Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. september 2020 13:08 Flugvélin á flugi yfir borginni. Aðsend Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. Um er að ræða nýja flugvél á vegum íslenska flugfélagsins Air Atlanta, sem fékk leyfi til að fljúga henni lágt yfir höfuðstöðvar sínar í Kópavogi áður en henni var lent á Keflavíkurflugvelli. Vélin er af gerðinni Boeing 747-412F og kom til landsins frá Chicago í Bandaríkjunum. Fréttastofa hefur fengið fjölda ábendinga um flug vélarinnar í dag. Þá hafa til dæmis íbúar í Norðlingaholti velt vöngum yfir lágfluginu í hverfishóp á Facebook. Þeir lýsa því margir að allt hafi nötrað þegar flugvélin fór yfir – og þá hafi hún verið helst til nálægt jörðu. Töldu sumir að um nauðlendingu væri að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var flugvélin þó talin yfir lágmarkshæð á flugi sínu. Leið þotunnar yfir borginni sést hér á skjáskoti af FlightRadar. Íbúar í Vesturbænum og miðbænum urðu sömuleiðis sumir hverjir varir við vélina þar sem hún flaug lágt yfir Reykjavíkurflugvelli án þess að lenda. Starfsmaður Háskóla Íslands fylgdist með út um skrifstofugluggann. „Ekkert smá flykki fór niður, hitti ekki á völlinn, og svo bara beint upp í loftið aftur,“ segir starfsmaðurinn í Vesturbæjargrúppunni á Facebook. Aðrir segjast búa í grennd við flugvöllinn en ekki hafa heyrt neitt. Fréttateymi Reykjavík Grapevine var að taka upp stuttan fréttaþátt fyrir YouTube-rás sína í Vesturbæ Reykjavíkur þegar flugvélin birtist óvænt. Myndband af vélinni á flugi yfir Vesturbænum má sjá hér fyrir neðan. Flugu hring til að gleðja starfsmenn Samkvæmt upplýsingum af FlightRadar kom vélin, sem er af gerðinni Boeing 747, frá Chicago í Bandaríkjunum og lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 13. Sigurður Magnús Sigurðsson framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs hjá Air Atlanta segir í samtali við Vísi að flugvélar félagsins komi afar sjaldan til landsins. Félagið reyni því iðulega að fá leyfi til þess að fljúga nýjum vélum yfir höfuðstöðvarnar til að gleðja starfsmenn þegar tækifæri gefst til. „Það kom gluggi í dag og við fengum leyfi. Flugmennirnir tóku því þennan hring, okkur öllum til mikillar ánægju,“ segir Sigurður. Síðast var flugvél Air Atlanta flogið í lágflugi yfir borgina af sama tilefni árið 2015. Það vakti einnig talsverða athygli, að sögn Sigurðar. Þá telur hann ekki ástæðu til að vara sérstaklega við flugferðum af þessu tagi, öll tilskilin og hefðbundin leyfi hafi fengist. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Air Atlanta. Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Air Atlanta Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Sjá meira
Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. Um er að ræða nýja flugvél á vegum íslenska flugfélagsins Air Atlanta, sem fékk leyfi til að fljúga henni lágt yfir höfuðstöðvar sínar í Kópavogi áður en henni var lent á Keflavíkurflugvelli. Vélin er af gerðinni Boeing 747-412F og kom til landsins frá Chicago í Bandaríkjunum. Fréttastofa hefur fengið fjölda ábendinga um flug vélarinnar í dag. Þá hafa til dæmis íbúar í Norðlingaholti velt vöngum yfir lágfluginu í hverfishóp á Facebook. Þeir lýsa því margir að allt hafi nötrað þegar flugvélin fór yfir – og þá hafi hún verið helst til nálægt jörðu. Töldu sumir að um nauðlendingu væri að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var flugvélin þó talin yfir lágmarkshæð á flugi sínu. Leið þotunnar yfir borginni sést hér á skjáskoti af FlightRadar. Íbúar í Vesturbænum og miðbænum urðu sömuleiðis sumir hverjir varir við vélina þar sem hún flaug lágt yfir Reykjavíkurflugvelli án þess að lenda. Starfsmaður Háskóla Íslands fylgdist með út um skrifstofugluggann. „Ekkert smá flykki fór niður, hitti ekki á völlinn, og svo bara beint upp í loftið aftur,“ segir starfsmaðurinn í Vesturbæjargrúppunni á Facebook. Aðrir segjast búa í grennd við flugvöllinn en ekki hafa heyrt neitt. Fréttateymi Reykjavík Grapevine var að taka upp stuttan fréttaþátt fyrir YouTube-rás sína í Vesturbæ Reykjavíkur þegar flugvélin birtist óvænt. Myndband af vélinni á flugi yfir Vesturbænum má sjá hér fyrir neðan. Flugu hring til að gleðja starfsmenn Samkvæmt upplýsingum af FlightRadar kom vélin, sem er af gerðinni Boeing 747, frá Chicago í Bandaríkjunum og lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 13. Sigurður Magnús Sigurðsson framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs hjá Air Atlanta segir í samtali við Vísi að flugvélar félagsins komi afar sjaldan til landsins. Félagið reyni því iðulega að fá leyfi til þess að fljúga nýjum vélum yfir höfuðstöðvarnar til að gleðja starfsmenn þegar tækifæri gefst til. „Það kom gluggi í dag og við fengum leyfi. Flugmennirnir tóku því þennan hring, okkur öllum til mikillar ánægju,“ segir Sigurður. Síðast var flugvél Air Atlanta flogið í lágflugi yfir borgina af sama tilefni árið 2015. Það vakti einnig talsverða athygli, að sögn Sigurðar. Þá telur hann ekki ástæðu til að vara sérstaklega við flugferðum af þessu tagi, öll tilskilin og hefðbundin leyfi hafi fengist. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Air Atlanta.
Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Air Atlanta Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Sjá meira