Krefst þess að sóttvarnayfirvöld tali ekki í gátum Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2020 15:20 Jóhann K. Jóhannsson hefur ekki lengi verið samskiptastjóri almannavarna en þegar er kominn reiðilestur frá framkvæmdastjóra SAF sem að honum snýr. Jóhannes Þór krefst þess að sóttvarnayfirvöld tali ekki í gátum. visir/vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, krefst þess að sóttvarparyfirvöld tali skýrt. Hann segist ekki lengur geta orða bundist, segir að í upplýsingagjöf um sóttvarnir sé mikilvægt að upplýsingar séu ekki loðnar og opnar fyrir túlkun. Á að loka öllum stöðum með vínveitingaleyfi? „Það hefur ítrekað gerst að það er ekki svo á upplýsingafundum síðustu mánaða og það hefur stundum valdið misskilningi, undarlegum sveigjum í opinberri umræðu og jafnvel óþarfa tjóni hjá rekstraraðilum,“ segir Jóhannes Þór. Og hann nefnir dæmi: „Nýjasta dæmið kom núna áðan, þar sem það er boðað að mögulega þurfi að loka „öllum vínveitingastöðum“ um næstu helgi. „Allir vínveitingastaðir“ eru skv. orðanna hljóðan allir staðir með leyfi með vínveitinga. Það eru hins vegar tvenns konar vínveitingaleyfi gefin út.“ Ráðvillt veitingafólk Framkvæmdastjórinn segir að í sínum ranni, það er ferðaþjónustunni, sitji veitingamenn nú og klóri sér í kollinum. „Yfir því hvort að öllum veitingastöðum á Íslandi verði lokað ef það er hægt að kaupa rauðvín með matnum á veitingastaðnum - semsagt í raun verði „öllum vínveitingastöðum“ lokað - eða hvort sóttvarnarlæknir er aðeins að vísa til þeirra staða sem í daglegu tali eru stundum kallaðir skemmtistaðir, og hann hefur áður lýst áhyggjum af. Hvort er það?“ Jóhannes Þór lýkur pistli sínum, sem hann birtir á Facebook, á því að óska eftir því að sóttvarnaryfirvöld taki nú loksins að nota réttar skilgreiningar yfir „ferðamenn“ í upplýsingagjöf sinni í stað þess að nota orðið ferðamenn almennt yfir alla komufarþega til landsins óháð því hvort þeir eiga heima á Íslandi eða ekki. Og Jóhannes Þór skorar á samskiptastjóra almannavarna, Jóhann K. Jóhannsson, og segir löngu tímabært að hann taki á þessu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, krefst þess að sóttvarparyfirvöld tali skýrt. Hann segist ekki lengur geta orða bundist, segir að í upplýsingagjöf um sóttvarnir sé mikilvægt að upplýsingar séu ekki loðnar og opnar fyrir túlkun. Á að loka öllum stöðum með vínveitingaleyfi? „Það hefur ítrekað gerst að það er ekki svo á upplýsingafundum síðustu mánaða og það hefur stundum valdið misskilningi, undarlegum sveigjum í opinberri umræðu og jafnvel óþarfa tjóni hjá rekstraraðilum,“ segir Jóhannes Þór. Og hann nefnir dæmi: „Nýjasta dæmið kom núna áðan, þar sem það er boðað að mögulega þurfi að loka „öllum vínveitingastöðum“ um næstu helgi. „Allir vínveitingastaðir“ eru skv. orðanna hljóðan allir staðir með leyfi með vínveitinga. Það eru hins vegar tvenns konar vínveitingaleyfi gefin út.“ Ráðvillt veitingafólk Framkvæmdastjórinn segir að í sínum ranni, það er ferðaþjónustunni, sitji veitingamenn nú og klóri sér í kollinum. „Yfir því hvort að öllum veitingastöðum á Íslandi verði lokað ef það er hægt að kaupa rauðvín með matnum á veitingastaðnum - semsagt í raun verði „öllum vínveitingastöðum“ lokað - eða hvort sóttvarnarlæknir er aðeins að vísa til þeirra staða sem í daglegu tali eru stundum kallaðir skemmtistaðir, og hann hefur áður lýst áhyggjum af. Hvort er það?“ Jóhannes Þór lýkur pistli sínum, sem hann birtir á Facebook, á því að óska eftir því að sóttvarnaryfirvöld taki nú loksins að nota réttar skilgreiningar yfir „ferðamenn“ í upplýsingagjöf sinni í stað þess að nota orðið ferðamenn almennt yfir alla komufarþega til landsins óháð því hvort þeir eiga heima á Íslandi eða ekki. Og Jóhannes Þór skorar á samskiptastjóra almannavarna, Jóhann K. Jóhannsson, og segir löngu tímabært að hann taki á þessu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira