Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2020 22:47 Veggspjöldum á borð við þetta þar sem kallað er eftir því að lögreglumennirnir verðir sóttir til saka hefur verið komið upp víða í Louisville. Getty/Jon Cherry Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara (1,6 milljarðar króna á gengi dagsins í dag) í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda. Sáttin felur einnig í sér að umbætur verða gerðar á starfsemi lögreglunnar í borginni. Breonna, sem var svört, var 26 ára gömul þegar lögreglan í Lousville ruddist inn á heimili hennar og kærasta hennar í mars síðastliðnum og skaut hana að minnsta kosti fimm sinnum með þeim afleiðingum að hún lést. Lögreglan hafði fengið ábendingar um að fíkniefni væri að finna í íbúðinni en engin fíkniefni fundust á staðnum. Nafni Breonnu hefur verið haldið á lofti síðustu mánuði í fjölmennum mótmælum víðs vegar um Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi í garð svartra hefur verið mótmælt. Lonita Baker, lögmaður fjölskyldu Breonnu, segir að greiðslan til fjölskyldunnar og þær umbætur sem fyrirhugaðar séu hjá lögreglunni í tengslum við sáttina séu aðeins fyrsta skrefið í því að ná fram réttlæti í málinu. Fjölskyldan vilji til að mynda að lögreglumennirnir sem bera ábyrgð á dauða Breonnu verði handteknir. Móðir Breonnu, Tamika Palmer, kallaði eftir því í stuttri yfirlýsingu í dag að lögreglumennirnir yrðu sóttir til saka. Þá hvatti hún almenning til þess að halda áfram að hrópa nafn Breonnu í baráttunni fyrir umbótum hjá lögreglunni í Bandaríkjunum. Black Lives Matter Bandaríkin Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara (1,6 milljarðar króna á gengi dagsins í dag) í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda. Sáttin felur einnig í sér að umbætur verða gerðar á starfsemi lögreglunnar í borginni. Breonna, sem var svört, var 26 ára gömul þegar lögreglan í Lousville ruddist inn á heimili hennar og kærasta hennar í mars síðastliðnum og skaut hana að minnsta kosti fimm sinnum með þeim afleiðingum að hún lést. Lögreglan hafði fengið ábendingar um að fíkniefni væri að finna í íbúðinni en engin fíkniefni fundust á staðnum. Nafni Breonnu hefur verið haldið á lofti síðustu mánuði í fjölmennum mótmælum víðs vegar um Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi í garð svartra hefur verið mótmælt. Lonita Baker, lögmaður fjölskyldu Breonnu, segir að greiðslan til fjölskyldunnar og þær umbætur sem fyrirhugaðar séu hjá lögreglunni í tengslum við sáttina séu aðeins fyrsta skrefið í því að ná fram réttlæti í málinu. Fjölskyldan vilji til að mynda að lögreglumennirnir sem bera ábyrgð á dauða Breonnu verði handteknir. Móðir Breonnu, Tamika Palmer, kallaði eftir því í stuttri yfirlýsingu í dag að lögreglumennirnir yrðu sóttir til saka. Þá hvatti hún almenning til þess að halda áfram að hrópa nafn Breonnu í baráttunni fyrir umbótum hjá lögreglunni í Bandaríkjunum.
Black Lives Matter Bandaríkin Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira