Óttaðist að mæta nauðgara sínum á fæðingardeildinni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. september 2020 09:30 Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var mjög meðvituð um að hún ætti hættu á að fá meðgöngu- eða fæðingarþunglyndi þar sem hún er þolandi kynferðisofbeldis. Vísir/Vilhelm Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var greind með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi eftir að henni var nauðgað á Akranesi 2014. Guðlaug segir að hún væri ekki á sama stað í dag ef hún hefði ekki leitað til sálfræðings. Hún hafði því náð að vinna úr áfallinu og búa til sterkan grunn áður en hún gekk í gegnum meðgöngu og fæðingu nokkrum árum síðar, sem getur oft verið mjög erfið reynsla fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Að leita sér hjálpar er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú og það er ógeðslega erfitt,“ segir Guðlaug, aðspurð um ráð fyrir konur í sömu stöðu. Andrea Eyland ræddi við Guðlaugu í hlaðvarpinu Kviknar, í þætti sem heitir Upprisan. Þáttinn má finna hér neðar í fréttinni. Gat ekki grátið eða hlegið Guðlaug kærði og maðurinn sem braut gegn henni var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann áfrýjaði til hæstaréttar og þá þurfti Guðlaug að mæta honum aftur í dómsal en á sama tíma hafði hún fundið ástina og var þetta því flókinn og erfiður tími. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu og dómurinn þyngdur í tvö og hálft ár. „Mér var svo létt að ég get eiginlega ekki lýst því. Ég þurfti að segja barnsföður mínum því að við vorum að kynnast á þessum tíma. Ég þurfti bara að bauna því út úr mér hvað var að ske. Ég var með í maganum, ég var með líkamlegan kvíða fyrir því að hann myndi bara fara.“ Það var henni mikill léttir að segja honum frá því sem hún var að ganga í gegnum. „Ég gat ekkert grátið og gat ekkert hlegið, ég var eiginlega svona dofin en ég fann bara hvernig þetta var smá sigurtilfinning,“ segir Guðlaug um niðurstöðu hæstaréttar. Hún hélt áfram að vinna úr áfallinu, hélt áfram um lífið og tveimur árum síðar varð hún ófrísk af sínu fyrsta barni. Guðlaug segir mikilvægt fyrir konur í sömu stöðu að leita sér aðstoðar hjá fagaðila og reyna, ef hægt er, að vinna úr áfallinu áður en þær ganga í gegnum meðgöngu og fæðingu.Vísir/Vilhelm „Ég varð strax meðvituð um að þar sem ég er með sögu um þunglyndi, kvíða og áfallastreyturöskun að ég gæti fundið fyrir meðgönguþunglyndi eða fengið fæðingarþunglyndi, þannig að ég ákvað sjálf að hafa samband við sálfræðing.“ En annað áfall dundi svo yfir þegar Guðlaug komst að því að maðurinn sem nauðgaði henni, átti einnig von á barni á sama tíma og hún. Hún átti þá hættu á því að hitta hann á fæðingardeildinni á Akranesi á tíma sem átti að vera sá hamingjusamasti í hennar lífi. Einlægt viðtal Andreu Eyland við Guðlaugu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum Upprisan ræddi Andrea Eyland þáttastjórnandi einnig við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður um það hvernig ljósmæður vinna með þolendum kynferðisofbeldis í tengslum við meðgöngu og fæðingu. TW þessi þáttur fjallar um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir. Klippa: Kviknar Upprisan Frjósemi Kynferðisofbeldi Kviknar Tengdar fréttir Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33 „Þau verða rólegri og gráta minna“ Ljósmóðir segir mikilvægt að foreldrar reyni tengslamyndun við nýfætt barn sitt með því að hafa það þétt við sig fyrstu mánuðina. Húð við húð aðferðin hefur reynst vel í tengslamyndun og hefur marga kosti fyrir barnið. 1. september 2020 15:11 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var greind með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi eftir að henni var nauðgað á Akranesi 2014. Guðlaug segir að hún væri ekki á sama stað í dag ef hún hefði ekki leitað til sálfræðings. Hún hafði því náð að vinna úr áfallinu og búa til sterkan grunn áður en hún gekk í gegnum meðgöngu og fæðingu nokkrum árum síðar, sem getur oft verið mjög erfið reynsla fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Að leita sér hjálpar er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú og það er ógeðslega erfitt,“ segir Guðlaug, aðspurð um ráð fyrir konur í sömu stöðu. Andrea Eyland ræddi við Guðlaugu í hlaðvarpinu Kviknar, í þætti sem heitir Upprisan. Þáttinn má finna hér neðar í fréttinni. Gat ekki grátið eða hlegið Guðlaug kærði og maðurinn sem braut gegn henni var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann áfrýjaði til hæstaréttar og þá þurfti Guðlaug að mæta honum aftur í dómsal en á sama tíma hafði hún fundið ástina og var þetta því flókinn og erfiður tími. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu og dómurinn þyngdur í tvö og hálft ár. „Mér var svo létt að ég get eiginlega ekki lýst því. Ég þurfti að segja barnsföður mínum því að við vorum að kynnast á þessum tíma. Ég þurfti bara að bauna því út úr mér hvað var að ske. Ég var með í maganum, ég var með líkamlegan kvíða fyrir því að hann myndi bara fara.“ Það var henni mikill léttir að segja honum frá því sem hún var að ganga í gegnum. „Ég gat ekkert grátið og gat ekkert hlegið, ég var eiginlega svona dofin en ég fann bara hvernig þetta var smá sigurtilfinning,“ segir Guðlaug um niðurstöðu hæstaréttar. Hún hélt áfram að vinna úr áfallinu, hélt áfram um lífið og tveimur árum síðar varð hún ófrísk af sínu fyrsta barni. Guðlaug segir mikilvægt fyrir konur í sömu stöðu að leita sér aðstoðar hjá fagaðila og reyna, ef hægt er, að vinna úr áfallinu áður en þær ganga í gegnum meðgöngu og fæðingu.Vísir/Vilhelm „Ég varð strax meðvituð um að þar sem ég er með sögu um þunglyndi, kvíða og áfallastreyturöskun að ég gæti fundið fyrir meðgönguþunglyndi eða fengið fæðingarþunglyndi, þannig að ég ákvað sjálf að hafa samband við sálfræðing.“ En annað áfall dundi svo yfir þegar Guðlaug komst að því að maðurinn sem nauðgaði henni, átti einnig von á barni á sama tíma og hún. Hún átti þá hættu á því að hitta hann á fæðingardeildinni á Akranesi á tíma sem átti að vera sá hamingjusamasti í hennar lífi. Einlægt viðtal Andreu Eyland við Guðlaugu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum Upprisan ræddi Andrea Eyland þáttastjórnandi einnig við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður um það hvernig ljósmæður vinna með þolendum kynferðisofbeldis í tengslum við meðgöngu og fæðingu. TW þessi þáttur fjallar um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir. Klippa: Kviknar Upprisan
Frjósemi Kynferðisofbeldi Kviknar Tengdar fréttir Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33 „Þau verða rólegri og gráta minna“ Ljósmóðir segir mikilvægt að foreldrar reyni tengslamyndun við nýfætt barn sitt með því að hafa það þétt við sig fyrstu mánuðina. Húð við húð aðferðin hefur reynst vel í tengslamyndun og hefur marga kosti fyrir barnið. 1. september 2020 15:11 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33
„Þau verða rólegri og gráta minna“ Ljósmóðir segir mikilvægt að foreldrar reyni tengslamyndun við nýfætt barn sitt með því að hafa það þétt við sig fyrstu mánuðina. Húð við húð aðferðin hefur reynst vel í tengslamyndun og hefur marga kosti fyrir barnið. 1. september 2020 15:11