Sér ekki fram á stórkostlegar breytingar á samkomutakmörkunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2020 10:14 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, á ekki von á því að stórkostlegar breytingar verði gerðar á þeim reglum sem nú eru í gildi hér innanlands vegna kórónuveirufaraldursins. Reglurnar gilda til og með næsta sunnudegi, 27. september, og kveða meðal annars á um eins metra nándarreglu og að ekki megi fleiri en 200 manns koma saman. Þá er skemmtistöðum og krám áhöfuðborgarsvæðinu skylt að hafa lokað til og með sunnudeginum. Víðir segir til skoðunar hvort hægt sé að gera breytingar í þeim efnum og verið sé að fara yfir málið með heilbrigðiseftirliti og lögreglu. 57 manns greindust innanlands með veiruna á þriðjudag eftir að metfjöldi sýna var tekinn. Aðspurður um tölur gærdagsins, sem birtar verða klukkan 11 í dag á covid.is, kveðst Víðir ekki búast við öðru en að þær verði á svipuðu róli og undanfarna daga. Á meðal tilmæla yfirvalda í faraldrinum nú er að nemendur og starfsfólk í framhalds- og háskólum noti grímur. Myndin er tekin í Verzló fyrr í vikunni.Vísir/Vilhelm Aðgerðirnar muni alltaf miðast við vilja almennings til að taka þátt í þeim Í viðtali við fréttastofu í gær sagði Víðir að það kæmi dálítið á óvart hversu margir færu í sóttkví í kringum hvern þann sem greinist með veiruna. Biðlaði hann til fólks að takmarka eins og það mögulega getur hverja það hittir. Aðspurður í þessu samhengi hvort að aðgerðir yfirvalda séu ekki einfaldlega of vægar segir Víðir það tilfinningu hans að fólk sé almennt að fara eftir þeim reglum sem eru í gildi og öðrum tilmælum. „Við höfum trú á því að fólk sé farið að hugsa meira um þetta og við allavega heyrum af því frá stórum vinnustöðum og annað að þar eru menn búnir að skipta upp í hólf, menn eru farnir að láta fólk vinna mikið heima. Það eru margir stórir vinnustaðir sem hafa fengið dálítið högg í sóttkvíarmálum þannig að það vöknuðu margir við það. Þannig að það er allavega okkar tilfinning að menn eru almennt að fara eftir þessum tilmælum og á meðan svo er teljum við ekki ástæðu til að fara í harðari aðgerðir,“ segir Víðir. Þá bendir hann á að aðgerðirnar muni líka alltaf miðast við vilja almennings til að taka þátt í þeim. „Það skiptir í sjálfu sér ekki máli ef við förum að fara með eitthvað mikið niður ef fólk vill ekki taka þátt í aðgerðunum og reynir að leita leiða framhjá þeim þá verða reglurnar hálfveikar. Það er langárangursríkast að við stöndum öll saman í þessu og alveg sama hvað mega hittast margir að við séum að gæta vel að okkar nærumhverfi og velja vel hverja við erum að hittast og umgangast.“ Mikill fjöldi sýna hefur verið tekinn undanfarið hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hér bíður fólk í röð við Suðurlandsbraut 34 þar sem sýnatakan fer fram.Vísir/Vilhelm Göngum harðar fram en margar aðrar þjóðir varðandi einangrun og sóttkví Spurður þá út í hvort þau hafi þá ekki trú á að almenningur vilji taka þátt í harðari aðgerðum, eins og til dæmis var gripið til í fyrstu bylgju faraldursins, segir Víðir: „Við höldum bara að við náum sama árangri með þessari öflugu samvinnu sem við höfum á tilfinningunni að sé í gangi. Okkur finnst við vera að ná ásættanlegum árangri með því að biðla til fólks og setja þær reglur sem eru. Við skulum heldur ekki gleyma því að við göngum náttúrulega harðar fram en mjög margar þjóðir að setja fólk í einangrun og sóttkví. Það er þessi smitrakning sem við erum með í gangi sem er auðvitað mjög öflug og við göngum örugglega harðar fram í þeim aðgerðum en margar þjóðir. Það er það sem við sáum og höfum séð hingað til að er að virka mjög vel og er afskaplega öflugt tól sem við höfum í þessu.“ En hvað með skemmtistaðina og núverandi aðgerðir sem gilda fram á mánudag? „Ég sé nú ekki fram á neinar stórkostlegar breytingar,“ segir Víðir og bætir við að vinna sé í gangi við að skoða skemmtistaðina. Reiknað sé með að klára þá vinnu í dag. „Það eru ýmsir aðilar að velta fyrir sér möguleikunum í því og vera að fara yfir hlutina eins og til dæmis heilbrigðiseftirlitið og lögreglu á þessum stöðum og hvort það séu leiðir til þess að draga úr smithættunni á þessum stöðum. Eins og til dæmis með loftræstingu og mikla sótthreinsun á sameiginlegum snertiflötum. Síðan eru hlutir inni í þessu líka eins og hávaði, það er að segja því hærra fólk fer að tala því lengri drífur það með dropasmitið. Það er líka hlutur sem getur skipt máli, hvort það sé hægt að tempra hávaðann, og svo fækka þessum snertiflötum sem erfitt er að þrífa. Það er eitt og annað í skoðun en það er alveg yfirlýst frá okkur að við vinnum öll saman í þessu en á sama tíma að hafa reglurnar það lítið íþyngjandi að samfélagið geti verið í sem mestri virkni. En stóra málið sem við höfum séð í tengslum við þessi hópsmit er að fólk með einkenni sé ekki að umgangast aðra,“ segir Víðir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, á ekki von á því að stórkostlegar breytingar verði gerðar á þeim reglum sem nú eru í gildi hér innanlands vegna kórónuveirufaraldursins. Reglurnar gilda til og með næsta sunnudegi, 27. september, og kveða meðal annars á um eins metra nándarreglu og að ekki megi fleiri en 200 manns koma saman. Þá er skemmtistöðum og krám áhöfuðborgarsvæðinu skylt að hafa lokað til og með sunnudeginum. Víðir segir til skoðunar hvort hægt sé að gera breytingar í þeim efnum og verið sé að fara yfir málið með heilbrigðiseftirliti og lögreglu. 57 manns greindust innanlands með veiruna á þriðjudag eftir að metfjöldi sýna var tekinn. Aðspurður um tölur gærdagsins, sem birtar verða klukkan 11 í dag á covid.is, kveðst Víðir ekki búast við öðru en að þær verði á svipuðu róli og undanfarna daga. Á meðal tilmæla yfirvalda í faraldrinum nú er að nemendur og starfsfólk í framhalds- og háskólum noti grímur. Myndin er tekin í Verzló fyrr í vikunni.Vísir/Vilhelm Aðgerðirnar muni alltaf miðast við vilja almennings til að taka þátt í þeim Í viðtali við fréttastofu í gær sagði Víðir að það kæmi dálítið á óvart hversu margir færu í sóttkví í kringum hvern þann sem greinist með veiruna. Biðlaði hann til fólks að takmarka eins og það mögulega getur hverja það hittir. Aðspurður í þessu samhengi hvort að aðgerðir yfirvalda séu ekki einfaldlega of vægar segir Víðir það tilfinningu hans að fólk sé almennt að fara eftir þeim reglum sem eru í gildi og öðrum tilmælum. „Við höfum trú á því að fólk sé farið að hugsa meira um þetta og við allavega heyrum af því frá stórum vinnustöðum og annað að þar eru menn búnir að skipta upp í hólf, menn eru farnir að láta fólk vinna mikið heima. Það eru margir stórir vinnustaðir sem hafa fengið dálítið högg í sóttkvíarmálum þannig að það vöknuðu margir við það. Þannig að það er allavega okkar tilfinning að menn eru almennt að fara eftir þessum tilmælum og á meðan svo er teljum við ekki ástæðu til að fara í harðari aðgerðir,“ segir Víðir. Þá bendir hann á að aðgerðirnar muni líka alltaf miðast við vilja almennings til að taka þátt í þeim. „Það skiptir í sjálfu sér ekki máli ef við förum að fara með eitthvað mikið niður ef fólk vill ekki taka þátt í aðgerðunum og reynir að leita leiða framhjá þeim þá verða reglurnar hálfveikar. Það er langárangursríkast að við stöndum öll saman í þessu og alveg sama hvað mega hittast margir að við séum að gæta vel að okkar nærumhverfi og velja vel hverja við erum að hittast og umgangast.“ Mikill fjöldi sýna hefur verið tekinn undanfarið hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hér bíður fólk í röð við Suðurlandsbraut 34 þar sem sýnatakan fer fram.Vísir/Vilhelm Göngum harðar fram en margar aðrar þjóðir varðandi einangrun og sóttkví Spurður þá út í hvort þau hafi þá ekki trú á að almenningur vilji taka þátt í harðari aðgerðum, eins og til dæmis var gripið til í fyrstu bylgju faraldursins, segir Víðir: „Við höldum bara að við náum sama árangri með þessari öflugu samvinnu sem við höfum á tilfinningunni að sé í gangi. Okkur finnst við vera að ná ásættanlegum árangri með því að biðla til fólks og setja þær reglur sem eru. Við skulum heldur ekki gleyma því að við göngum náttúrulega harðar fram en mjög margar þjóðir að setja fólk í einangrun og sóttkví. Það er þessi smitrakning sem við erum með í gangi sem er auðvitað mjög öflug og við göngum örugglega harðar fram í þeim aðgerðum en margar þjóðir. Það er það sem við sáum og höfum séð hingað til að er að virka mjög vel og er afskaplega öflugt tól sem við höfum í þessu.“ En hvað með skemmtistaðina og núverandi aðgerðir sem gilda fram á mánudag? „Ég sé nú ekki fram á neinar stórkostlegar breytingar,“ segir Víðir og bætir við að vinna sé í gangi við að skoða skemmtistaðina. Reiknað sé með að klára þá vinnu í dag. „Það eru ýmsir aðilar að velta fyrir sér möguleikunum í því og vera að fara yfir hlutina eins og til dæmis heilbrigðiseftirlitið og lögreglu á þessum stöðum og hvort það séu leiðir til þess að draga úr smithættunni á þessum stöðum. Eins og til dæmis með loftræstingu og mikla sótthreinsun á sameiginlegum snertiflötum. Síðan eru hlutir inni í þessu líka eins og hávaði, það er að segja því hærra fólk fer að tala því lengri drífur það með dropasmitið. Það er líka hlutur sem getur skipt máli, hvort það sé hægt að tempra hávaðann, og svo fækka þessum snertiflötum sem erfitt er að þrífa. Það er eitt og annað í skoðun en það er alveg yfirlýst frá okkur að við vinnum öll saman í þessu en á sama tíma að hafa reglurnar það lítið íþyngjandi að samfélagið geti verið í sem mestri virkni. En stóra málið sem við höfum séð í tengslum við þessi hópsmit er að fólk með einkenni sé ekki að umgangast aðra,“ segir Víðir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira