Forsætisráðherra hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2020 08:49 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ætlar að funda með aðilum vinnumarkaðarins vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í tengslum við forsendur lífskjarasamninganna og mat á því hvort þær séu brostnar eða ekki. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi en segir ekki liggja fyrir hvenær fundurinn fer fram. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort að forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar eða ekki. SA líta svo á að forsendurnar hafi ekki haldið í ljósi þeirrar kreppu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Því þurfi samningsaðilar að bregðast við. ASÍ telur aftur á móti að forsendurnar hafi haldið. SA mun því boða til allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja sinna um afstöðu þeirra til uppsagnar kjarasamninganna, sem taki þá gildi þann 1. október. Forsætisráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að það sé ljóst að ef það stefni í átök á vinnumarkaði þá sé það mikið áhyggjuefni í þeirri stöðu sem blasir við í samfélaginu vegna faraldursins og afleiðinga hans. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að efnahagslegar forsendur fyrir kjarabata launþega væru foknar út í veður og vind. Kanna þyrfti hvort nauðsynlegt væri að fresta launahækkunum. Aðspurð hvort það sé ekki afstaða stjórnvalda að forsendur kjarasamninga séu brostnar segir Katrín við Morgunblaðið að sé aðilanna sjálfra að meta forsendurnar sín á milli: „Það liggur algjörlega fyrir að hvað stjórnvöld varðar þá teljum við okkur hafa staðið við allar þær yfirlýsingar sem við gáfum í tengslum við kjarasamninga. Við höfum lagt áherslu á það, að allt það sem við gáfum yfirlýsingu um hefur annaðhvort gengið eftir á samningstímanum eða er í vinnslu. En síðan er það auðvitað aðilanna sjálfra að meta forsendurnar sín á milli.“ Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi en segir ekki liggja fyrir hvenær fundurinn fer fram. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort að forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar eða ekki. SA líta svo á að forsendurnar hafi ekki haldið í ljósi þeirrar kreppu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Því þurfi samningsaðilar að bregðast við. ASÍ telur aftur á móti að forsendurnar hafi haldið. SA mun því boða til allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja sinna um afstöðu þeirra til uppsagnar kjarasamninganna, sem taki þá gildi þann 1. október. Forsætisráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að það sé ljóst að ef það stefni í átök á vinnumarkaði þá sé það mikið áhyggjuefni í þeirri stöðu sem blasir við í samfélaginu vegna faraldursins og afleiðinga hans. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að efnahagslegar forsendur fyrir kjarabata launþega væru foknar út í veður og vind. Kanna þyrfti hvort nauðsynlegt væri að fresta launahækkunum. Aðspurð hvort það sé ekki afstaða stjórnvalda að forsendur kjarasamninga séu brostnar segir Katrín við Morgunblaðið að sé aðilanna sjálfra að meta forsendurnar sín á milli: „Það liggur algjörlega fyrir að hvað stjórnvöld varðar þá teljum við okkur hafa staðið við allar þær yfirlýsingar sem við gáfum í tengslum við kjarasamninga. Við höfum lagt áherslu á það, að allt það sem við gáfum yfirlýsingu um hefur annaðhvort gengið eftir á samningstímanum eða er í vinnslu. En síðan er það auðvitað aðilanna sjálfra að meta forsendurnar sín á milli.“
Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira