150 í viðbót í sóttkví og þeirra á meðal forstjórinn Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 21. september 2020 11:03 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra eru á meðal 150 starfsmanna Landspítalans sem eru komin í sóttkví. Til viðbótar eru 100 í úrvinnslusóttkví sem Páll reiknar með að fari fljótt fækkandi. Vísir/Vilhelm Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er meðal 150 starfsmanna spítalans sem eru í sóttkví. Fjórtán starfsmenn eru smitaðir af Covid-19 og spítalinn á hættustigi. „Ég er kominn í sóttkví frá því í gærkvöldi. Í rauninni telur hún frá föstudeginum síðasta. Ég fór í próf í gær sem var neikvæð. Það þarf að fylgja því eftir með öðru prófi seinna í vikunni, samkvæmt reglum.“ Um er að ræða fjórtán smit alls. Níu sem komu upp á skrifstofu Landspítalans en önnur dreifð hér og þar sem virðist ekki tengd. „Til að fylgja öllum reglum er fjöldi í sóttkví, alls 150 manns. Svo 100 í viðbót í úrvinnslusóttkví en við gerum ráð fyrir að verði létt af mörgum í dag.“ Forstjórinn segir smit og sóttkví þó ekki skerða þjónustu. „Margir geta unnið heima, sérstaklega fólk í skrifstofustörfum. Sem betur fer hefur ekki orðið klasasýking í tengslum við smit sem kom upp í skurðlækningaþjónustu. Þannig að við gátum skipulagt þar vaktir um helgina án þess að það truflaði þjónustu.“ Mjög mikilvægt sé að bregðast mjög hratt við. „Við settum spítalann á hættustig í gær vegna þess að við teljum að smit starfsmanna geti ógnað þjónustu spítalans. Við setjum upp algjöra grímuskyldu á spítalanum, fólk þarf að viðhalda tveggja metra reglu, halda fjarfundi og vinna heima þar sem tök eru á,“ segir Páll. „Spítalinn er á hættustigi og við erum að grípa til töluvert margra ráða til að tryggja að við höfum stjórn á þessum sýkingum og að ekki verði klasar,“ segir Páll. Hann nefnir sem dæmi að tekin hafi verið upp skömmtun á mat í matsölum í stað sjálfskömmtunar. Páll segist sjálfur við hestaheilsu, sinni vinnu að heiman í gegnum síma og fjarfundabúnað. Fréttin hefur verið uppfærð. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er meðal 150 starfsmanna spítalans sem eru í sóttkví. Fjórtán starfsmenn eru smitaðir af Covid-19 og spítalinn á hættustigi. „Ég er kominn í sóttkví frá því í gærkvöldi. Í rauninni telur hún frá föstudeginum síðasta. Ég fór í próf í gær sem var neikvæð. Það þarf að fylgja því eftir með öðru prófi seinna í vikunni, samkvæmt reglum.“ Um er að ræða fjórtán smit alls. Níu sem komu upp á skrifstofu Landspítalans en önnur dreifð hér og þar sem virðist ekki tengd. „Til að fylgja öllum reglum er fjöldi í sóttkví, alls 150 manns. Svo 100 í viðbót í úrvinnslusóttkví en við gerum ráð fyrir að verði létt af mörgum í dag.“ Forstjórinn segir smit og sóttkví þó ekki skerða þjónustu. „Margir geta unnið heima, sérstaklega fólk í skrifstofustörfum. Sem betur fer hefur ekki orðið klasasýking í tengslum við smit sem kom upp í skurðlækningaþjónustu. Þannig að við gátum skipulagt þar vaktir um helgina án þess að það truflaði þjónustu.“ Mjög mikilvægt sé að bregðast mjög hratt við. „Við settum spítalann á hættustig í gær vegna þess að við teljum að smit starfsmanna geti ógnað þjónustu spítalans. Við setjum upp algjöra grímuskyldu á spítalanum, fólk þarf að viðhalda tveggja metra reglu, halda fjarfundi og vinna heima þar sem tök eru á,“ segir Páll. „Spítalinn er á hættustigi og við erum að grípa til töluvert margra ráða til að tryggja að við höfum stjórn á þessum sýkingum og að ekki verði klasar,“ segir Páll. Hann nefnir sem dæmi að tekin hafi verið upp skömmtun á mat í matsölum í stað sjálfskömmtunar. Páll segist sjálfur við hestaheilsu, sinni vinnu að heiman í gegnum síma og fjarfundabúnað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira