Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2020 12:33 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. Nokkuð fleiri greindust með veiruna í gær en í fyrradag, eða þrjátíu og átta manns, samanborið við þrjátíu daginn áður, og var helmingur þeirra í sóttkví. Enn má tengja nokkurn hluta smita við skemmtistaði. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að búast megi við sveiflum á milli daga á næstunni. „En maður vill sjá tilhneiginguna fara niður. En ég held að það geti tekið svolítinn tíma. Þetta er ekki svona eins og í vetur, þar sem þetta fer hratt niður, alveg klárlega. Ástæðan er sú að í fyrsta lagi eru margir í sóttkví og það eru einstaklingar sem hafa verið útsettir og gætu átt eftir að veikjast. Síðan veit maður að þetta er það útbreitt, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og svo er þetta að greinast á einstaka stöðum. Þannig þetta mun taka lengri tíma,“ segir hann. Hann segir ekki útlit fyrir þörf á hertum aðgerðum í bili og telur að bíða megi með frekari fjöldartakmarkanir eða lokanir. Sóttvarnalæknir segir að forgangsraða þurfi í sýnatöku í dag.Vísir/Vilhelm „Í fyrsta lagi erum við ekki að sjá alvarleg veikindi og það gefur okkur vonir um að við þurfum ekki að grípa til mjög harðra aðgerða. Svo erum við með mjög góða yfirsýn út frá rakningunni um það hvernig tilfellin tengjast,“ segir Þórólfur. Tekin voru um 4.300 sýni í gær og enn er mikil umfram eftirspurn í sýntöku. Því má búast við að allt að fimm þúsund sýni verði tekin í dag. Þórólfur ítrekar að fólk með einkenni hafi forgang, og segir tilefni til að benda á að fyrirtæki eigi ekki að senda einkennalaust starfsfólk í sýnatöku. Einnig eigi fólk ekki að gefa upp tilbúin einkenni þegar sýnataka er bókuð í gegnum heilsuveru.is, til þess eins að komast að. „Sýnatakan er ekki ótakmörkuð auðlind og við þurfum að forgangsraða í þetta í dag. Vonandi þurfum við ekki að taka þessa pöntunarþjónustu hjá heilsuveru úr sambandi. En við gætum þurft að breyta fyrirkomulaginu ef þetta ætlar að stefna í óefni. Þá verðum við að gera eitthvað annað til að tryggja að fólk með einkenni komist í sýnatöku," segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. Nokkuð fleiri greindust með veiruna í gær en í fyrradag, eða þrjátíu og átta manns, samanborið við þrjátíu daginn áður, og var helmingur þeirra í sóttkví. Enn má tengja nokkurn hluta smita við skemmtistaði. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að búast megi við sveiflum á milli daga á næstunni. „En maður vill sjá tilhneiginguna fara niður. En ég held að það geti tekið svolítinn tíma. Þetta er ekki svona eins og í vetur, þar sem þetta fer hratt niður, alveg klárlega. Ástæðan er sú að í fyrsta lagi eru margir í sóttkví og það eru einstaklingar sem hafa verið útsettir og gætu átt eftir að veikjast. Síðan veit maður að þetta er það útbreitt, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og svo er þetta að greinast á einstaka stöðum. Þannig þetta mun taka lengri tíma,“ segir hann. Hann segir ekki útlit fyrir þörf á hertum aðgerðum í bili og telur að bíða megi með frekari fjöldartakmarkanir eða lokanir. Sóttvarnalæknir segir að forgangsraða þurfi í sýnatöku í dag.Vísir/Vilhelm „Í fyrsta lagi erum við ekki að sjá alvarleg veikindi og það gefur okkur vonir um að við þurfum ekki að grípa til mjög harðra aðgerða. Svo erum við með mjög góða yfirsýn út frá rakningunni um það hvernig tilfellin tengjast,“ segir Þórólfur. Tekin voru um 4.300 sýni í gær og enn er mikil umfram eftirspurn í sýntöku. Því má búast við að allt að fimm þúsund sýni verði tekin í dag. Þórólfur ítrekar að fólk með einkenni hafi forgang, og segir tilefni til að benda á að fyrirtæki eigi ekki að senda einkennalaust starfsfólk í sýnatöku. Einnig eigi fólk ekki að gefa upp tilbúin einkenni þegar sýnataka er bókuð í gegnum heilsuveru.is, til þess eins að komast að. „Sýnatakan er ekki ótakmörkuð auðlind og við þurfum að forgangsraða í þetta í dag. Vonandi þurfum við ekki að taka þessa pöntunarþjónustu hjá heilsuveru úr sambandi. En við gætum þurft að breyta fyrirkomulaginu ef þetta ætlar að stefna í óefni. Þá verðum við að gera eitthvað annað til að tryggja að fólk með einkenni komist í sýnatöku," segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira