Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íþróttadeild skrifar 17. september 2020 21:05 Dagný Brynjarsdóttir þurfti aðeins fyrri hálfleikinn til að skora þrennu. vísir/vilhelm Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, í undankeppni EM í kvöld. Íslendingar hafa unnið alla leiki sína í undankeppninni. Eins og tölurnar gefa til kynna var íslenska liðið miklu sterkara liðið. Ísland var 6-0 yfir í hálfleik. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu, sína fyrstu fyrir íslenska landsliðið, í fyrri hálfleik og lék afar vel. Ungu Blikarnir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir skínandi góðan leik. Sú síðastnefnda skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Barbára Sól Gísladóttir kom inn á í hálfleik í sínum fyrsta landsleik og lagði upp tvö mörk. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan. Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6Best staðsetti áhorfandinn á vellinum. Hafði ekkert að gera. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri bakvörður 8Lagði upp annað og sjötta markið. Fékk mikinn tíma á hægri kantinum í fyrri hálfleik og nýtti hann til að koma með hættulegar fyrirgjafir inn á teiginn. Lék á miðjunni í seinni hálfleik og fórst það vel úr hendi eins og búast mátti við. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Frábærar sendingar og gríðarlega mikilvæg í uppspili íslenska liðsins. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 7Átti náðugan dag í vörninni. Var minna í boltanum en Glódís. Fór meidd af velli í upphafi seinni hálfleiks. Verður vonandi orðinn klár fyrir leikinn gegn Svíum á þriðjudaginn. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7Hafði ekkert að gera í vörninni en fyrirgjafir Skagakonunnar voru hættulegar að venju. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7Fyrirliðinn stjórnaði umferðinni á miðjunni af öryggi og lét boltann ganga vel. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 8Lagði upp fjórða markið með frábærri fyrirgjöf eftir skemmtilega gabbhreyfingu. Átti skot í slá þegar tíu mínútur voru til leiksloka og skoraði áttunda mark Íslands með nákvæmu skoti eftir gott hlaup inn á teiginn. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 9 - Maður leiksins Skoraði þrennu í fyrri hálfleik, sína fyrstu fyrir landsliðið. Gríðarlega ógnandi og tók góð hlaup inn í teiginn. Frábær í loftinu og skoraði tvö mörk með skalla. Var tekin af velli í hálfleik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, hægri kantmaður 8Virkilega góð í fyrsta keppnisleiknum með landsliðinu. Átti frábærar fyrirgjafir sem sköpuðu fyrsta og þriðja markið og skoraði svo níunda markið. Kórónaði þar með frábæran leik sinn. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8Skoraði tvisvar sinnum í sínum fyrsta landsleik. Fyrstu landsliðsmörkin af mörgum. Var óstöðvandi í fyrri hálfleik en aðeins rólegri í þeim seinni. Gerir tilkall til að byrja leikinn gegn Svíþjóð á þriðjudaginn. Elín Metta Jensen, framherji 7Hélt upp á 50. landsleikinn sinn með því að koma Íslandi yfir eftir 28 sekúndur með sínu fimmtánda landsliðsmarki. Hefur verið meira áberandi í leikjum í þessari undankeppni en í kvöld. Varamenn: Barbára Sól Gísladóttir - (Kom inn á fyrir Dagnýju á 46. mínútu) 7 Kom inn á í hálfleik og lék sinn fyrsta landsleik í stöðu hægri bakvarðar. Lagði upp sjöunda og áttunda mark Íslands með góðum fyrirgjöfum. Guðný Árnadóttir - (Kom inn á fyrir Ingibjörgu á 55. mínútu) 6Sýndi nokkrum sinnum þann ótrúlega mikla hraða sem hún býr yfir. Hlín Eiríksdóttir - (Kom inn á fyrir Söru Björk á 69. mínútu) 6 Lagði upp níunda markið með góðri fyrirgjöf. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, í undankeppni EM í kvöld. Íslendingar hafa unnið alla leiki sína í undankeppninni. Eins og tölurnar gefa til kynna var íslenska liðið miklu sterkara liðið. Ísland var 6-0 yfir í hálfleik. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu, sína fyrstu fyrir íslenska landsliðið, í fyrri hálfleik og lék afar vel. Ungu Blikarnir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir skínandi góðan leik. Sú síðastnefnda skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Barbára Sól Gísladóttir kom inn á í hálfleik í sínum fyrsta landsleik og lagði upp tvö mörk. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan. Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6Best staðsetti áhorfandinn á vellinum. Hafði ekkert að gera. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri bakvörður 8Lagði upp annað og sjötta markið. Fékk mikinn tíma á hægri kantinum í fyrri hálfleik og nýtti hann til að koma með hættulegar fyrirgjafir inn á teiginn. Lék á miðjunni í seinni hálfleik og fórst það vel úr hendi eins og búast mátti við. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Frábærar sendingar og gríðarlega mikilvæg í uppspili íslenska liðsins. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 7Átti náðugan dag í vörninni. Var minna í boltanum en Glódís. Fór meidd af velli í upphafi seinni hálfleiks. Verður vonandi orðinn klár fyrir leikinn gegn Svíum á þriðjudaginn. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7Hafði ekkert að gera í vörninni en fyrirgjafir Skagakonunnar voru hættulegar að venju. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7Fyrirliðinn stjórnaði umferðinni á miðjunni af öryggi og lét boltann ganga vel. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 8Lagði upp fjórða markið með frábærri fyrirgjöf eftir skemmtilega gabbhreyfingu. Átti skot í slá þegar tíu mínútur voru til leiksloka og skoraði áttunda mark Íslands með nákvæmu skoti eftir gott hlaup inn á teiginn. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 9 - Maður leiksins Skoraði þrennu í fyrri hálfleik, sína fyrstu fyrir landsliðið. Gríðarlega ógnandi og tók góð hlaup inn í teiginn. Frábær í loftinu og skoraði tvö mörk með skalla. Var tekin af velli í hálfleik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, hægri kantmaður 8Virkilega góð í fyrsta keppnisleiknum með landsliðinu. Átti frábærar fyrirgjafir sem sköpuðu fyrsta og þriðja markið og skoraði svo níunda markið. Kórónaði þar með frábæran leik sinn. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8Skoraði tvisvar sinnum í sínum fyrsta landsleik. Fyrstu landsliðsmörkin af mörgum. Var óstöðvandi í fyrri hálfleik en aðeins rólegri í þeim seinni. Gerir tilkall til að byrja leikinn gegn Svíþjóð á þriðjudaginn. Elín Metta Jensen, framherji 7Hélt upp á 50. landsleikinn sinn með því að koma Íslandi yfir eftir 28 sekúndur með sínu fimmtánda landsliðsmarki. Hefur verið meira áberandi í leikjum í þessari undankeppni en í kvöld. Varamenn: Barbára Sól Gísladóttir - (Kom inn á fyrir Dagnýju á 46. mínútu) 7 Kom inn á í hálfleik og lék sinn fyrsta landsleik í stöðu hægri bakvarðar. Lagði upp sjöunda og áttunda mark Íslands með góðum fyrirgjöfum. Guðný Árnadóttir - (Kom inn á fyrir Ingibjörgu á 55. mínútu) 6Sýndi nokkrum sinnum þann ótrúlega mikla hraða sem hún býr yfir. Hlín Eiríksdóttir - (Kom inn á fyrir Söru Björk á 69. mínútu) 6 Lagði upp níunda markið með góðri fyrirgjöf.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48