Arnar Gunnlaugs: Klárt mál að sumir leikmenn skulda mörk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2020 23:05 Arnar Gunnlaugs á hliðarlínunni gegn ÍA þann 19. júlí en það var einmitt síðasti leikur sem Víkingur vann - í öllum keppnum. Vísir/Bára Arnar Gunnlaugsson - þjálfari Víkings Reykjavíkur í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu - var ágætlega sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við HK í Fossvogi. Arnar segir þó að það sé farið að leggjast á sálina á mönnum að ná ekki í þrjú stig. Þá telur hann að nokkrir leikmenn liðsins skuldi eins og tvö þrjú mörk áður en tímabilinu lýkur. „Já, það er helvíti langt síðan,“ sagði Arnar aðspurður hvort það væri ekki súrt að landa ekki sigri í kvöld en Víkingar hafa ekki unnið leik síðan þeir lögðu ÍA 6-2 þann 19. júlí síðastliðinn. Arnar hélt svo áfram og ræddi leik kvöldsins. „Mér fannst þetta þrælskemmtilegur leikur. Bar merki þess að bæði lið væru ekki í neinni baráttu þannig séð, hvorki á toppi deildarinnar né botni. Eitt stig gerði lítið fyrir bæði lið.“ „HK voru flottir í fyrri hálfleik, þeir pressuðu sem kom mér verulega á óvart. Held ég hafi bara ekki séð þá pressa neitt í sumar. Það sýnir mér að þeir séu búnir að ná sínu markmiðum og geti verið rólegir það sem eftir er af mótinu.“ „Bæði lið fengu flott færi í fyrri hálfleik fannst mér. Við náðum að stilla okkur aðeins af í seinni hálfleik og það vantaði ekki færin. Svo var þetta bara stöngin út, þeir fengu reyndar einhver færi líka í seinni hálfleik en þetta var mjög opinn og skemmtilegur leikur,“ sagði Arnar um leik kvöldins. Ívar Örn Jónsson – vinstri bakvörður HK – fékk sitt annað gula spjald þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og því hefði Arnar viljað sjá sitt lið sækja öll þrjú stigin. Arnar var spurður út í hvernig það væri að halda mannskapnum á tánum vitandi að það væri að litlu að keppa nema ef til vill stoltinu og að leikirnir myndu nær allir fara fram við vindasamar og votar aðstæður. „Það var reyndar fínt veður í Fossvoginum í kvöld og fínustu aðstæður,“ sagði Arnar og glotti við tönn. Hann færði sig svo yfir í alvarlegri hluti. „Það er mikilvægt fyrir okkar klúbb að skíta ekki í buxurnar núna og missa allt það góða sem við höfum unnið að síðustu 18 mánuði. Það væri mjög sorglegt og ég held að strákarnir geri sér grein fyrir því. Þeir eru búnir að eiga í basli í sumar, það verður bara að segja það eins og er. Miðverðirnir okka hafa verið að ströggla leikbönn og læti – Sölvi Geir Ottesen var frá í kvöld vegna meiðsla og Halldór Smári Sigurðsson er í sóttkví – en á móti kemur að við höfum alltaf haldið í okkar hugmyndafræði. Ég trúi því að á endanum muni það skila sér að lokum.“ „Ég hélt við værum komnir lengra á þessu tímabili en raun ber vitni en það verður að hafa það. Þá bara reynum við aftur á næsta ári. Þá verðum við að gjöra svo vel að halda áfram að gera það sem við höfum gert rétt og laga slæmu hlutina. Slæmu hlutirnir eru litlir en þegar þú ert með marga litla slæma hluti verða vandamálin mjög stór.“ Að lokum var Arnar spurður út í hvernig Víkingar ætluðu sér að fylla upp í skarð Óttars Magnúsar Karlssonar sem heldur út í atvinnumennsku eftir rúmar tvær vikur. Víkingur - ÍA, Pepsi Max deild karla. Sumar 2020. Knattspyrna, fótbolti. „Það er klárt mál að sumir leikmenn skulda mörk, það er ekkert flóknara en það og þeir vita það sjálfir. Við þurfum mörk frá fleiri leikstöðum á vellinum. Viðkomandi leikmenn vita það alveg, það vantar ekki færin. Ég veit að fólk er örugglega búið að fá ógeð af mér að tala um tölfræði en hún er ekkert voðalega flókin. Hún sýnir að við erum yfir á flestum sviðum í öllum leikjum, sama hvort það er heima eða á útivelli, á móti topp eða neðstu liðum, það skiptir engu máli. Að breyta því í sigra er mjög erfitt þessa stundina og þetta er farið að setjast á strákana. Þeir sem hafa spilað þennan leik vita að það þarf að grafa sig upp úr þessari holu, það er smá mótlæti og smá brekka. Eina leiðin til að vinna sig upp úr þessari holu er að vinna ákveðna grunnvinnu, sem við gerum í hverjum einasta leik, en hlutirnir eru ekki alveg að detta fyrir okkur,“ sagði Arnar áður en hann skaut létt á dómara deildarinnar. „Ég er ekki vanur að tala um dómarana en mér finnst þeir ekki vera í sama gæðaflokki og deildin. Það er rosalega mikið af ákvörðunum sem eru bara lélegar,“ sagði Arnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - HK 1-1 | Jafntefli í fjörugum leik Víkingar þurfa enn að bíða eftir sigri en liðið hefur ekki unnið leik síðan það lagði ÍA þann 19. júlí, liðið hefur nú leikið átta leiki án sigurs. Lokatölur í kvöld 1-1 þegar HK kom í heimsókn í Víkina. 21. september 2020 22:05 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson - þjálfari Víkings Reykjavíkur í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu - var ágætlega sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við HK í Fossvogi. Arnar segir þó að það sé farið að leggjast á sálina á mönnum að ná ekki í þrjú stig. Þá telur hann að nokkrir leikmenn liðsins skuldi eins og tvö þrjú mörk áður en tímabilinu lýkur. „Já, það er helvíti langt síðan,“ sagði Arnar aðspurður hvort það væri ekki súrt að landa ekki sigri í kvöld en Víkingar hafa ekki unnið leik síðan þeir lögðu ÍA 6-2 þann 19. júlí síðastliðinn. Arnar hélt svo áfram og ræddi leik kvöldsins. „Mér fannst þetta þrælskemmtilegur leikur. Bar merki þess að bæði lið væru ekki í neinni baráttu þannig séð, hvorki á toppi deildarinnar né botni. Eitt stig gerði lítið fyrir bæði lið.“ „HK voru flottir í fyrri hálfleik, þeir pressuðu sem kom mér verulega á óvart. Held ég hafi bara ekki séð þá pressa neitt í sumar. Það sýnir mér að þeir séu búnir að ná sínu markmiðum og geti verið rólegir það sem eftir er af mótinu.“ „Bæði lið fengu flott færi í fyrri hálfleik fannst mér. Við náðum að stilla okkur aðeins af í seinni hálfleik og það vantaði ekki færin. Svo var þetta bara stöngin út, þeir fengu reyndar einhver færi líka í seinni hálfleik en þetta var mjög opinn og skemmtilegur leikur,“ sagði Arnar um leik kvöldins. Ívar Örn Jónsson – vinstri bakvörður HK – fékk sitt annað gula spjald þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og því hefði Arnar viljað sjá sitt lið sækja öll þrjú stigin. Arnar var spurður út í hvernig það væri að halda mannskapnum á tánum vitandi að það væri að litlu að keppa nema ef til vill stoltinu og að leikirnir myndu nær allir fara fram við vindasamar og votar aðstæður. „Það var reyndar fínt veður í Fossvoginum í kvöld og fínustu aðstæður,“ sagði Arnar og glotti við tönn. Hann færði sig svo yfir í alvarlegri hluti. „Það er mikilvægt fyrir okkar klúbb að skíta ekki í buxurnar núna og missa allt það góða sem við höfum unnið að síðustu 18 mánuði. Það væri mjög sorglegt og ég held að strákarnir geri sér grein fyrir því. Þeir eru búnir að eiga í basli í sumar, það verður bara að segja það eins og er. Miðverðirnir okka hafa verið að ströggla leikbönn og læti – Sölvi Geir Ottesen var frá í kvöld vegna meiðsla og Halldór Smári Sigurðsson er í sóttkví – en á móti kemur að við höfum alltaf haldið í okkar hugmyndafræði. Ég trúi því að á endanum muni það skila sér að lokum.“ „Ég hélt við værum komnir lengra á þessu tímabili en raun ber vitni en það verður að hafa það. Þá bara reynum við aftur á næsta ári. Þá verðum við að gjöra svo vel að halda áfram að gera það sem við höfum gert rétt og laga slæmu hlutina. Slæmu hlutirnir eru litlir en þegar þú ert með marga litla slæma hluti verða vandamálin mjög stór.“ Að lokum var Arnar spurður út í hvernig Víkingar ætluðu sér að fylla upp í skarð Óttars Magnúsar Karlssonar sem heldur út í atvinnumennsku eftir rúmar tvær vikur. Víkingur - ÍA, Pepsi Max deild karla. Sumar 2020. Knattspyrna, fótbolti. „Það er klárt mál að sumir leikmenn skulda mörk, það er ekkert flóknara en það og þeir vita það sjálfir. Við þurfum mörk frá fleiri leikstöðum á vellinum. Viðkomandi leikmenn vita það alveg, það vantar ekki færin. Ég veit að fólk er örugglega búið að fá ógeð af mér að tala um tölfræði en hún er ekkert voðalega flókin. Hún sýnir að við erum yfir á flestum sviðum í öllum leikjum, sama hvort það er heima eða á útivelli, á móti topp eða neðstu liðum, það skiptir engu máli. Að breyta því í sigra er mjög erfitt þessa stundina og þetta er farið að setjast á strákana. Þeir sem hafa spilað þennan leik vita að það þarf að grafa sig upp úr þessari holu, það er smá mótlæti og smá brekka. Eina leiðin til að vinna sig upp úr þessari holu er að vinna ákveðna grunnvinnu, sem við gerum í hverjum einasta leik, en hlutirnir eru ekki alveg að detta fyrir okkur,“ sagði Arnar áður en hann skaut létt á dómara deildarinnar. „Ég er ekki vanur að tala um dómarana en mér finnst þeir ekki vera í sama gæðaflokki og deildin. Það er rosalega mikið af ákvörðunum sem eru bara lélegar,“ sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - HK 1-1 | Jafntefli í fjörugum leik Víkingar þurfa enn að bíða eftir sigri en liðið hefur ekki unnið leik síðan það lagði ÍA þann 19. júlí, liðið hefur nú leikið átta leiki án sigurs. Lokatölur í kvöld 1-1 þegar HK kom í heimsókn í Víkina. 21. september 2020 22:05 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - HK 1-1 | Jafntefli í fjörugum leik Víkingar þurfa enn að bíða eftir sigri en liðið hefur ekki unnið leik síðan það lagði ÍA þann 19. júlí, liðið hefur nú leikið átta leiki án sigurs. Lokatölur í kvöld 1-1 þegar HK kom í heimsókn í Víkina. 21. september 2020 22:05