Aldrei fleiri sýni tekin á einum degi Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2020 17:44 Frá sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Allt stefnir í að í dag verði sett met í fjölda sýna. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Ef allt gangi eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 38 greindust með veiruna í gær og 30 á sunnudag. Víðir segir of snemmt að segja til um hvort faraldurinn sé í rénun. Alls hafa þá 202 greinst innanlands síðustu fjóra sólarhringa. „Það er allt of snemmt að segja, við erum búin að vera 30 til 38 síðustu daga. Við þurfum aðeins að sjá til. Við erum að taka væntanlega algjöran metfjölda sýna í dag. Dagurinn í dag gefur okkur skýra mynd. Við erum að sjá nokkra daga í viðbót til að álykta um þetta.“ Áætlað er að taka um og yfir 5000 sýni í dag. Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun vinna fram eftir kvöldi til að koma öllum að í sýnatöku. „Það er áætlað að örugglega í kringum 5000 eða meira mæti í sýnatöku. Sem er það mesta sem nokkurn tímann hefur verið tekið í faraldrinum. Ef allt gengur upp í dag verður þetta á sjötta þúsund sýni.“ En af hverju er verið að taka svona mörg sýni í dag? „Þetta er blanda af því að það er greinilega í gangi einhverjar pestir þar sem töluvert mikið af fólki er með einkenni. Síðan hitt að það er mikil ásókn í að komast í sýnatöku. Það eru rúmlega 2000 manns komið í sóttkví og mikið af fólki í kringum þann hóp sem vill fá staðfestingu á að það sé ekki með Covid,“ segir Víðir og bætir við að það sé jákvætt hve auðvelt sé að fá fólk í sýnatöku. Víðir er sjálfur í sóttkví og segir heilsuna góða. „Ég finn ekki fyrir neinu og er bara heima að vinna. Ég fer í sýnatöku á morgun samkvæmt þessari sjö daga reglu. Ef að niðurstaðan verður neikvæð verð ég laus allra mála en fólk er samt hvatt til að sýna árvekni næstu sjö daga eftir sýnatökuna. Þannig að maður gerir ekki hvað sem er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Allt stefnir í að í dag verði sett met í fjölda sýna. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Ef allt gangi eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 38 greindust með veiruna í gær og 30 á sunnudag. Víðir segir of snemmt að segja til um hvort faraldurinn sé í rénun. Alls hafa þá 202 greinst innanlands síðustu fjóra sólarhringa. „Það er allt of snemmt að segja, við erum búin að vera 30 til 38 síðustu daga. Við þurfum aðeins að sjá til. Við erum að taka væntanlega algjöran metfjölda sýna í dag. Dagurinn í dag gefur okkur skýra mynd. Við erum að sjá nokkra daga í viðbót til að álykta um þetta.“ Áætlað er að taka um og yfir 5000 sýni í dag. Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun vinna fram eftir kvöldi til að koma öllum að í sýnatöku. „Það er áætlað að örugglega í kringum 5000 eða meira mæti í sýnatöku. Sem er það mesta sem nokkurn tímann hefur verið tekið í faraldrinum. Ef allt gengur upp í dag verður þetta á sjötta þúsund sýni.“ En af hverju er verið að taka svona mörg sýni í dag? „Þetta er blanda af því að það er greinilega í gangi einhverjar pestir þar sem töluvert mikið af fólki er með einkenni. Síðan hitt að það er mikil ásókn í að komast í sýnatöku. Það eru rúmlega 2000 manns komið í sóttkví og mikið af fólki í kringum þann hóp sem vill fá staðfestingu á að það sé ekki með Covid,“ segir Víðir og bætir við að það sé jákvætt hve auðvelt sé að fá fólk í sýnatöku. Víðir er sjálfur í sóttkví og segir heilsuna góða. „Ég finn ekki fyrir neinu og er bara heima að vinna. Ég fer í sýnatöku á morgun samkvæmt þessari sjö daga reglu. Ef að niðurstaðan verður neikvæð verð ég laus allra mála en fólk er samt hvatt til að sýna árvekni næstu sjö daga eftir sýnatökuna. Þannig að maður gerir ekki hvað sem er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent