Bæjarfulltrúar á Akureyri ætla að lækka launin sín Heimir Már Pétursson skrifar 22. september 2020 19:21 Bæjarfulltrúar flokkanna sex í bæjarstjórn Akureyrar skrifuðu undir samstarfssáttmála í dag. Mynd/Ragnar Hólm Ragnarsson Flokkar og framboð í bæjarstjórn Akureyrar stefna að því að ná fram hagræðingu í rekstri bæjarins eftir að þeir ákváðu í dag að vinna allir saman og leggja af meiri- og minnihluta. Nýgerðir kjarasamningar og kórónufaraldurinn hafa aukið útgjöld á sama tíma og tekjur hafa minnkað. Framsóknarflokkur, Samfylking og L-listi mynduðu saman meirihluta á Akureyri eftir bæjarstjórnarkosningar 2018 en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Miðflokkur voru í minnihluta. Erfið fjárhagsstaða vegna kórónuveirunnar og nýgerðra kjarasamninga ýtti flokkunum til skrifa undir samstarfssáttmála þeirra allra í dag. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins segir fráfarandi meirihluta ekki hafa gefist upp á verkefninu. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokks og Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar og fulltrúi Framsóknarflokksins.Mynd/Ragnar Hólm Ragnarsson „Nei það er langur vegur frá því að við séum að gefast upp á verkefninu. Við teljum hins vegar þegar við stöndum frami fyrir svona stórum verkefnum eins og núna sé rétt að kalla alla að borðinu. Að íbúar bæjarins eigi alla sína fulltrúa í þeirri ákvörðunartöku sem liggur fyrir að fara í,“ segir Halla Björk. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðismanna segir ljóst að rekstrarstaða bæjarins sé mjög slæm við þær aðstæður sem nú ríki. „Við erum bara öll sammála um að það þurfi að fara í aðgerðir sem komi til með að reyna á. Það mun taka á að koma þessum aðgerðum fram og framkvæma þær,“ segir Gunnar. Bærinn muni sinna lögbundnum verkefnum en horfa til allra annarra þátta til sparnaðar og hagræðingar. Meðal annars til að ná fram lækkun launakostnaðar. „Við getum ekki lækkað laun einhliða hjá starfsfólki. En við getum lækkað laun hjá sjálfum okkur og þar ætlum við að byrja. Síðan erum við að skoða alla hagræðingarmöguleika hvað varðar að nýta mögulega starfsmannaveltu. Draga úr þeim verkefnum sem við erum að sinna,“ segir Halla Björk. Gunnar segir að það stefni að óbreyttu í allt að 3,5 milljarða halla á bæjarfélaginu á þessu ári. Þótt allir ætli nú að vinna saman muni bæjarfulltrúar eins og áður hafa tillögurétt. Þeir geti bókað afstöðu sína í einstökum málum. „Þannig verður áfram málefnalegur ágreiningur að hluta en vonandi sem allra minnstur. Síðan verðum við bara að leggja spilin á borðið í kosningunum og horfa fram á veginn. Fólk verður þá bara að horfa til þess hvað það vill,“ segir Gunnar þegar hann var spurður hvernig kjósendur ættu að meta einstaka flokka í næstu kosningum ef allir bæru sameignlega ábyrgð á stjórn bæjarins. Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Flokkar og framboð í bæjarstjórn Akureyrar stefna að því að ná fram hagræðingu í rekstri bæjarins eftir að þeir ákváðu í dag að vinna allir saman og leggja af meiri- og minnihluta. Nýgerðir kjarasamningar og kórónufaraldurinn hafa aukið útgjöld á sama tíma og tekjur hafa minnkað. Framsóknarflokkur, Samfylking og L-listi mynduðu saman meirihluta á Akureyri eftir bæjarstjórnarkosningar 2018 en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Miðflokkur voru í minnihluta. Erfið fjárhagsstaða vegna kórónuveirunnar og nýgerðra kjarasamninga ýtti flokkunum til skrifa undir samstarfssáttmála þeirra allra í dag. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins segir fráfarandi meirihluta ekki hafa gefist upp á verkefninu. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokks og Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar og fulltrúi Framsóknarflokksins.Mynd/Ragnar Hólm Ragnarsson „Nei það er langur vegur frá því að við séum að gefast upp á verkefninu. Við teljum hins vegar þegar við stöndum frami fyrir svona stórum verkefnum eins og núna sé rétt að kalla alla að borðinu. Að íbúar bæjarins eigi alla sína fulltrúa í þeirri ákvörðunartöku sem liggur fyrir að fara í,“ segir Halla Björk. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðismanna segir ljóst að rekstrarstaða bæjarins sé mjög slæm við þær aðstæður sem nú ríki. „Við erum bara öll sammála um að það þurfi að fara í aðgerðir sem komi til með að reyna á. Það mun taka á að koma þessum aðgerðum fram og framkvæma þær,“ segir Gunnar. Bærinn muni sinna lögbundnum verkefnum en horfa til allra annarra þátta til sparnaðar og hagræðingar. Meðal annars til að ná fram lækkun launakostnaðar. „Við getum ekki lækkað laun einhliða hjá starfsfólki. En við getum lækkað laun hjá sjálfum okkur og þar ætlum við að byrja. Síðan erum við að skoða alla hagræðingarmöguleika hvað varðar að nýta mögulega starfsmannaveltu. Draga úr þeim verkefnum sem við erum að sinna,“ segir Halla Björk. Gunnar segir að það stefni að óbreyttu í allt að 3,5 milljarða halla á bæjarfélaginu á þessu ári. Þótt allir ætli nú að vinna saman muni bæjarfulltrúar eins og áður hafa tillögurétt. Þeir geti bókað afstöðu sína í einstökum málum. „Þannig verður áfram málefnalegur ágreiningur að hluta en vonandi sem allra minnstur. Síðan verðum við bara að leggja spilin á borðið í kosningunum og horfa fram á veginn. Fólk verður þá bara að horfa til þess hvað það vill,“ segir Gunnar þegar hann var spurður hvernig kjósendur ættu að meta einstaka flokka í næstu kosningum ef allir bæru sameignlega ábyrgð á stjórn bæjarins.
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27