Arnór Ingvi á skotskónum er Malmö fór áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2020 21:25 Arnór Ingvi (í miðjunni) fagnar með liðsfélögum sínum eftir að hafa tryggt sigur kvöldsins. Vísir/Malmö Arnar Ingvi Traustason var á skotskónum er sænska liðið Malmö komst áfram í undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Axel Óskar Óskarsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Willum Þór Willumsson máttu allir þola tap og eru úr leik. Arnór Ingvi hóf leikinn gegn Budapest Honvéd á varamannabekknum en nýtti heldur betur þær mínútur sem hann fékk. Ola Toivonen hafði komið Malmö yfir undir lok fyrri hálfleiks og var staðan enn 1-0 Malmö í vil þegar Arnór Ingvi kom inn af bekknum á 79. mínútu leiksins. Aðeins sjö mínútum síðar skoraði Arnór og gulltryggði þar með sigur Malmö sem og farseðilinn í næstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. 86' MÅÅÅÅL! Arnór Traustason gör förlösande 2-0! #HONMFF | 0 2 pic.twitter.com/8gTVyBaba7— Malmö FF (@Malmo_FF) September 17, 2020 Miðvörðurinn Axel Óskar Óskarsson var í byrjunarliði norska liðsins Viking FK sem mátti þola 2-0 tap gegn Aberdeen á heimavelli. Axel Óskar var tekinn af velli þegar tæpt korter var til leiksloka og Viking reyndi að sækja jöfnunarmark. Það gekk ekki betur en svo að Skotarnir skoruðu tveimur mínútum síðar og tryggðu sér 0-2 útisigur. Axel Óskar var ekki eini Íslendingurinn sem átti erfitt uppdráttar í dag. Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði danska liðsins AGF sem sótti Mura heim til Slóveníu. Jón Dagur var í byrjunarliði AGF og lék 75 mínútur í 3-0 tapi. Þá lék Willum Þór Willumsson allan leikinn með BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi sem tapaði 2-0 fyrir CSKA Sofia í Búlgaríu. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00 Svekkjandi tap og KR úr leik í Evrópu KR er úr leik í Evrópu þetta árið eftir grátlegt 2-1 tap í Tallinn í Eistlandi. 17. september 2020 18:30 Rúnar úr leik og Ísland færist enn neðar Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana eru úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir tap á heimavelli gegn Buducnost frá Svartfjallalandi, 1-0. Tapið gerir íslenskum félagsliðum erfitt fyrir. 17. september 2020 16:32 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Arnar Ingvi Traustason var á skotskónum er sænska liðið Malmö komst áfram í undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Axel Óskar Óskarsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Willum Þór Willumsson máttu allir þola tap og eru úr leik. Arnór Ingvi hóf leikinn gegn Budapest Honvéd á varamannabekknum en nýtti heldur betur þær mínútur sem hann fékk. Ola Toivonen hafði komið Malmö yfir undir lok fyrri hálfleiks og var staðan enn 1-0 Malmö í vil þegar Arnór Ingvi kom inn af bekknum á 79. mínútu leiksins. Aðeins sjö mínútum síðar skoraði Arnór og gulltryggði þar með sigur Malmö sem og farseðilinn í næstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. 86' MÅÅÅÅL! Arnór Traustason gör förlösande 2-0! #HONMFF | 0 2 pic.twitter.com/8gTVyBaba7— Malmö FF (@Malmo_FF) September 17, 2020 Miðvörðurinn Axel Óskar Óskarsson var í byrjunarliði norska liðsins Viking FK sem mátti þola 2-0 tap gegn Aberdeen á heimavelli. Axel Óskar var tekinn af velli þegar tæpt korter var til leiksloka og Viking reyndi að sækja jöfnunarmark. Það gekk ekki betur en svo að Skotarnir skoruðu tveimur mínútum síðar og tryggðu sér 0-2 útisigur. Axel Óskar var ekki eini Íslendingurinn sem átti erfitt uppdráttar í dag. Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði danska liðsins AGF sem sótti Mura heim til Slóveníu. Jón Dagur var í byrjunarliði AGF og lék 75 mínútur í 3-0 tapi. Þá lék Willum Þór Willumsson allan leikinn með BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi sem tapaði 2-0 fyrir CSKA Sofia í Búlgaríu.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00 Svekkjandi tap og KR úr leik í Evrópu KR er úr leik í Evrópu þetta árið eftir grátlegt 2-1 tap í Tallinn í Eistlandi. 17. september 2020 18:30 Rúnar úr leik og Ísland færist enn neðar Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana eru úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir tap á heimavelli gegn Buducnost frá Svartfjallalandi, 1-0. Tapið gerir íslenskum félagsliðum erfitt fyrir. 17. september 2020 16:32 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00
Svekkjandi tap og KR úr leik í Evrópu KR er úr leik í Evrópu þetta árið eftir grátlegt 2-1 tap í Tallinn í Eistlandi. 17. september 2020 18:30
Rúnar úr leik og Ísland færist enn neðar Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana eru úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir tap á heimavelli gegn Buducnost frá Svartfjallalandi, 1-0. Tapið gerir íslenskum félagsliðum erfitt fyrir. 17. september 2020 16:32