Er í þessu til að vinna titla og FH er félag sem á að berjast um titla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2020 19:30 Eggert Gunnþór ræddi við Gaupa í Kaplakrika í dag. Mynd/Stöð 2 Eggert Gunnþór Jónsson hefur verið frábær í liði FH undanfarnar vikur og verið ein helsta ástæða þess að liðinu hefur gengið jafn vel og raun ber vitni í síðustu leikjum. Gaupi hitti Eggert Gunnþór í dag og ræddi við hann fyrir Sportpakka Stöðvar 2. Fóru þeir yfir endurkomu Eggerts í íslenska boltans, hans eigin frammistöðu, þjálfarana og möguleika FH á titlum. Viðtalið í heild sinni má finna neðst í fréttinni. „Það er búið að vera ágætis stígandi í þessu hjá okkur síðan ég kom. Búið að ganga vel og mér finnst þetta lýta vel út eins og er,“ sagði Eggert Gunnþór við Gaupa í dag. „Ég er í fínu formi. Var búinn að vera í smá fríi þegar ég kom inn fyrst og það tók einn til tvo leiki að koma mér í betra stand en núna líður mér vel og liðið er að spila vel svo það er ekki hægt að kvarta,“ sagði Eggert einnig. „Ég var svo sem ekkert kominn á endastöð í atvinnumennsku en var farið að langa að koma heim og var ekkert að koma heim í einhverri uppgjöf. Það var frekar öfugt, að spyrna í, og ég kom heim með það hugarfar,“ sagði Eggert um ástæður þess af hverju hann kom til Íslands. „Mér finnst gæðin vera fín. Auðvitað er þetta upp og niður milli leikja og liða en hingað til finnst mér þetta vera fín gæði. Við erum búnir að mæta liðum í kringum okkur í deildinni og gæðin fín, ekkert sem kemur svo sem á óvart þar,“ sagði Eggert um Pepsi Max deildina. „Þeir eru búnir að vera frábærir. Búnir að lyfta öllu upp og hleypa smá lífi í þetta, allavega hingað til getur maður ekki kvartað. Þeir eru góð blanda, Logi þekkir íslenskan fótbolta inn og út á meðan það eru fáir í heiminum sem hafa reynsluna sem Eiður Smári hafði sem leikmaður. Þeir hjálpa hvor öðrum, bæta hvorn annan upp og hafa náð vel til hópsins,“ sagði Eggert um þjálfarateymi FH-inga, þá Loga Ólafsson og Eið Smára Guðjohnsen. „Maður er í þessu til að vinna titla og FH er félag sem á að vera berjast um titla,“ sagði Eggert að lokum. Klippa: Eggert Gunnþór spenntur fyrir framhaldinu með FH Fótbolti Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Eggert Gunnþór Jónsson hefur verið frábær í liði FH undanfarnar vikur og verið ein helsta ástæða þess að liðinu hefur gengið jafn vel og raun ber vitni í síðustu leikjum. Gaupi hitti Eggert Gunnþór í dag og ræddi við hann fyrir Sportpakka Stöðvar 2. Fóru þeir yfir endurkomu Eggerts í íslenska boltans, hans eigin frammistöðu, þjálfarana og möguleika FH á titlum. Viðtalið í heild sinni má finna neðst í fréttinni. „Það er búið að vera ágætis stígandi í þessu hjá okkur síðan ég kom. Búið að ganga vel og mér finnst þetta lýta vel út eins og er,“ sagði Eggert Gunnþór við Gaupa í dag. „Ég er í fínu formi. Var búinn að vera í smá fríi þegar ég kom inn fyrst og það tók einn til tvo leiki að koma mér í betra stand en núna líður mér vel og liðið er að spila vel svo það er ekki hægt að kvarta,“ sagði Eggert einnig. „Ég var svo sem ekkert kominn á endastöð í atvinnumennsku en var farið að langa að koma heim og var ekkert að koma heim í einhverri uppgjöf. Það var frekar öfugt, að spyrna í, og ég kom heim með það hugarfar,“ sagði Eggert um ástæður þess af hverju hann kom til Íslands. „Mér finnst gæðin vera fín. Auðvitað er þetta upp og niður milli leikja og liða en hingað til finnst mér þetta vera fín gæði. Við erum búnir að mæta liðum í kringum okkur í deildinni og gæðin fín, ekkert sem kemur svo sem á óvart þar,“ sagði Eggert um Pepsi Max deildina. „Þeir eru búnir að vera frábærir. Búnir að lyfta öllu upp og hleypa smá lífi í þetta, allavega hingað til getur maður ekki kvartað. Þeir eru góð blanda, Logi þekkir íslenskan fótbolta inn og út á meðan það eru fáir í heiminum sem hafa reynsluna sem Eiður Smári hafði sem leikmaður. Þeir hjálpa hvor öðrum, bæta hvorn annan upp og hafa náð vel til hópsins,“ sagði Eggert um þjálfarateymi FH-inga, þá Loga Ólafsson og Eið Smára Guðjohnsen. „Maður er í þessu til að vinna titla og FH er félag sem á að vera berjast um titla,“ sagði Eggert að lokum. Klippa: Eggert Gunnþór spenntur fyrir framhaldinu með FH
Fótbolti Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira