Þær sænsku munu ekki vanmeta okkur Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2020 21:32 Glódís Perla Viggósdóttir í rigningunni sem buldi á leikmönnum í seinni hálfleik í Laugardalnum í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag. Ísland raðaði inn mörkum gegn botnliði Lettlands í undankeppni EM í kvöld, og fékk varla á sig skot í leiknum: „Ég er mjög ánægð með liðið. Við spiluðum flottan bolta – mörg markanna komu upp úr mjög flottu spili sem ég er bara ánægð með. Þetta er eitthvað sem hefur kannski vantað svolítið, og það var mjög gott að fá það í dag, sérstaklega eftir að hafa ekki verið búnar að hittast í níu mánuði,“ sagði Glódís, en var henni farið að leiðast fyrst svo óhemju lítið var að gera í vörninni í kvöld? Segi nú ekki að mér hafi leiðst „Ég segi nú ekki að mér hafi leiðst en boltinn var vissulega ekki mikið hjá okkur. En maður finnur sér annað að gera, eins og að skipuleggja þannig að þær fái ekki skyndisóknir og alls konar annað. En við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu.“ Glódís hefur spilað í toppbaráttunni í Svíþjóð síðustu ár og ætti að þekkja sænska landsliðið, sem Ísland mætir í toppslag á þriðjudaginn, afar vel: „Það er allt öðruvísi leikur. Við verðum líklega mikið minna með boltann í þeim leik, og það mun reyna meira á varnaruppstillinguna okkar þar. Það verður samt líka gaman að sjá hvort við náum upp svona spili í þeim líka. Þær munu ekki vanmeta okkur. Þær vita að þær eru að koma í hörkuleik og að þetta verður barátta. Þær eru með gott lið og hafa sannað það á öllum stórmótum að þær geta unnið bestu lið í heimi, en ég tel okkur samt eiga séns ef við spilum okkar leik og gefum þeim alvöru slag,“ sagði Glódís. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ „Ég átti bara að spila minn leik,“ sagði hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri á Lettlandi. 17. september 2020 21:14 Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Sjá meira
„Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag. Ísland raðaði inn mörkum gegn botnliði Lettlands í undankeppni EM í kvöld, og fékk varla á sig skot í leiknum: „Ég er mjög ánægð með liðið. Við spiluðum flottan bolta – mörg markanna komu upp úr mjög flottu spili sem ég er bara ánægð með. Þetta er eitthvað sem hefur kannski vantað svolítið, og það var mjög gott að fá það í dag, sérstaklega eftir að hafa ekki verið búnar að hittast í níu mánuði,“ sagði Glódís, en var henni farið að leiðast fyrst svo óhemju lítið var að gera í vörninni í kvöld? Segi nú ekki að mér hafi leiðst „Ég segi nú ekki að mér hafi leiðst en boltinn var vissulega ekki mikið hjá okkur. En maður finnur sér annað að gera, eins og að skipuleggja þannig að þær fái ekki skyndisóknir og alls konar annað. En við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu.“ Glódís hefur spilað í toppbaráttunni í Svíþjóð síðustu ár og ætti að þekkja sænska landsliðið, sem Ísland mætir í toppslag á þriðjudaginn, afar vel: „Það er allt öðruvísi leikur. Við verðum líklega mikið minna með boltann í þeim leik, og það mun reyna meira á varnaruppstillinguna okkar þar. Það verður samt líka gaman að sjá hvort við náum upp svona spili í þeim líka. Þær munu ekki vanmeta okkur. Þær vita að þær eru að koma í hörkuleik og að þetta verður barátta. Þær eru með gott lið og hafa sannað það á öllum stórmótum að þær geta unnið bestu lið í heimi, en ég tel okkur samt eiga séns ef við spilum okkar leik og gefum þeim alvöru slag,“ sagði Glódís.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ „Ég átti bara að spila minn leik,“ sagði hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri á Lettlandi. 17. september 2020 21:14 Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Sjá meira
Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ „Ég átti bara að spila minn leik,“ sagði hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri á Lettlandi. 17. september 2020 21:14
Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05
Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48