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira