Auknar líkur á að samningum verði sagt upp eftir viku Heimir Már Pétursson skrifar 24. september 2020 18:01 Líkur hafa aukist á að lífskjarasamningunum verði sagt upp eftir að forsendunefnd aðila vinnumarkaðrins klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort forsendur samninganna hafi gengið eftir. Verkalýðshreyfingin telur svo vera en atvinnurekendur ekki. Forsendunefnd kom saman til fundar í húsakynnum Alþýðusambandsins klukkan fjögur og var fundurinn mjög stuttur. Að fundi loknum sagði Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins að verkalýðsfélögin teldu forsendur hafa staðist. „Það er heildstætt mat hjá okkur. Samtök atvinnulífsins telja að forsendur hafi brostið. Ég er búin að kalla samninganefnd ASÍ saman í fyrramálið þar sem við munum fara yfir stöðuna,” segir Drífa. Samkvæmt lífskjarasamningunum verða samninganefndir beggja aðila síðan að koma saman til fundar og reyna til þrautar. Að öðrum kosti þyrftu Samtök atvinnulífsins að tilkynna fyrir klukkan fjögur á miðvikudag að þau telji samningana ekki halda og falla þeir þá úr gildi strax daginn eftir hinn 1. október. „Þetta var öfugsnúið 2018. Þá töldum við að forsendur væru brostnar en Samtök atvinnulífsins töldu að þær héldu. Þannig að þá fór fram atkvæðagreiðsla í okkar hópi um hvort ætti að segja upp samningum eða ekki. Það er sjálfstæð ákvörðun og sú ákvörðun liggur hjá Samtökum atvinnulífsins núna,” segir Drífa Það eru þrjár forsendur sem nefndinni er ætað að meta. Um kaupmáttaraukningu og vaxtalækkun sem ASÍ segir að hafi staðist. Annað snéri að yfirlýsingu stjórnvalda þar sem ASÍ segir margt hafa staðist eins og skattalækkanir, hækkun barnabóta, lenging fæðingarorlofs, hóflegar gjaldskrárhækkanir og svo framvegis. Verðtryggingarmál stæðu ein út af borðinu. „Við höfum fullvissu fyrir því að það verði lagt fram frumvarp í október. Þannig að við töldum að í heildstæðu mati hafi þessar tímasettu yfirlýsingar stjórnvalda líka staðist,” segir Drífa Snædal. Hafa boðað til atkvæðagreiðslu sem lýkur á þriðjudagur Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að efnt verði til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja samtakanna. Henni muni ljúka á þriðjudag í síðasta lagi. „Það sem við viljum er það sama og við höfum viljað allan tímann. Við höfum farið þess á leit við Alþýðusambandið að við mótum sameiginlegt viðbragð til að bregðast við þessari kórónukreppu,“ segir Halldór Benjamín. „Það er okkar fyrsta, annað og þriðja val. Að semja um einhverskonar viðbragð sem tekur tillit til þessa og okkar fyrsti valkostur er sá að fresta boðuðum launahækkunum, þannig að þær komi engu að síður að fullu til framkvæmda en hins vegar að það sé tekið tillit til þess að við erum öll stödd, og föst, saman í skafli. Við því getum við ekki stungið höfðinu í sandinn.“ Hann segir að gangur hagkerfisins sé mjög misjafn. Sú verðmætasköpun sem lá til grundvallar lífskjarasamninganna, sé 300 milljörðum minni en gert var ráð fyrir við undirritun þeirra. „Við þeirri stöðu þarf að bregðast.“ Halldór Benjamín segir að búið sé að reyna þær leiðir sem í boði til að semja við Alþýðusambandið. „Því miður er þetta eina viðbragðið sem við eigum eftir þegar svarið er: Nei, nei og nei.“ Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 „Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00 „Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Líkur hafa aukist á að lífskjarasamningunum verði sagt upp eftir að forsendunefnd aðila vinnumarkaðrins klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort forsendur samninganna hafi gengið eftir. Verkalýðshreyfingin telur svo vera en atvinnurekendur ekki. Forsendunefnd kom saman til fundar í húsakynnum Alþýðusambandsins klukkan fjögur og var fundurinn mjög stuttur. Að fundi loknum sagði Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins að verkalýðsfélögin teldu forsendur hafa staðist. „Það er heildstætt mat hjá okkur. Samtök atvinnulífsins telja að forsendur hafi brostið. Ég er búin að kalla samninganefnd ASÍ saman í fyrramálið þar sem við munum fara yfir stöðuna,” segir Drífa. Samkvæmt lífskjarasamningunum verða samninganefndir beggja aðila síðan að koma saman til fundar og reyna til þrautar. Að öðrum kosti þyrftu Samtök atvinnulífsins að tilkynna fyrir klukkan fjögur á miðvikudag að þau telji samningana ekki halda og falla þeir þá úr gildi strax daginn eftir hinn 1. október. „Þetta var öfugsnúið 2018. Þá töldum við að forsendur væru brostnar en Samtök atvinnulífsins töldu að þær héldu. Þannig að þá fór fram atkvæðagreiðsla í okkar hópi um hvort ætti að segja upp samningum eða ekki. Það er sjálfstæð ákvörðun og sú ákvörðun liggur hjá Samtökum atvinnulífsins núna,” segir Drífa Það eru þrjár forsendur sem nefndinni er ætað að meta. Um kaupmáttaraukningu og vaxtalækkun sem ASÍ segir að hafi staðist. Annað snéri að yfirlýsingu stjórnvalda þar sem ASÍ segir margt hafa staðist eins og skattalækkanir, hækkun barnabóta, lenging fæðingarorlofs, hóflegar gjaldskrárhækkanir og svo framvegis. Verðtryggingarmál stæðu ein út af borðinu. „Við höfum fullvissu fyrir því að það verði lagt fram frumvarp í október. Þannig að við töldum að í heildstæðu mati hafi þessar tímasettu yfirlýsingar stjórnvalda líka staðist,” segir Drífa Snædal. Hafa boðað til atkvæðagreiðslu sem lýkur á þriðjudagur Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að efnt verði til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja samtakanna. Henni muni ljúka á þriðjudag í síðasta lagi. „Það sem við viljum er það sama og við höfum viljað allan tímann. Við höfum farið þess á leit við Alþýðusambandið að við mótum sameiginlegt viðbragð til að bregðast við þessari kórónukreppu,“ segir Halldór Benjamín. „Það er okkar fyrsta, annað og þriðja val. Að semja um einhverskonar viðbragð sem tekur tillit til þessa og okkar fyrsti valkostur er sá að fresta boðuðum launahækkunum, þannig að þær komi engu að síður að fullu til framkvæmda en hins vegar að það sé tekið tillit til þess að við erum öll stödd, og föst, saman í skafli. Við því getum við ekki stungið höfðinu í sandinn.“ Hann segir að gangur hagkerfisins sé mjög misjafn. Sú verðmætasköpun sem lá til grundvallar lífskjarasamninganna, sé 300 milljörðum minni en gert var ráð fyrir við undirritun þeirra. „Við þeirri stöðu þarf að bregðast.“ Halldór Benjamín segir að búið sé að reyna þær leiðir sem í boði til að semja við Alþýðusambandið. „Því miður er þetta eina viðbragðið sem við eigum eftir þegar svarið er: Nei, nei og nei.“
Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 „Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00 „Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43
„Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00
„Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent