Segjast aðeins hafa haft tvær vikur til að flytja fjölskylduna úr landi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2020 13:57 Ekki var unnt að vísa Khedr-fjölskyldunni úr landi líkt og til stóð í morgun. Skjáskot/Stöð 2 Stoðdeild ríkilögreglustjóra segist aðeins hafa haft tvær vikur til að flytja Khedr-fjölskylduna úr landi á gildum skilríkjum. Beiðni um framkvæmd brottvísunarákvörðunar hafi ekki borist frá Útlendingastofnun fyrr en 13. janúar, tveimur vikum áður en skilríki tveggja fjölskyldumeðlima runnu út, þann 28. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Magnús Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar sagði í samtali við Vísi í morgun að stjórnvöld hefðu getað látið flytja fjölskylduna úr landi á sex vikna tímabili, frá því að frestur fjölskyldunnar til að yfirgefa landið rann út þann 18. desember 2019 og þangað til umrædd vegabréf runnu út 28. janúar 2020. Magnús furðaði sig á því af hverju það hefði ekki verið gert. „Svo átti að flytja þau úr landi í febrúar. Af hverju að skipuleggja flutning úr landi þegar fyrir liggur að vegabréfin eru útrunnin? Af hverju ekki að gera það áður en það gerist?“ Fram kemur í tilkynningu stoðdeildar að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja fjölskyldunni um vernd hafi verið birtur 18. nóvember 2019. Fjölskyldunni hafi verið veittur þrjátíu daga frestur til sjálfviljugrar heimfarar sem rann út 18. desember. Í millitíðinni hafi fjölskyldan óskað eftir því að kærunefnd útlendingamála frestaði réttaráhrifum úrskurðarins til að fara með málið fyrir dómstóla en þeirri beiðni var hafnað af kærunefnd 10. janúar. Þegar ljóst var að fjölskyldan hygðist ekki fara sjálfviljug til heimalands og að réttaráhrifum yrði ekki frestað hafi Útlendingastofnun vísað málinu til stoðdeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar með beiðni dagsettri 13. janúar 2020. Ekki hafi verið unnt að skipuleggja flutning fjölskyldunnar til heimalands síns Egyptaland á þeim tveimur vikum sem skilríki allra fjölskyldumeðlima voru gild. „Slíkar fylgdir krefjast lengri undirbúnings sem meðal annars felst í því afla heimilda fyrir íslenska lögreglumenn til að ferðast til og í gegnum þau ríki sem ferðaleiðin gerir kröfu um. Vinna við undirbúning fylgdarinnar hófst eftir að málið kom á borð stoðdeildar og var strax ljóst að afla þyrfti gildra skilríkja, annað hvort með framlengingu eða útgáfu nýrra skilríkja. Stoðdeild átti í samskiptum við lögmann fjölskyldunnar um þessa stöðu og tók hún þá ákvörðun að óska ekki eftir framlengingu vegabréfanna eins og þegar hefur komið fram,“ segir í tilkynningu. Ekki var unnt að vísa Khedr-fjölskyldunni úr landi líkt og til stóð í morgun. Fjölskyldan var ekki á staðnum þar sem stoðdeild ríkislögreglustjóra hugðist sækja hana og fylgja úr landi. Ekki er vitað um dvalarstað fjölskyldunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra í morgun. Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Flugvélin til Amsterdam farin í loftið Magnús Norðdahl lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar segir að til hafi staðið að sækja fjölskylduna á Ásbrú klukkan hálf sex í morgun og að hún færi með flugi Icelandair til Amsterdam. 16. september 2020 08:57 Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24 Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19 Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Stoðdeild ríkilögreglustjóra segist aðeins hafa haft tvær vikur til að flytja Khedr-fjölskylduna úr landi á gildum skilríkjum. Beiðni um framkvæmd brottvísunarákvörðunar hafi ekki borist frá Útlendingastofnun fyrr en 13. janúar, tveimur vikum áður en skilríki tveggja fjölskyldumeðlima runnu út, þann 28. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Magnús Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar sagði í samtali við Vísi í morgun að stjórnvöld hefðu getað látið flytja fjölskylduna úr landi á sex vikna tímabili, frá því að frestur fjölskyldunnar til að yfirgefa landið rann út þann 18. desember 2019 og þangað til umrædd vegabréf runnu út 28. janúar 2020. Magnús furðaði sig á því af hverju það hefði ekki verið gert. „Svo átti að flytja þau úr landi í febrúar. Af hverju að skipuleggja flutning úr landi þegar fyrir liggur að vegabréfin eru útrunnin? Af hverju ekki að gera það áður en það gerist?“ Fram kemur í tilkynningu stoðdeildar að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja fjölskyldunni um vernd hafi verið birtur 18. nóvember 2019. Fjölskyldunni hafi verið veittur þrjátíu daga frestur til sjálfviljugrar heimfarar sem rann út 18. desember. Í millitíðinni hafi fjölskyldan óskað eftir því að kærunefnd útlendingamála frestaði réttaráhrifum úrskurðarins til að fara með málið fyrir dómstóla en þeirri beiðni var hafnað af kærunefnd 10. janúar. Þegar ljóst var að fjölskyldan hygðist ekki fara sjálfviljug til heimalands og að réttaráhrifum yrði ekki frestað hafi Útlendingastofnun vísað málinu til stoðdeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar með beiðni dagsettri 13. janúar 2020. Ekki hafi verið unnt að skipuleggja flutning fjölskyldunnar til heimalands síns Egyptaland á þeim tveimur vikum sem skilríki allra fjölskyldumeðlima voru gild. „Slíkar fylgdir krefjast lengri undirbúnings sem meðal annars felst í því afla heimilda fyrir íslenska lögreglumenn til að ferðast til og í gegnum þau ríki sem ferðaleiðin gerir kröfu um. Vinna við undirbúning fylgdarinnar hófst eftir að málið kom á borð stoðdeildar og var strax ljóst að afla þyrfti gildra skilríkja, annað hvort með framlengingu eða útgáfu nýrra skilríkja. Stoðdeild átti í samskiptum við lögmann fjölskyldunnar um þessa stöðu og tók hún þá ákvörðun að óska ekki eftir framlengingu vegabréfanna eins og þegar hefur komið fram,“ segir í tilkynningu. Ekki var unnt að vísa Khedr-fjölskyldunni úr landi líkt og til stóð í morgun. Fjölskyldan var ekki á staðnum þar sem stoðdeild ríkislögreglustjóra hugðist sækja hana og fylgja úr landi. Ekki er vitað um dvalarstað fjölskyldunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra í morgun.
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Flugvélin til Amsterdam farin í loftið Magnús Norðdahl lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar segir að til hafi staðið að sækja fjölskylduna á Ásbrú klukkan hálf sex í morgun og að hún færi með flugi Icelandair til Amsterdam. 16. september 2020 08:57 Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24 Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19 Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Flugvélin til Amsterdam farin í loftið Magnús Norðdahl lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar segir að til hafi staðið að sækja fjölskylduna á Ásbrú klukkan hálf sex í morgun og að hún færi með flugi Icelandair til Amsterdam. 16. september 2020 08:57
Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24
Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19
Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19