Aldrei meiri peningur í færeyska fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 10:30 Færeysku landsliðsmennirnir Jóannes Bjartalíð, Gilli Rólantsson, Sölvi Vatnhamar og Viljormur Davidsen fyrir leik í undankeppni EM. Getty/Linnea Rhebor Árangur færeysku fótboltaliðanna í Evrópukeppninni í ár hefur vaktið athygli hjá formanni hagsmunasamtaka íslensku félaganna. Á meðan íslensku liðin eru í tómu tjóni eru tvö færeysk lið komin áfram í þriðju umferð. Íslensku liðin hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum í Evrópukeppninni í ár og eitt af Evrópusætum Íslands í Evrópudeildinni er nú í hættu þar sem Ísland er komið niður fyrir Gíbraltar og Wales á styrkleikalistanum. KR er síðast vona íslenska fótboltans í Evrópukeppninni í ár en önnur íslensk lið hafa dottið út við fyrstu umferð. KR er reyndar búið að detta út úr forkeppni Meistaradeildarinnar en fær annað tækifæri í forkeppni Evrópudeildarinnar þegar liðið mætir Flora Tallin í kvöld. Víkingurinn Haraldur Haraldsson er formaður hjá Íslenskum Toppfótbolta og hann vekur athygli á árangri B36 og KÍ Klakksvíkur í Evrópukeppninni eins og sjá má hér fyrir neðan. B36 komnir í 3. umferð Europa League. Hafa tryggt sér EUR 1 milljón. KÍ Klaksvík komið í sömu umferð eftir að hafa dottið út í 2. umferð Champions League. Enn meiri innkoma þar. Aldrei meiri peningur í færeyska boltanum! #fotboltinet— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) September 16, 2020 Íslenskur Toppfótbolti, eða ÍTF, eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla í knattspyrnu. B36 vann dramatískan sigur á veska félaginu The New Saints í vítaspyrnukeppni í Færeyjum í gær. Haraldur bendir líka á það að B36 vann lið frá Gíbraltar, Litháen og Wales á leið sinni inn í þriðjuumferðina og þetta hafi því verið lukkudráttur alla leið. Það breytir ekki því að lið sem byrjaði í forkeppni forkeppninnar er nú komið í þriðju umferð og það færir B36 um eina milljón evra eða meira en 161 milljón í íslenskum krónum. Klaksvíkar Ítróttarfelag eða KÍ verður líka í pottinum fyrir þriðju umferðina þar sem liðið fékk gefins sigur í fyrstu umferð á móti slóvakíska félaginu Slovan Bratislava vegna kórónuveirusmita hjá leikmönnum Slovan. KÍ tapaði síðan á móti svissneska félaginu Young Boys í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en datt inn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í staðinn. Þar mætir KÍ annaðhvort Connah's Quay Nomads frá Wales eða Dinamo Tbilisi frá Georgíu en þau mætast í dag. Evrópudeild UEFA Færeyjar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Árangur færeysku fótboltaliðanna í Evrópukeppninni í ár hefur vaktið athygli hjá formanni hagsmunasamtaka íslensku félaganna. Á meðan íslensku liðin eru í tómu tjóni eru tvö færeysk lið komin áfram í þriðju umferð. Íslensku liðin hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum í Evrópukeppninni í ár og eitt af Evrópusætum Íslands í Evrópudeildinni er nú í hættu þar sem Ísland er komið niður fyrir Gíbraltar og Wales á styrkleikalistanum. KR er síðast vona íslenska fótboltans í Evrópukeppninni í ár en önnur íslensk lið hafa dottið út við fyrstu umferð. KR er reyndar búið að detta út úr forkeppni Meistaradeildarinnar en fær annað tækifæri í forkeppni Evrópudeildarinnar þegar liðið mætir Flora Tallin í kvöld. Víkingurinn Haraldur Haraldsson er formaður hjá Íslenskum Toppfótbolta og hann vekur athygli á árangri B36 og KÍ Klakksvíkur í Evrópukeppninni eins og sjá má hér fyrir neðan. B36 komnir í 3. umferð Europa League. Hafa tryggt sér EUR 1 milljón. KÍ Klaksvík komið í sömu umferð eftir að hafa dottið út í 2. umferð Champions League. Enn meiri innkoma þar. Aldrei meiri peningur í færeyska boltanum! #fotboltinet— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) September 16, 2020 Íslenskur Toppfótbolti, eða ÍTF, eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla í knattspyrnu. B36 vann dramatískan sigur á veska félaginu The New Saints í vítaspyrnukeppni í Færeyjum í gær. Haraldur bendir líka á það að B36 vann lið frá Gíbraltar, Litháen og Wales á leið sinni inn í þriðjuumferðina og þetta hafi því verið lukkudráttur alla leið. Það breytir ekki því að lið sem byrjaði í forkeppni forkeppninnar er nú komið í þriðju umferð og það færir B36 um eina milljón evra eða meira en 161 milljón í íslenskum krónum. Klaksvíkar Ítróttarfelag eða KÍ verður líka í pottinum fyrir þriðju umferðina þar sem liðið fékk gefins sigur í fyrstu umferð á móti slóvakíska félaginu Slovan Bratislava vegna kórónuveirusmita hjá leikmönnum Slovan. KÍ tapaði síðan á móti svissneska félaginu Young Boys í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en datt inn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í staðinn. Þar mætir KÍ annaðhvort Connah's Quay Nomads frá Wales eða Dinamo Tbilisi frá Georgíu en þau mætast í dag.
Evrópudeild UEFA Færeyjar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira