Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2020 15:43 Maduro forseti er ekki aðeins sagður hafa vitað af glæpum öryggissveita heldur hafa gefið skipanir um þá. Vísir/EPA Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn sósíalistans Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. Vísar þeir til morða, pyntinga, ofbeldis og mannshvarfa sem eiga sér stað í Suður-Ameríkulandinu. Öryggissveitir í Venesúela hafa beitt stjórnarandstæðinga og almenna borgara kerfisbundnu ofbeldi, þar á meðal pyntingum, frá árinu 2014. Í skýrslu rannsóknarnefndar mannréttindaráðsins sem kom út í dag segir að markmið þess hafi verið að bæla niður andóf. Maduro og innanríkis- og varnarmálaráðherrar hans hafi ekki aðeins vitað af þeim glæpum heldur hafi þeir gefið skipanir, samhæft aðgerðir og séð öryggissveitunum fyrir búnaði til að fremja þá, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fjarri því að vera einangraðir verknaðir voru þessir glæpir samhæfðir og framdir í samræmi við stefnu ríkisins með vitun eða beinum stuðningi yfirmanna og háttsettra embættismanna ríkisstjórnarinnar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Jorge Valero, sendiherra Venesúela hjá Sameinuðu þjóðunum, afskrifaði rannsóknina sem „fjandsamlega aðgerð“ sem væri liður í herferð Bandaríkjastjórnar í fyrra. Bönnuðu stjórnvöld í Caracas rannsakendum Sameinuðu þjóðanna að koma til landsins. Á fimmta tug einstaklinga nafngreindur Rannsakendurnir segja að öryggissveitir hafi iðulega komið vopnum fyrir á svæðum þar sem íbúar voru taldir hliðhollir stjórnarandstöðunni. Fulltrúar öryggissveita hafi síðan verið sendir þangað og þeir skotið fólk af stuttu færi, handtekið það, pyntað og drepið. Í skýrslunni eru 45 einstaklingar sem eru taldir hafa bein tengsl við ofbeldið nefndir með nafni. Hvetja skýrsluhöfundar til þess að stjórnvöld í Venesúela dragi þá til ábyrgða og komi í veg fyrir frekari brot. Venesúela Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn sósíalistans Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. Vísar þeir til morða, pyntinga, ofbeldis og mannshvarfa sem eiga sér stað í Suður-Ameríkulandinu. Öryggissveitir í Venesúela hafa beitt stjórnarandstæðinga og almenna borgara kerfisbundnu ofbeldi, þar á meðal pyntingum, frá árinu 2014. Í skýrslu rannsóknarnefndar mannréttindaráðsins sem kom út í dag segir að markmið þess hafi verið að bæla niður andóf. Maduro og innanríkis- og varnarmálaráðherrar hans hafi ekki aðeins vitað af þeim glæpum heldur hafi þeir gefið skipanir, samhæft aðgerðir og séð öryggissveitunum fyrir búnaði til að fremja þá, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fjarri því að vera einangraðir verknaðir voru þessir glæpir samhæfðir og framdir í samræmi við stefnu ríkisins með vitun eða beinum stuðningi yfirmanna og háttsettra embættismanna ríkisstjórnarinnar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Jorge Valero, sendiherra Venesúela hjá Sameinuðu þjóðunum, afskrifaði rannsóknina sem „fjandsamlega aðgerð“ sem væri liður í herferð Bandaríkjastjórnar í fyrra. Bönnuðu stjórnvöld í Caracas rannsakendum Sameinuðu þjóðanna að koma til landsins. Á fimmta tug einstaklinga nafngreindur Rannsakendurnir segja að öryggissveitir hafi iðulega komið vopnum fyrir á svæðum þar sem íbúar voru taldir hliðhollir stjórnarandstöðunni. Fulltrúar öryggissveita hafi síðan verið sendir þangað og þeir skotið fólk af stuttu færi, handtekið það, pyntað og drepið. Í skýrslunni eru 45 einstaklingar sem eru taldir hafa bein tengsl við ofbeldið nefndir með nafni. Hvetja skýrsluhöfundar til þess að stjórnvöld í Venesúela dragi þá til ábyrgða og komi í veg fyrir frekari brot.
Venesúela Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03