KR-ingar vilja undanþágu | „Erum ekki hefðbundnir ferðamenn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2020 21:45 Beitir Ólafsson, markvörður KR, skutlar sér hér á eftir boltanum sem tryggði Stjörnunni sigur gegn KR í er liðin mættust í Pepsi Max deildinni á sunnudaginn var. Vísir/Hulda Íslandsmeistarar KR halda til Eistlands í vikunni og mæta þar Floria Tallinn í Evrópudeildinni á fimmtudag. Við heimkomu bíður þeirra svokölluð vinnusóttkví en KR vill fá undanþágu frá henni. Þetta staðfesti Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í viðtali við Fótbolta.net fyrr í dag. KR á leik gegn Breiðabliki í Pepsi Max deildinni á sunnudaginn en ef liðið þarf að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalagið til Tallinn er ljóst að leikurinn fer ekki fram. „Að óbreyttu verður enginn leikur á móti Breiðabliki á sunnudaginn,“ sagði Páll í samtali við Fótbolti.net. Páll segir að það þurfi að taka ákvörðun um það hvort KR sé í sóttkví eður ei. „Ef leikurinn á að fara fram þá þurfi stjórnvöld að viðurkenna það að við séum að lágmarka smithættu með því að vera í „búbblú“ sem UEFA er með hjá liðum í Evrópuleikjum erlendis. Við erum ekki hefðbundnir ferðamenn og eigum að okkar mati ekki að falla undir þessi ströngu sóttvarnarskilyrði.“ Fari svo að KR vinni leik sinn í Eistlandi á fimmtudag þá vandast málin. Liðið ætti þá annan útileik fyrir höndum í undankeppni Evrópudeildarinnar, annað hvort í Möltu eða á Norður-Írlandi. Færi svo að sigur ynnist þar einnig þá væri umspilsleikur um sæti í Evrópudeildinni vikur síðar eða þann 1. október. Í kjölfarið er svo landsleikjahlé þar sem bæði A- og U21 landslið Íslands eiga leiki. Fari allt á besta veg hjá KR í Evrópu er ljóst að liðið gæti þurft að sitja hjá hér heima í tæpan mánuð fari svo að stjórnvöld breyti ekki reglum er varðar sóttkví íþróttafélaga í Evrópukeppnum. KR á enn tíu leiki eftir í Pepsi Max deildinni sem og liðið er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla. Svo eru þetta ef til vill allt óþarfa áhyggjur en Floria Tallinn trónir á toppi efstu deildar í Eistlandi með 18 sigra í 20 leikjum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA KR Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Íslandsmeistarar KR halda til Eistlands í vikunni og mæta þar Floria Tallinn í Evrópudeildinni á fimmtudag. Við heimkomu bíður þeirra svokölluð vinnusóttkví en KR vill fá undanþágu frá henni. Þetta staðfesti Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í viðtali við Fótbolta.net fyrr í dag. KR á leik gegn Breiðabliki í Pepsi Max deildinni á sunnudaginn en ef liðið þarf að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalagið til Tallinn er ljóst að leikurinn fer ekki fram. „Að óbreyttu verður enginn leikur á móti Breiðabliki á sunnudaginn,“ sagði Páll í samtali við Fótbolti.net. Páll segir að það þurfi að taka ákvörðun um það hvort KR sé í sóttkví eður ei. „Ef leikurinn á að fara fram þá þurfi stjórnvöld að viðurkenna það að við séum að lágmarka smithættu með því að vera í „búbblú“ sem UEFA er með hjá liðum í Evrópuleikjum erlendis. Við erum ekki hefðbundnir ferðamenn og eigum að okkar mati ekki að falla undir þessi ströngu sóttvarnarskilyrði.“ Fari svo að KR vinni leik sinn í Eistlandi á fimmtudag þá vandast málin. Liðið ætti þá annan útileik fyrir höndum í undankeppni Evrópudeildarinnar, annað hvort í Möltu eða á Norður-Írlandi. Færi svo að sigur ynnist þar einnig þá væri umspilsleikur um sæti í Evrópudeildinni vikur síðar eða þann 1. október. Í kjölfarið er svo landsleikjahlé þar sem bæði A- og U21 landslið Íslands eiga leiki. Fari allt á besta veg hjá KR í Evrópu er ljóst að liðið gæti þurft að sitja hjá hér heima í tæpan mánuð fari svo að stjórnvöld breyti ekki reglum er varðar sóttkví íþróttafélaga í Evrópukeppnum. KR á enn tíu leiki eftir í Pepsi Max deildinni sem og liðið er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla. Svo eru þetta ef til vill allt óþarfa áhyggjur en Floria Tallinn trónir á toppi efstu deildar í Eistlandi með 18 sigra í 20 leikjum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA KR Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira