Segir þriðju bylgju faraldursins hafna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. september 2020 15:08 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Vísir/Stöð 2 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hafna. Smitin sem greinst hafi frá því á fimmtudag hafi farið langt út fyrir spár um aðra bylgju kórónuveiruteymisins hjá háskólanum. „Veiran hefur hegðað sér í samræmi við spá í næstum tvo mánuði. Hún gerði það líka í fyrstu bylgju frá 28. febrúar inn í miðjan maí. En nú hefur hún stungið okkur laglega af sem þýðir að það hefur eitthvað mikið breyst,“ skrifar Thor í færslu á Facebook. Spálíkanið yfir aðra bylgju faraldursins. Rauðu punktarnir sýna fjölgun smita síðustu daga.Facebook/Thor Aspelund Hann segir að nýju smitin séu nú langt út fyrir myndina frá því á fimmtudag og komist ekki einu sinni inn á spálíkanið. Þá þurfi ekki mörg smit til að koma af stað bylgju. Hvert eitt og einasta sem náist að temja með sóttkví og smitvörnum telji. „Samskipti milli fólks í upphafi skólaárs eru e.t.v. með öðrum takti. Við höfum ekki getað tekið svoleiðis vísbendingar inn í líkan enda þyrftum við þá daglega vöktun á samskiptum í þjóðfélaginu. Eflaust allt hægt en kannski viljum við það ekkert endilega,“ skrifar hann. Hann segir að nú þurfi að bíða í nokkra daga til þess að sjá hvert þessi bylgja stefni. Vonandi sé svo hægt að kynna spá um framhaldið eftir viku en alveg eins og í fyrstu og annarri bylgju þurfi teymið nokkra daga til að meta aðstæður og búa til spá. „Hún er ögrandi þessi veira en þetta er ekkert öðruvísi verkefni,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki rétt að leita að sökudólgum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að grípa til hertra aðgerða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Verði það gert, sé markmiðið að kveða niður þessa bylgju eins hratt og auðið er. Einstaklingsbundnar varnir skili þó mestum árangri. 19. september 2020 14:29 Áhorfendabann á leikjum á vegum HSÍ og KKÍ um helgina Áhorfendur eru ekki leyfðir á handboltaleikjum á vegum HSÍ þessa helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu sambandsins sem send var á fjölmiðla. 19. september 2020 13:13 Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19. september 2020 12:00 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hafna. Smitin sem greinst hafi frá því á fimmtudag hafi farið langt út fyrir spár um aðra bylgju kórónuveiruteymisins hjá háskólanum. „Veiran hefur hegðað sér í samræmi við spá í næstum tvo mánuði. Hún gerði það líka í fyrstu bylgju frá 28. febrúar inn í miðjan maí. En nú hefur hún stungið okkur laglega af sem þýðir að það hefur eitthvað mikið breyst,“ skrifar Thor í færslu á Facebook. Spálíkanið yfir aðra bylgju faraldursins. Rauðu punktarnir sýna fjölgun smita síðustu daga.Facebook/Thor Aspelund Hann segir að nýju smitin séu nú langt út fyrir myndina frá því á fimmtudag og komist ekki einu sinni inn á spálíkanið. Þá þurfi ekki mörg smit til að koma af stað bylgju. Hvert eitt og einasta sem náist að temja með sóttkví og smitvörnum telji. „Samskipti milli fólks í upphafi skólaárs eru e.t.v. með öðrum takti. Við höfum ekki getað tekið svoleiðis vísbendingar inn í líkan enda þyrftum við þá daglega vöktun á samskiptum í þjóðfélaginu. Eflaust allt hægt en kannski viljum við það ekkert endilega,“ skrifar hann. Hann segir að nú þurfi að bíða í nokkra daga til þess að sjá hvert þessi bylgja stefni. Vonandi sé svo hægt að kynna spá um framhaldið eftir viku en alveg eins og í fyrstu og annarri bylgju þurfi teymið nokkra daga til að meta aðstæður og búa til spá. „Hún er ögrandi þessi veira en þetta er ekkert öðruvísi verkefni,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki rétt að leita að sökudólgum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að grípa til hertra aðgerða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Verði það gert, sé markmiðið að kveða niður þessa bylgju eins hratt og auðið er. Einstaklingsbundnar varnir skili þó mestum árangri. 19. september 2020 14:29 Áhorfendabann á leikjum á vegum HSÍ og KKÍ um helgina Áhorfendur eru ekki leyfðir á handboltaleikjum á vegum HSÍ þessa helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu sambandsins sem send var á fjölmiðla. 19. september 2020 13:13 Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19. september 2020 12:00 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Ekki rétt að leita að sökudólgum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að grípa til hertra aðgerða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Verði það gert, sé markmiðið að kveða niður þessa bylgju eins hratt og auðið er. Einstaklingsbundnar varnir skili þó mestum árangri. 19. september 2020 14:29
Áhorfendabann á leikjum á vegum HSÍ og KKÍ um helgina Áhorfendur eru ekki leyfðir á handboltaleikjum á vegum HSÍ þessa helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu sambandsins sem send var á fjölmiðla. 19. september 2020 13:13
Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19. september 2020 12:00