Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2020 06:52 Donald Trump, forseta, er mikið í mun um að bóluefni verði aðgengileg fyrir forsetakosningarnar í nóvember. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. Þetta sagði Robert Redfield, yfirmaður CDC, á fundi þingnefndar í gær. Nánar tiltekið þá sagði Redfield að ef bóluefni verði tilbúið til notkunar í nóvember eða desember, yrði það í takmörkuðu upplagi. Þeir einu sem fengju það væru viðbragðsaðilar og þeir sem eru viðkvæmastir gagnvart nýju kórónuveirunni. Redfield sagðist telja að almenn notkun gæti mögulega hafist næsta sumar. Hann sagði einnig að grímur gætu mögulega hjálpað meira til en bóluefni við að draga úr útbreiðslu veirunnar og hvatti fólk til að nota þær. Á blaðamannafundi í gær sagðist Trump viss um að Redfield hefði ruglast og að hann hefði gert mistök. Hann gagnrýndi Redfield einnig fyrir ummæli hans um grímur og sagði þær alls ekki skilvirkari en bóluefni. Þá hét Trump því að bóluefni yrði tilbúið í næsta mánuði. Forsetinn hefur ítrekað haldið því fram að öruggt bóluefni myndi líta dagsins ljós fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Sérfræðingar segja það þó ekki líklegt. Eftir ummæli Trump, tísti Redfield og sagðist bera miklar vonir til bóluefna og að þau myndu gera líf Bandaríkjamanna eðlileg á nýjan leik. Hann ítrekaði þó að í dag væru grímur, handaþvottur og félagsforðun besta vörnin gegn Covid. The best defense we currently have against this virus are the important mitigation efforts of wearing a mask, washing your hands, social distancing and being careful about crowds. #COVID19— Dr. Robert R. Redfield (@CDCDirector) September 16, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Daglegt líf í Bandaríkjunum verði fyrst „eðlilegt“ um mitt næsta ár „Ef við erum að tala um að komast aftur í þann hversdagsleika sem var fyrir Covid, þá verður það ekki fyrr en það er eitthvað liðið á 2021.“ 12. september 2020 23:00 AstraZeneca hefur prófanir á bóluefninu á ný Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur fengið leyfi frá breskum heilbrigðisyfirvöldum til að halda áfram tilraunum sínum með bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum. 12. september 2020 14:40 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47 WHO býst ekki við bóluefni fyrr en á næsta ári 4. september 2020 15:04 Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2. september 2020 22:30 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. Þetta sagði Robert Redfield, yfirmaður CDC, á fundi þingnefndar í gær. Nánar tiltekið þá sagði Redfield að ef bóluefni verði tilbúið til notkunar í nóvember eða desember, yrði það í takmörkuðu upplagi. Þeir einu sem fengju það væru viðbragðsaðilar og þeir sem eru viðkvæmastir gagnvart nýju kórónuveirunni. Redfield sagðist telja að almenn notkun gæti mögulega hafist næsta sumar. Hann sagði einnig að grímur gætu mögulega hjálpað meira til en bóluefni við að draga úr útbreiðslu veirunnar og hvatti fólk til að nota þær. Á blaðamannafundi í gær sagðist Trump viss um að Redfield hefði ruglast og að hann hefði gert mistök. Hann gagnrýndi Redfield einnig fyrir ummæli hans um grímur og sagði þær alls ekki skilvirkari en bóluefni. Þá hét Trump því að bóluefni yrði tilbúið í næsta mánuði. Forsetinn hefur ítrekað haldið því fram að öruggt bóluefni myndi líta dagsins ljós fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Sérfræðingar segja það þó ekki líklegt. Eftir ummæli Trump, tísti Redfield og sagðist bera miklar vonir til bóluefna og að þau myndu gera líf Bandaríkjamanna eðlileg á nýjan leik. Hann ítrekaði þó að í dag væru grímur, handaþvottur og félagsforðun besta vörnin gegn Covid. The best defense we currently have against this virus are the important mitigation efforts of wearing a mask, washing your hands, social distancing and being careful about crowds. #COVID19— Dr. Robert R. Redfield (@CDCDirector) September 16, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Daglegt líf í Bandaríkjunum verði fyrst „eðlilegt“ um mitt næsta ár „Ef við erum að tala um að komast aftur í þann hversdagsleika sem var fyrir Covid, þá verður það ekki fyrr en það er eitthvað liðið á 2021.“ 12. september 2020 23:00 AstraZeneca hefur prófanir á bóluefninu á ný Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur fengið leyfi frá breskum heilbrigðisyfirvöldum til að halda áfram tilraunum sínum með bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum. 12. september 2020 14:40 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47 WHO býst ekki við bóluefni fyrr en á næsta ári 4. september 2020 15:04 Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2. september 2020 22:30 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14
Daglegt líf í Bandaríkjunum verði fyrst „eðlilegt“ um mitt næsta ár „Ef við erum að tala um að komast aftur í þann hversdagsleika sem var fyrir Covid, þá verður það ekki fyrr en það er eitthvað liðið á 2021.“ 12. september 2020 23:00
AstraZeneca hefur prófanir á bóluefninu á ný Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur fengið leyfi frá breskum heilbrigðisyfirvöldum til að halda áfram tilraunum sínum með bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum. 12. september 2020 14:40
Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04
Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47
Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2. september 2020 22:30