Önnur minnsta útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu í sögunni Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2020 12:09 Hafísinn á norðurskautinu nær yfirleitt lágmarki eftir sumarylinn í lok september eða byrjun október áður en sólin lækkar á lofti og kólnar í veðri. AP/David Goldman Útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu þegar hún var minnst í lok sumars var sú önnur minnsta frá því að mælingar hófust. Þau fjórtán ár sem útbreiðslan hefur mælst minnst hafa nú öll verið undanfarin fjórtán ár. Hafísinn á norðurskautinu náði minnst yfir 3,74 milljónir ferkílómetra þriðjudaginn 15. september. Samkvæmt bráðabirgðatölum Snjó- og ísgagnastofnunar Bandaríkjanna (NSIDC) var það lægsta útbreiðsla hafíssins í sumar, að sögn loftslagsvefsíðunnar Carbon Brief. Sumarlágmarkið í ár er það annað minnsta frá því að gervihnattamælingar hófust undir lok 8. áratugs síðustu aldar. NSIDC segir að það sé í samræmi við langtímahnignun hafíssins. Aðeins munaði um 350.000 ferkílómetrum á útbreiðslunni í ár annars vegar og metlágmarkinu í lok sumars 2012 hins vegar. Útbreiðslan í lok sumars nú er 2,51 milljón ferkílómetrum minni en meðalútbreiðslan á þessum árstíma frá 1981 til 2010. Það er sambærilegt við flatarmál Grænland og Finnlands samanlagt. Útbreiðsla hafíssins 15. september undanfarin ár. Aðeins metárið 2012 var hún minni en í ár.NSIDC NSIDC setur þann fyrirvara við bráðabirgðatölurnar að breytt vindátt eða bráðnun seint á tímabilinu gæti dregið enn úr útbreiðslu hafíssins líkt og var raunin árin 2005 og 2010. Vanalega næst sumarlágmark íssins seint í september eða snemma í október. Þegar útbreiðslan nú um miðjan september er borin saman við metlágmarkið 2012 er nú meiri hafís í Beaufort-hafi en nokkuð minni í Laptev- og Austur-Grænlandshafi. Hop hafíssins á norðurskautinu er ein af afleiðingum hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Frá 1979 til 2020 hefur útbreiðslan dregist saman um 13,4% á áratug borið saman við meðaltal áranna 1981 til 2010. Kort af útbreiðslu hafíssins 17. september 2012 (litað hvítt) og 15. september 2020 (litað blátt).NSIDC Norðurslóðir Loftslagsmál Hamfarahlýnun Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu þegar hún var minnst í lok sumars var sú önnur minnsta frá því að mælingar hófust. Þau fjórtán ár sem útbreiðslan hefur mælst minnst hafa nú öll verið undanfarin fjórtán ár. Hafísinn á norðurskautinu náði minnst yfir 3,74 milljónir ferkílómetra þriðjudaginn 15. september. Samkvæmt bráðabirgðatölum Snjó- og ísgagnastofnunar Bandaríkjanna (NSIDC) var það lægsta útbreiðsla hafíssins í sumar, að sögn loftslagsvefsíðunnar Carbon Brief. Sumarlágmarkið í ár er það annað minnsta frá því að gervihnattamælingar hófust undir lok 8. áratugs síðustu aldar. NSIDC segir að það sé í samræmi við langtímahnignun hafíssins. Aðeins munaði um 350.000 ferkílómetrum á útbreiðslunni í ár annars vegar og metlágmarkinu í lok sumars 2012 hins vegar. Útbreiðslan í lok sumars nú er 2,51 milljón ferkílómetrum minni en meðalútbreiðslan á þessum árstíma frá 1981 til 2010. Það er sambærilegt við flatarmál Grænland og Finnlands samanlagt. Útbreiðsla hafíssins 15. september undanfarin ár. Aðeins metárið 2012 var hún minni en í ár.NSIDC NSIDC setur þann fyrirvara við bráðabirgðatölurnar að breytt vindátt eða bráðnun seint á tímabilinu gæti dregið enn úr útbreiðslu hafíssins líkt og var raunin árin 2005 og 2010. Vanalega næst sumarlágmark íssins seint í september eða snemma í október. Þegar útbreiðslan nú um miðjan september er borin saman við metlágmarkið 2012 er nú meiri hafís í Beaufort-hafi en nokkuð minni í Laptev- og Austur-Grænlandshafi. Hop hafíssins á norðurskautinu er ein af afleiðingum hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Frá 1979 til 2020 hefur útbreiðslan dregist saman um 13,4% á áratug borið saman við meðaltal áranna 1981 til 2010. Kort af útbreiðslu hafíssins 17. september 2012 (litað hvítt) og 15. september 2020 (litað blátt).NSIDC
Norðurslóðir Loftslagsmál Hamfarahlýnun Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira