Fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum í áratug Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2020 23:05 Geimfararnir Bob Behnken (t.h.) og Doug Hurley (t.v.) urðu fyrir valinu í jómfrúarferð Dragon-geimferju SpaceX með menn innanborðs. Báðir eru þeir hoknir af reynslu í geimferðum og eru giftir geimförum. AP/Alex Gallardo Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti í dag að fyrsta mannaða geimferðin í geimferju SpaceX verði farin í næsta mánuði. Það verður fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum frá því að geimskutluáætlunin leið undir lok fyrir tæpum tíu árum. Dragon-geimferja SpaceX á að hafa sig á loft frá Canaveral-höfða á Flórída 27. maí. Henni verður skotið á loft með Falcon 9-eldflaug sama fyrirtækis og verður stefnan tekin á Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Eftir að geimskutluáætluninni lauk árið 2011 hafa Bandaríkjamenn þurft að reiða sig á Soyuz-geimferjur Rússa til að koma geimförum til og frá geimstöðinni. NASA samdi við SpaceX og Boeing um að smíða geimferjur sem gætu flutt menn. Ferðin í næsta mánuði verður fyrsta mannaða geimferð SpaceX. Um borð verða tveir reyndir geimfarar, þeir Bob Behnken og Doug Hurley. Sá síðarnefndi flaug með síðustu bandarísku geimskutlunni árið 2011. LAUNCH UPDATE: Our first crewed @SpaceX mission with @AstroBehnken and @Astro_Doug is set for liftoff May 27 at 4:32pm ET from @NASAKennedy.@NASA_Astronauts will once again launch on American-made rockets from American soil. Get ready to #LaunchAmerica: https://t.co/kMRxVZ6KgE pic.twitter.com/DZ0HJcwcDB— NASA (@NASA) April 17, 2020 Boeing hefur átt í erfiðleikum með Starliner-geimferju sína. Í tilraunaflugi hennar í desember tókst ferjunni ekki að tengjast Alþjóðalegu geimstöðinni. Til stendur að prófa ferjuna aftur án geimfara áður en haldið verður áfram með áform um mannaðar ferðir. Sjá einnig: Boeing lenti geimfari sem hlekktist á Ekki liggur fyrir hversu lengi þeir Behnken og Hurley verða um borð í geimstöðinni. Washington Post segir líklegt að dvöl þeirra verði framlengd frá því sem upphaflega var áætlað vegna tafa og vandræða við mannaðar ferðir SpaceX og Boeing. Geimurinn Tækni SpaceX Boeing Bandaríkin Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti í dag að fyrsta mannaða geimferðin í geimferju SpaceX verði farin í næsta mánuði. Það verður fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum frá því að geimskutluáætlunin leið undir lok fyrir tæpum tíu árum. Dragon-geimferja SpaceX á að hafa sig á loft frá Canaveral-höfða á Flórída 27. maí. Henni verður skotið á loft með Falcon 9-eldflaug sama fyrirtækis og verður stefnan tekin á Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Eftir að geimskutluáætluninni lauk árið 2011 hafa Bandaríkjamenn þurft að reiða sig á Soyuz-geimferjur Rússa til að koma geimförum til og frá geimstöðinni. NASA samdi við SpaceX og Boeing um að smíða geimferjur sem gætu flutt menn. Ferðin í næsta mánuði verður fyrsta mannaða geimferð SpaceX. Um borð verða tveir reyndir geimfarar, þeir Bob Behnken og Doug Hurley. Sá síðarnefndi flaug með síðustu bandarísku geimskutlunni árið 2011. LAUNCH UPDATE: Our first crewed @SpaceX mission with @AstroBehnken and @Astro_Doug is set for liftoff May 27 at 4:32pm ET from @NASAKennedy.@NASA_Astronauts will once again launch on American-made rockets from American soil. Get ready to #LaunchAmerica: https://t.co/kMRxVZ6KgE pic.twitter.com/DZ0HJcwcDB— NASA (@NASA) April 17, 2020 Boeing hefur átt í erfiðleikum með Starliner-geimferju sína. Í tilraunaflugi hennar í desember tókst ferjunni ekki að tengjast Alþjóðalegu geimstöðinni. Til stendur að prófa ferjuna aftur án geimfara áður en haldið verður áfram með áform um mannaðar ferðir. Sjá einnig: Boeing lenti geimfari sem hlekktist á Ekki liggur fyrir hversu lengi þeir Behnken og Hurley verða um borð í geimstöðinni. Washington Post segir líklegt að dvöl þeirra verði framlengd frá því sem upphaflega var áætlað vegna tafa og vandræða við mannaðar ferðir SpaceX og Boeing.
Geimurinn Tækni SpaceX Boeing Bandaríkin Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent