Þær sænsku munu ekki vanmeta okkur Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2020 21:32 Glódís Perla Viggósdóttir í rigningunni sem buldi á leikmönnum í seinni hálfleik í Laugardalnum í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag. Ísland raðaði inn mörkum gegn botnliði Lettlands í undankeppni EM í kvöld, og fékk varla á sig skot í leiknum: „Ég er mjög ánægð með liðið. Við spiluðum flottan bolta – mörg markanna komu upp úr mjög flottu spili sem ég er bara ánægð með. Þetta er eitthvað sem hefur kannski vantað svolítið, og það var mjög gott að fá það í dag, sérstaklega eftir að hafa ekki verið búnar að hittast í níu mánuði,“ sagði Glódís, en var henni farið að leiðast fyrst svo óhemju lítið var að gera í vörninni í kvöld? Segi nú ekki að mér hafi leiðst „Ég segi nú ekki að mér hafi leiðst en boltinn var vissulega ekki mikið hjá okkur. En maður finnur sér annað að gera, eins og að skipuleggja þannig að þær fái ekki skyndisóknir og alls konar annað. En við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu.“ Glódís hefur spilað í toppbaráttunni í Svíþjóð síðustu ár og ætti að þekkja sænska landsliðið, sem Ísland mætir í toppslag á þriðjudaginn, afar vel: „Það er allt öðruvísi leikur. Við verðum líklega mikið minna með boltann í þeim leik, og það mun reyna meira á varnaruppstillinguna okkar þar. Það verður samt líka gaman að sjá hvort við náum upp svona spili í þeim líka. Þær munu ekki vanmeta okkur. Þær vita að þær eru að koma í hörkuleik og að þetta verður barátta. Þær eru með gott lið og hafa sannað það á öllum stórmótum að þær geta unnið bestu lið í heimi, en ég tel okkur samt eiga séns ef við spilum okkar leik og gefum þeim alvöru slag,“ sagði Glódís. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ „Ég átti bara að spila minn leik,“ sagði hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri á Lettlandi. 17. september 2020 21:14 Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira
„Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag. Ísland raðaði inn mörkum gegn botnliði Lettlands í undankeppni EM í kvöld, og fékk varla á sig skot í leiknum: „Ég er mjög ánægð með liðið. Við spiluðum flottan bolta – mörg markanna komu upp úr mjög flottu spili sem ég er bara ánægð með. Þetta er eitthvað sem hefur kannski vantað svolítið, og það var mjög gott að fá það í dag, sérstaklega eftir að hafa ekki verið búnar að hittast í níu mánuði,“ sagði Glódís, en var henni farið að leiðast fyrst svo óhemju lítið var að gera í vörninni í kvöld? Segi nú ekki að mér hafi leiðst „Ég segi nú ekki að mér hafi leiðst en boltinn var vissulega ekki mikið hjá okkur. En maður finnur sér annað að gera, eins og að skipuleggja þannig að þær fái ekki skyndisóknir og alls konar annað. En við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu.“ Glódís hefur spilað í toppbaráttunni í Svíþjóð síðustu ár og ætti að þekkja sænska landsliðið, sem Ísland mætir í toppslag á þriðjudaginn, afar vel: „Það er allt öðruvísi leikur. Við verðum líklega mikið minna með boltann í þeim leik, og það mun reyna meira á varnaruppstillinguna okkar þar. Það verður samt líka gaman að sjá hvort við náum upp svona spili í þeim líka. Þær munu ekki vanmeta okkur. Þær vita að þær eru að koma í hörkuleik og að þetta verður barátta. Þær eru með gott lið og hafa sannað það á öllum stórmótum að þær geta unnið bestu lið í heimi, en ég tel okkur samt eiga séns ef við spilum okkar leik og gefum þeim alvöru slag,“ sagði Glódís.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ „Ég átti bara að spila minn leik,“ sagði hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri á Lettlandi. 17. september 2020 21:14 Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira
Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ „Ég átti bara að spila minn leik,“ sagði hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri á Lettlandi. 17. september 2020 21:14
Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05
Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48