Heima í tíma Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 23. september 2020 08:31 Ég er að taka mín fyrstu skref í meistaranámi við lagadeild Háskóla Íslands og þau skref eru heldur frábrugðin því þegar ég byrjaði í Háskólanum, allt vegna Covid-19 faraldursins. Í ár var metaðsókn í nám við Háskóla Íslands, um 12.000 umsóknir bárust í bæði grunn- og framhaldsnám. Ég hef setið mínar fyrstu “kennslustundir” heima hjá mér, ein í litlu íbúðinni minni á stúdentagörðunum. Eins og margir aðrir stúdentar er ég á náttfötunum með kaffibolla, upp í rúmi að hlusta á fyrirlestur. Að vera í háskóla þýðir ekki einungis að læra allan liðlangan daginn og á endanum næla sér í gráðu, heldur er félagslegi hlutinn gríðarlega mikilvægur. Að mínu mati er félagslegi hlutinn ekki síður mikilvægur. Að fara í vísindaferðir, fá sér Hámukaffi í pásum eða einfaldlega að læra saman er stór hluti þess að vera stúdent. Þegar maður er í námi myndar maður tengsl við samnemendur sína til frambúðar og svalar hinni félagslegu þörf. Það er órjúfanlegur hluti þess að vera í háskóla að hitta, kynnast og mynda tengsl við aðra stúdenta. Tengslanet mitt margfaldaðist þegar ég byrjaði í námi og það er eitt það mikilvægasta sem ég tek með mér útí lífið. Á þessum tímum er mikil hætta á að einstaklingar einangrist félagslega. Þessir tímar gætu reynst einstaklingum sem eru ekki sterkir félagslega, eru í jaðarsettum hópum eða eru að taka sín fyrstu skref innan háskólans erfiðir. Ég fagna því þó að nýnemar eru í forgangi þegar kemur að því að mæta í tíma, en eftir sitja mörg þúsund stúdentar heima og eiga ekki kost á því að mæta í tíma. Því fylgir aukin hætta á að fólk flosni upp úr námi. Það er krefjandi að vera í háskólanámi og krefst mikils sjálfsaga sem er erfiðara að viðhalda einn heima hjá sér. Að mæta í kennslustund er ákveðinn hvati til þess að stunda nám og fá sem mest út úr náminu. Töluverð umræða hefur átt sér stað um andlega heilsu á tímum Covid-19. Á þessum undarlegu tímum finna margir fyrir kvíða og álagi og eru stúdentar alls ekki undanskildir því. Þegar ég tók mín fyrstu skref í háskólanum, vissi ég ekki hvaðan stóð á mig veðrið. Stökkið úr menntaskóla í háskóla er stórt fyrir marga og flestir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera eða hvernig þeir eiga að læra. Ég get ekki ímyndað mér að vera nýnemi og vera heima í tíma. Það að vakna, koma sér á fætur er mikilvægur hluti dagsins og maður sér ekki tilganginn í klæða sig, einungis til að sitja einn heima í tíma. Hvatinn til þess að viðhalda venjulegri daglegri rútínu er frekar til staðar þegar maður hittir annað fólk eða einfaldlega fer út úr húsi. Að vera heima hjá sér í tíma alla vikuna gerir engum gott til lengdar, sérstaklega fyrir stúdenta sem búa einir og eiga þess vegna meira á hættu að einangrast. Höfundur er nemi í meistaranámi í lagadeild Háskóla Íslands, tók virkan þátt í stúdenta pólitík og var formaður Vöku. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er að taka mín fyrstu skref í meistaranámi við lagadeild Háskóla Íslands og þau skref eru heldur frábrugðin því þegar ég byrjaði í Háskólanum, allt vegna Covid-19 faraldursins. Í ár var metaðsókn í nám við Háskóla Íslands, um 12.000 umsóknir bárust í bæði grunn- og framhaldsnám. Ég hef setið mínar fyrstu “kennslustundir” heima hjá mér, ein í litlu íbúðinni minni á stúdentagörðunum. Eins og margir aðrir stúdentar er ég á náttfötunum með kaffibolla, upp í rúmi að hlusta á fyrirlestur. Að vera í háskóla þýðir ekki einungis að læra allan liðlangan daginn og á endanum næla sér í gráðu, heldur er félagslegi hlutinn gríðarlega mikilvægur. Að mínu mati er félagslegi hlutinn ekki síður mikilvægur. Að fara í vísindaferðir, fá sér Hámukaffi í pásum eða einfaldlega að læra saman er stór hluti þess að vera stúdent. Þegar maður er í námi myndar maður tengsl við samnemendur sína til frambúðar og svalar hinni félagslegu þörf. Það er órjúfanlegur hluti þess að vera í háskóla að hitta, kynnast og mynda tengsl við aðra stúdenta. Tengslanet mitt margfaldaðist þegar ég byrjaði í námi og það er eitt það mikilvægasta sem ég tek með mér útí lífið. Á þessum tímum er mikil hætta á að einstaklingar einangrist félagslega. Þessir tímar gætu reynst einstaklingum sem eru ekki sterkir félagslega, eru í jaðarsettum hópum eða eru að taka sín fyrstu skref innan háskólans erfiðir. Ég fagna því þó að nýnemar eru í forgangi þegar kemur að því að mæta í tíma, en eftir sitja mörg þúsund stúdentar heima og eiga ekki kost á því að mæta í tíma. Því fylgir aukin hætta á að fólk flosni upp úr námi. Það er krefjandi að vera í háskólanámi og krefst mikils sjálfsaga sem er erfiðara að viðhalda einn heima hjá sér. Að mæta í kennslustund er ákveðinn hvati til þess að stunda nám og fá sem mest út úr náminu. Töluverð umræða hefur átt sér stað um andlega heilsu á tímum Covid-19. Á þessum undarlegu tímum finna margir fyrir kvíða og álagi og eru stúdentar alls ekki undanskildir því. Þegar ég tók mín fyrstu skref í háskólanum, vissi ég ekki hvaðan stóð á mig veðrið. Stökkið úr menntaskóla í háskóla er stórt fyrir marga og flestir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera eða hvernig þeir eiga að læra. Ég get ekki ímyndað mér að vera nýnemi og vera heima í tíma. Það að vakna, koma sér á fætur er mikilvægur hluti dagsins og maður sér ekki tilganginn í klæða sig, einungis til að sitja einn heima í tíma. Hvatinn til þess að viðhalda venjulegri daglegri rútínu er frekar til staðar þegar maður hittir annað fólk eða einfaldlega fer út úr húsi. Að vera heima hjá sér í tíma alla vikuna gerir engum gott til lengdar, sérstaklega fyrir stúdenta sem búa einir og eiga þess vegna meira á hættu að einangrast. Höfundur er nemi í meistaranámi í lagadeild Háskóla Íslands, tók virkan þátt í stúdenta pólitík og var formaður Vöku. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun