Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2020 13:00 Breonna Taylor var sjúkraliði. Hún var 26 ára gömul þegar lögreglumenn í Louisville skutu hana til bana á heimili hennar. AP/Vísir Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. Slíkar ákvarðanir hafa áður leitt til harðra mótmæla. Drápið á Taylor hefur vakið mikla reiði og er eitt fjölda mála þar sem lögreglumenn hafa skotið óvopnaða blökkumenn til bana á undanförnum misserum. Ekki liggur fyrir hvenær Daniel Cameron, dómsmálaráðherra Kentucky, kynnir ákvörðun sína en lögregluyfirvöld kusu að búa sig undir hvað sem verður með því að kalla lögreglumenn til starfa úr fríi og hafna öllum óskum um frídaga þar til annað verður ákveðið, að sögn AP-fréttastofunnar. Mótmæli vegna drápsins á Taylor urðu á tíðum ofbeldisfull í seinni hluta maí en þau hafa að mestu leyti farið friðsamlega fram síðan. Mál hennar hefur vakið landsathygli í Bandaríkjunum og hafa íþróttastjörnur og frægir tónlistarmenn verið á meðal þeirra sem krefjast þess að lögreglumennirnir verði ákærðir. Töluverður viðbúnaður er í Louisville fyrir ákvörðun dómsmálaráðherrans. Auk ráðstafana lögreglunnar hafa vegartálmar verið settir upp í miðborginni og alríkisbyggingum lokað út þessa viku. Óttuðust að fyrrverandi brytist inn Lögregluþjónar skutu Taylor til bana þegar þeir ruddust inn á heimili hennar 13. mars. Þeir voru að rannsaka fíkniefnamál og höfðu fengið heimild til að leita á heimili Taylor sem krafðist þess ekki að þeir bönkuðu áður en þeir létu til skarar skríða. Heimildin beindist að manni sem Taylor hafði nýlega slitið sambandi við og bjó ekki á heimili hennar. Engin fíkniefni fundust á heimili hennar. Taylor var uppi í rúmi með Kenneth Walker, kærasta sínum, þegar þau heyrðu mikinn skarkala við útidyrnar. Walker segir að þau hafi óttast að fyrrverandi kærsti Taylor væri að brjótast inn, að því er segir í frétt New York Times. Þau hafi kallað og spurt hver væri þar á ferð. Þegar lögreglumenn brutu útidyrahurðina af hjörunum skaut Walker einu skoti úr byssu og hæfði lögreglumann í lærið. Lögreglumennirnir brugðust við með skothríð. Fimm skot hæfðu Taylor. Einn lögreglumannanna, sem síðan hefur verið rekinn, skaut blint tíu skotum inn í íbúðina. Tuttugu mínútur liðu frá því að Taylor var skotin og þar til henni var útveguð læknishjálp. Hún lést af sárum sínum. Borgarráð Louisville hefur síðan bannað húsleitarheimildir þar sem ekki er krafist þess að lögregla banki áður. Borgaryfirvöld í Louisville náðu sátt við fjölskyldu Taylor í síðustu viku. Þarf borgin að greiða fjölskyldunni tólf milljónir dollara, jafnvirði hátt í 1,7 milljarða króna, auk þess sem hún lofar að ráðast í verulegar umbætur á starfi lögreglunnar. Mikil mótmælaalda vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju hefur gengið yfir Bandaríkin í kjölfar þess að lögreglumenn í Minneapolis drápu George Floyd, annan óvopnaðan blökkumann, sem þeir höfðu handtekið. Svartir Bandaríkjamenn eru hlutfallslega líklegri til þess að vera skotnir eða beittir ofbeldi af lögreglu en aðrir. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Einum lögregluþjónanna sem urðu Breonnu Taylor að bana vikið úr starfi Lögreglumanni sem var einn þeirra sem varð hinni 26 ára gömlu Breonnu Taylor að bana í mars síðastliðnum hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá lögreglunni í Louisville í Kentucky. 19. júní 2020 21:43 Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda. 15. september 2020 22:47 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. Slíkar ákvarðanir hafa áður leitt til harðra mótmæla. Drápið á Taylor hefur vakið mikla reiði og er eitt fjölda mála þar sem lögreglumenn hafa skotið óvopnaða blökkumenn til bana á undanförnum misserum. Ekki liggur fyrir hvenær Daniel Cameron, dómsmálaráðherra Kentucky, kynnir ákvörðun sína en lögregluyfirvöld kusu að búa sig undir hvað sem verður með því að kalla lögreglumenn til starfa úr fríi og hafna öllum óskum um frídaga þar til annað verður ákveðið, að sögn AP-fréttastofunnar. Mótmæli vegna drápsins á Taylor urðu á tíðum ofbeldisfull í seinni hluta maí en þau hafa að mestu leyti farið friðsamlega fram síðan. Mál hennar hefur vakið landsathygli í Bandaríkjunum og hafa íþróttastjörnur og frægir tónlistarmenn verið á meðal þeirra sem krefjast þess að lögreglumennirnir verði ákærðir. Töluverður viðbúnaður er í Louisville fyrir ákvörðun dómsmálaráðherrans. Auk ráðstafana lögreglunnar hafa vegartálmar verið settir upp í miðborginni og alríkisbyggingum lokað út þessa viku. Óttuðust að fyrrverandi brytist inn Lögregluþjónar skutu Taylor til bana þegar þeir ruddust inn á heimili hennar 13. mars. Þeir voru að rannsaka fíkniefnamál og höfðu fengið heimild til að leita á heimili Taylor sem krafðist þess ekki að þeir bönkuðu áður en þeir létu til skarar skríða. Heimildin beindist að manni sem Taylor hafði nýlega slitið sambandi við og bjó ekki á heimili hennar. Engin fíkniefni fundust á heimili hennar. Taylor var uppi í rúmi með Kenneth Walker, kærasta sínum, þegar þau heyrðu mikinn skarkala við útidyrnar. Walker segir að þau hafi óttast að fyrrverandi kærsti Taylor væri að brjótast inn, að því er segir í frétt New York Times. Þau hafi kallað og spurt hver væri þar á ferð. Þegar lögreglumenn brutu útidyrahurðina af hjörunum skaut Walker einu skoti úr byssu og hæfði lögreglumann í lærið. Lögreglumennirnir brugðust við með skothríð. Fimm skot hæfðu Taylor. Einn lögreglumannanna, sem síðan hefur verið rekinn, skaut blint tíu skotum inn í íbúðina. Tuttugu mínútur liðu frá því að Taylor var skotin og þar til henni var útveguð læknishjálp. Hún lést af sárum sínum. Borgarráð Louisville hefur síðan bannað húsleitarheimildir þar sem ekki er krafist þess að lögregla banki áður. Borgaryfirvöld í Louisville náðu sátt við fjölskyldu Taylor í síðustu viku. Þarf borgin að greiða fjölskyldunni tólf milljónir dollara, jafnvirði hátt í 1,7 milljarða króna, auk þess sem hún lofar að ráðast í verulegar umbætur á starfi lögreglunnar. Mikil mótmælaalda vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju hefur gengið yfir Bandaríkin í kjölfar þess að lögreglumenn í Minneapolis drápu George Floyd, annan óvopnaðan blökkumann, sem þeir höfðu handtekið. Svartir Bandaríkjamenn eru hlutfallslega líklegri til þess að vera skotnir eða beittir ofbeldi af lögreglu en aðrir.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Einum lögregluþjónanna sem urðu Breonnu Taylor að bana vikið úr starfi Lögreglumanni sem var einn þeirra sem varð hinni 26 ára gömlu Breonnu Taylor að bana í mars síðastliðnum hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá lögreglunni í Louisville í Kentucky. 19. júní 2020 21:43 Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda. 15. september 2020 22:47 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Einum lögregluþjónanna sem urðu Breonnu Taylor að bana vikið úr starfi Lögreglumanni sem var einn þeirra sem varð hinni 26 ára gömlu Breonnu Taylor að bana í mars síðastliðnum hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá lögreglunni í Louisville í Kentucky. 19. júní 2020 21:43
Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda. 15. september 2020 22:47
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent