Hreindýraveiðar með besta móti þetta árið Jakob Bjarnar skrifar 22. september 2020 16:11 Á veiðislóð í sumar. Nánar tiltekið á svæði eitt en um níu svæði er að ræða. Fallþungi tarfsins sem sjá má í á sexhjólinu var rétt tæpir 100 kíló. Að sögn Jóhanns G. Gunnarssonar hjá ust var væna tarfa að finna á öllum svæðum. visir/jakob Síðasti dagur haustveiða á hreindýri var á sunnudaginn eða 20. september. Eins og fram kemur í tilkynningu á síðu Umhverfisstofnunar var kvóti þessa árs 1325 dýr, 805 kýr og 520 tarfar. Felld voru 1264 dýr og ekki náðist að fella 11 kýr og 2 tarfa af útgefnum kvóta sem veiða átti nú í haust. 48 kýr eru svo í úthlutuðum leyfum í nóvember á svæði 8 og svæði 9. Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður stofnunarinnar, lætur vel að veiðiskapnum. „Veðurfarslega eitt besta tímabilið síðan ég byrjaði,“ segir Jóhann sem hefur komið að hreindýraveiðum með einum hætti eða öðrum áratugum saman. Veiðarnar gengu vel. Þær fóru rólega af stað eins og oft áður en Vísi er kunnugt um að fjöldi veiðimanna sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu vilja gjarnan miða ferð sína austur við 20. ágúst en þá hefst gæsaveiðitímabilið. Flest dýr voru einmitt felld eftir 20. ágúst. Eins og Jóhann segir var veðrið einstaklega hagstætt þetta veiðitímabilið og lítið um þokutíð sem oft hefur gert mönnum erfitt um vik. Þá getur reynst erfitt að finna dýrin. Síðustu vikur veiðitímans var veðrið gott á öllum svæðum. Vænn tarfur sem felldur var á svæði eitt.visir/jakob Í fréttatilkynningu á síðu Umhverfisstofnunar kemur fram að alltaf sé nokkuð um að leyfum sé skilað inn eftir að veiðitímabil hefst en byrja má að veiða tarfa 15. júlí og kýr 1. ágúst. „74 einstaklingar þáðu leyfi sem þeim voru úthlutuð á biðlista eftir að veiðar hófust og 212 einstaklingum var boðið að taka leyfi. Töluverð óvissa var í sumar um hvort Covid veiran myndi setja mark sitt á tímabilið að einhverju leyti, en er það mat okkar hjá Umhverfisstofnun að svo hafi ekki verið,“ segir á vefsíðu stofnunarinnar. Áhyggjur voru uppi um að kórónuveirufaraldurinn kynni að setja strik í reikninginn og veiðimenn myndu halda að sér höndum. Með þá þeim afleiðingum að ekki tækist að koma kvótanum út. Svo fór þó ekki. Fáum leyfum var skilað inn sem rekja má til sóttvarna eða takmarkana tengdum þeim. „Nokkrir veiðileyfishafar búsettir erlendis skiluðu þó inn sínum leyfum af þeim sökum.“ Umhverfismál Dýr Skotveiði Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Síðasti dagur haustveiða á hreindýri var á sunnudaginn eða 20. september. Eins og fram kemur í tilkynningu á síðu Umhverfisstofnunar var kvóti þessa árs 1325 dýr, 805 kýr og 520 tarfar. Felld voru 1264 dýr og ekki náðist að fella 11 kýr og 2 tarfa af útgefnum kvóta sem veiða átti nú í haust. 48 kýr eru svo í úthlutuðum leyfum í nóvember á svæði 8 og svæði 9. Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður stofnunarinnar, lætur vel að veiðiskapnum. „Veðurfarslega eitt besta tímabilið síðan ég byrjaði,“ segir Jóhann sem hefur komið að hreindýraveiðum með einum hætti eða öðrum áratugum saman. Veiðarnar gengu vel. Þær fóru rólega af stað eins og oft áður en Vísi er kunnugt um að fjöldi veiðimanna sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu vilja gjarnan miða ferð sína austur við 20. ágúst en þá hefst gæsaveiðitímabilið. Flest dýr voru einmitt felld eftir 20. ágúst. Eins og Jóhann segir var veðrið einstaklega hagstætt þetta veiðitímabilið og lítið um þokutíð sem oft hefur gert mönnum erfitt um vik. Þá getur reynst erfitt að finna dýrin. Síðustu vikur veiðitímans var veðrið gott á öllum svæðum. Vænn tarfur sem felldur var á svæði eitt.visir/jakob Í fréttatilkynningu á síðu Umhverfisstofnunar kemur fram að alltaf sé nokkuð um að leyfum sé skilað inn eftir að veiðitímabil hefst en byrja má að veiða tarfa 15. júlí og kýr 1. ágúst. „74 einstaklingar þáðu leyfi sem þeim voru úthlutuð á biðlista eftir að veiðar hófust og 212 einstaklingum var boðið að taka leyfi. Töluverð óvissa var í sumar um hvort Covid veiran myndi setja mark sitt á tímabilið að einhverju leyti, en er það mat okkar hjá Umhverfisstofnun að svo hafi ekki verið,“ segir á vefsíðu stofnunarinnar. Áhyggjur voru uppi um að kórónuveirufaraldurinn kynni að setja strik í reikninginn og veiðimenn myndu halda að sér höndum. Með þá þeim afleiðingum að ekki tækist að koma kvótanum út. Svo fór þó ekki. Fáum leyfum var skilað inn sem rekja má til sóttvarna eða takmarkana tengdum þeim. „Nokkrir veiðileyfishafar búsettir erlendis skiluðu þó inn sínum leyfum af þeim sökum.“
Umhverfismál Dýr Skotveiði Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira