Hefði verið óeðlilegt að grípa ekki inn í með mjög afgerandi hætti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2020 12:38 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ræddi við fréttamenn um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að það sé alltaf leiðinlegt að lenda í bakslagi en síðustu þrjá sólarhringa hafa alls 53 greinst með staðfest kórónuveirusmit hér á landi. Ráðherra féllst í dag á tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu frá deginum í dag til og með mánudegi. Hún segir að það hefði verið óeðlilegt að grípa ekki inn í með mjög afgerandi hætti nú. „Við tökum stöðuna um helgina og sjáum hver fjölgunin er um helgina. Við vitum ekki hvar við erum á bylgjunni, hversu hröð aukningin er en það er óeðlilegt annað en að grípa inn í með mjög afgerandi hætti núna þegar við sjáum svona óvænta og mikla fjölgun frá degi til dags,“ sagði Svandís í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi. Hún sagði að nauðsynlegt væri að sjá nokkra daga í viðbót til að sjá á hvaða leið við erum í þessari bylgju faraldursins nú. „Það setur að manni ákveðinn beyg þegar við sjáum að við erum að fara út úr því sem að okkar talnafólk hélt að við værum að gera, þar sem við höfum haft spár um það að við værum svona frá núll upp í sex smit eitthvað áfram, þegar við rjúkum svona upp þannig að við vitum þá í raun og veru ekki hvort að bylgjan er á leiðinni mjög hratt upp eða hvort hún má ná jafnvægi á næstu dögum og hvort hún síðan dvínar aftur. Og þegar svo er þá verðum við að grípa mjög ákveðið inn í,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort þetta væru vonbrigði fyrir heilbrigðisráðherra sagðist hún halda að þetta væru vonbrigði fyrir okkur öll. „Það er leiðinlegt að lenda í bakslagi en sóttvarnalæknir hefur nú svo sem sagt við mig oft á dag, alveg frá því að þessi veira tók land hérna fyrst, að við kæmum til með að sjá bæði bakslög og líka að okkur myndi ganga betur. Á meðan veiran er hérna á meðal okkur þá komum við til með að þurfa að dansa þennan tangó við hana, að slaka á og síðan að herða aftur á.“ Viðtalið við heilbrigðisráðherra má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að það sé alltaf leiðinlegt að lenda í bakslagi en síðustu þrjá sólarhringa hafa alls 53 greinst með staðfest kórónuveirusmit hér á landi. Ráðherra féllst í dag á tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu frá deginum í dag til og með mánudegi. Hún segir að það hefði verið óeðlilegt að grípa ekki inn í með mjög afgerandi hætti nú. „Við tökum stöðuna um helgina og sjáum hver fjölgunin er um helgina. Við vitum ekki hvar við erum á bylgjunni, hversu hröð aukningin er en það er óeðlilegt annað en að grípa inn í með mjög afgerandi hætti núna þegar við sjáum svona óvænta og mikla fjölgun frá degi til dags,“ sagði Svandís í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi. Hún sagði að nauðsynlegt væri að sjá nokkra daga í viðbót til að sjá á hvaða leið við erum í þessari bylgju faraldursins nú. „Það setur að manni ákveðinn beyg þegar við sjáum að við erum að fara út úr því sem að okkar talnafólk hélt að við værum að gera, þar sem við höfum haft spár um það að við værum svona frá núll upp í sex smit eitthvað áfram, þegar við rjúkum svona upp þannig að við vitum þá í raun og veru ekki hvort að bylgjan er á leiðinni mjög hratt upp eða hvort hún má ná jafnvægi á næstu dögum og hvort hún síðan dvínar aftur. Og þegar svo er þá verðum við að grípa mjög ákveðið inn í,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort þetta væru vonbrigði fyrir heilbrigðisráðherra sagðist hún halda að þetta væru vonbrigði fyrir okkur öll. „Það er leiðinlegt að lenda í bakslagi en sóttvarnalæknir hefur nú svo sem sagt við mig oft á dag, alveg frá því að þessi veira tók land hérna fyrst, að við kæmum til með að sjá bæði bakslög og líka að okkur myndi ganga betur. Á meðan veiran er hérna á meðal okkur þá komum við til með að þurfa að dansa þennan tangó við hana, að slaka á og síðan að herða aftur á.“ Viðtalið við heilbrigðisráðherra má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira