Forsætisráðherra ekki með veiruna Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 18:07 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ekki með kórónuveiruna. Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum en hún fór í Covid-sýnatöku vegna veikinda í dag. Katrín segist þakklát fyrir að hafa ekki greinst með veiruna. Hins vegar hafi „hefðbundnari flensa lagt hálft heimilið í rúmið.“ „Við þreyjum hana, fegin og þakklát því að ekki er um sjálfa kórónuveiruna að ræða.“ Þá segir Katrín fjölda þeirra sem greinst hafa með veiruna undanfarna daga raunverulegt áhyggjuefni. Landsmenn verði að gæta varúðar, þvo sér um hendur, spritta og gæta fjarlægðar. „Það er óhugnanlegt að sjá hraðann í dreifingu veirunnar þegar hún nær sér á strik og það er líka óhugnanlegt að lesa og heyra um eftirköst margra þeirra sem veiktust í vor. Í flugi frá Egilsstöðum í síðustu viku minnti flugstjórinn okkur öll á að spritta okkur og sagði að hann og hans fjölskylda hefðu öll fengið covid í vor - og hefðu mjög gjarnan viljað vera án þeirrar lífsreynslu. Þannig að kæru vinir, gerum okkar besta í þessu verkefni. Við höfum hingað til sýnt ótrúlegan árangur í baráttunni við veiruna - og það munum við gera aftur,“ segir í færslu Katrínar. Katrín, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir heilbrigðisráðherra voru allar fjarverandi á ríkisstjórnarfundi í dag vegna veikinda. Þá sótti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heldur ekki fundinn en hann er í sóttkví eftir að hafa komið erlendis frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þrír þingmenn komnir í sóttkví Þrír þingmenn eru nú í sóttkví, auk tveggja starfsmanna Alþingis. 22. september 2020 17:16 Ráðherrar einhuga á fámennum ríkisstjórnarfundi Einhugur er í ríkisstjórn Íslands um áframhaldandi lokanir á skemmtistöðum og krám sem heilbrigðisráðherra hefur lagt til. Fjórir ráðherrar voru fjarverandi á reglulegum fundi ríkisstjórarinnar í morgun sökum varúðarráðstafana á kórónuveirutímum. 22. september 2020 13:09 Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22. september 2020 10:10 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ekki með kórónuveiruna. Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum en hún fór í Covid-sýnatöku vegna veikinda í dag. Katrín segist þakklát fyrir að hafa ekki greinst með veiruna. Hins vegar hafi „hefðbundnari flensa lagt hálft heimilið í rúmið.“ „Við þreyjum hana, fegin og þakklát því að ekki er um sjálfa kórónuveiruna að ræða.“ Þá segir Katrín fjölda þeirra sem greinst hafa með veiruna undanfarna daga raunverulegt áhyggjuefni. Landsmenn verði að gæta varúðar, þvo sér um hendur, spritta og gæta fjarlægðar. „Það er óhugnanlegt að sjá hraðann í dreifingu veirunnar þegar hún nær sér á strik og það er líka óhugnanlegt að lesa og heyra um eftirköst margra þeirra sem veiktust í vor. Í flugi frá Egilsstöðum í síðustu viku minnti flugstjórinn okkur öll á að spritta okkur og sagði að hann og hans fjölskylda hefðu öll fengið covid í vor - og hefðu mjög gjarnan viljað vera án þeirrar lífsreynslu. Þannig að kæru vinir, gerum okkar besta í þessu verkefni. Við höfum hingað til sýnt ótrúlegan árangur í baráttunni við veiruna - og það munum við gera aftur,“ segir í færslu Katrínar. Katrín, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir heilbrigðisráðherra voru allar fjarverandi á ríkisstjórnarfundi í dag vegna veikinda. Þá sótti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heldur ekki fundinn en hann er í sóttkví eftir að hafa komið erlendis frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þrír þingmenn komnir í sóttkví Þrír þingmenn eru nú í sóttkví, auk tveggja starfsmanna Alþingis. 22. september 2020 17:16 Ráðherrar einhuga á fámennum ríkisstjórnarfundi Einhugur er í ríkisstjórn Íslands um áframhaldandi lokanir á skemmtistöðum og krám sem heilbrigðisráðherra hefur lagt til. Fjórir ráðherrar voru fjarverandi á reglulegum fundi ríkisstjórarinnar í morgun sökum varúðarráðstafana á kórónuveirutímum. 22. september 2020 13:09 Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22. september 2020 10:10 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Þrír þingmenn komnir í sóttkví Þrír þingmenn eru nú í sóttkví, auk tveggja starfsmanna Alþingis. 22. september 2020 17:16
Ráðherrar einhuga á fámennum ríkisstjórnarfundi Einhugur er í ríkisstjórn Íslands um áframhaldandi lokanir á skemmtistöðum og krám sem heilbrigðisráðherra hefur lagt til. Fjórir ráðherrar voru fjarverandi á reglulegum fundi ríkisstjórarinnar í morgun sökum varúðarráðstafana á kórónuveirutímum. 22. september 2020 13:09
Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22. september 2020 10:10