Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út í morgun eftir að eldur kom upp í klæðningu og einangrun smiðjuhúss Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi.
Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri segir í samtali við Vísi að þarna hafi menn notast við eld við gróðureyðingu og hann hlaupið í klæðninguna.
Hringt hafi verið í slökkvilið en þegar það mætti á staðinn hafi að mestu verið búið að slökkva eldinn.
Pétur segir að ekki sé um mikið tjón að ræða og að tilkynningin hafi komið rétt rúmlega klukkan 10:30.


