Ginsburg fyrsta konan á viðhafnarbörum í þinghúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 12:09 Lögreglumenn við Hæstarétt Bandaríkjanna bera kistu Ruth Bader Ginsburg, sveipaða í bandaríska fánan, inn í aðalsal hæstaréttarbyggingarinnar andspænis þinghúsinu á miðvikudag. AP/Andrew Harnik Opinber minningarathöfn um Ruth Bader Ginsburg, bandaríska hæstaréttardómaranna sem andaðist á föstudag, fer fram í Washington-borg í dag. Ginsburg er fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að liggja á viðhafnarbörum í bandaríska þinghúsinu. Þúsundir manna hafa vottað Ginsburg virðingu í vikunni en líkkista hennar hefur legið til sýnis í hæstaréttarbyggingunni. Baráttu hennar fyrir jafnrétti kynjanna og borgararéttindum hefur verið minnst frá því að hún lést úr briskrabbameini fyrir viku, 87 ára að aldri. Ginsburg var aðeins önnur konan til að gegna embætti hæstaréttardómara þegar Bill Clinton skipaði hana árið 1993. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, ferðast til Washington í dag til að votta Ginsburg virðingu sína. Hópur fólks gerði hróp að Donald Trump forseta þegar hann gerði slíkt það sama í Hæstarétti ásamt konu sinni Melaniu í gær. Reuters-fréttastofan segir að fólk hafi heyrst hrópa: „Kjósið hann burt!“ að forsetanum. Mikil spenna ríkir nú í bandarískum stjórnmálum þar sem Trump og repúblikanar keppast við að staðfesta eftirmann Ginsburg við réttinn fyrir kjördag. Takist þeim það myndi hæstiréttur hneigjast verulega í íhaldsátt, að líkindum til næstu áratuganna. Trump gerði sjálfur lítið úr mótmælunum gegn sér. „Ég held að þetta hafi bara verið pólitísk köll. Við heyrðum þau varla þar sem við vorum,“ sagði hann við fréttamenn. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, fordæmdi þá sem hrópuðu að forsetanum og sagði köllin „hræðileg og dónaleg“. Trump-hjónin voru grímuklædd vegna faraldursins þegar þau vottuðu Ginsburg virðingu sína í gær.AP/J. Scott Applewhite Útförin í næstu viku Kista Ginsburg hvílir á viðhafnarbörum í þinghúsinu í dag en þann heiður fá aðeins forsetar og þingmenn. Hún verður annar hæstaréttardómarinn í sögunni sem fær þann heiður á eftir William Taft en hann var einnig forseti Bandaríkjanna. Síðast hvíldi John Lewis, fulltrúadeildarþingmaðurinn og blökkumannaleiðtoginn, á viðhafnarbörum í þinghúsinu í júlí. Minningarathöfnin í dag verður aðeins opin þeim sem fá sérstakt boð. Sá háttur er hafður á vegna kórónuveirufaraldursins Ginsburg verður grafin í einkagrafreit í Arlington-þjóðargrafreitnum í Virginíu rétt utan við Washington-borg í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi fólks hefur skilið eftir blóm, kort og myndir til að heiðra Ginsburg í Washington í vikunni. Hún var einn frjálslyndasti dómarinn við Hæstarétt sem hefur orðið æ íhaldssamari frá því að hún tók sæti sitt fyrir tæpum þrjátíu árum. Nú stefnir í að íhaldsmenn verði í öruggum meirihluta í réttinum þegar Trump skipar eftirmann Ginsburg.AP/Steven Senne Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin: Hvers vegna skiptir Hæstiréttur svona miklu máli? Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt. 24. september 2020 08:30 Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. 22. september 2020 14:40 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Opinber minningarathöfn um Ruth Bader Ginsburg, bandaríska hæstaréttardómaranna sem andaðist á föstudag, fer fram í Washington-borg í dag. Ginsburg er fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að liggja á viðhafnarbörum í bandaríska þinghúsinu. Þúsundir manna hafa vottað Ginsburg virðingu í vikunni en líkkista hennar hefur legið til sýnis í hæstaréttarbyggingunni. Baráttu hennar fyrir jafnrétti kynjanna og borgararéttindum hefur verið minnst frá því að hún lést úr briskrabbameini fyrir viku, 87 ára að aldri. Ginsburg var aðeins önnur konan til að gegna embætti hæstaréttardómara þegar Bill Clinton skipaði hana árið 1993. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, ferðast til Washington í dag til að votta Ginsburg virðingu sína. Hópur fólks gerði hróp að Donald Trump forseta þegar hann gerði slíkt það sama í Hæstarétti ásamt konu sinni Melaniu í gær. Reuters-fréttastofan segir að fólk hafi heyrst hrópa: „Kjósið hann burt!“ að forsetanum. Mikil spenna ríkir nú í bandarískum stjórnmálum þar sem Trump og repúblikanar keppast við að staðfesta eftirmann Ginsburg við réttinn fyrir kjördag. Takist þeim það myndi hæstiréttur hneigjast verulega í íhaldsátt, að líkindum til næstu áratuganna. Trump gerði sjálfur lítið úr mótmælunum gegn sér. „Ég held að þetta hafi bara verið pólitísk köll. Við heyrðum þau varla þar sem við vorum,“ sagði hann við fréttamenn. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, fordæmdi þá sem hrópuðu að forsetanum og sagði köllin „hræðileg og dónaleg“. Trump-hjónin voru grímuklædd vegna faraldursins þegar þau vottuðu Ginsburg virðingu sína í gær.AP/J. Scott Applewhite Útförin í næstu viku Kista Ginsburg hvílir á viðhafnarbörum í þinghúsinu í dag en þann heiður fá aðeins forsetar og þingmenn. Hún verður annar hæstaréttardómarinn í sögunni sem fær þann heiður á eftir William Taft en hann var einnig forseti Bandaríkjanna. Síðast hvíldi John Lewis, fulltrúadeildarþingmaðurinn og blökkumannaleiðtoginn, á viðhafnarbörum í þinghúsinu í júlí. Minningarathöfnin í dag verður aðeins opin þeim sem fá sérstakt boð. Sá háttur er hafður á vegna kórónuveirufaraldursins Ginsburg verður grafin í einkagrafreit í Arlington-þjóðargrafreitnum í Virginíu rétt utan við Washington-borg í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi fólks hefur skilið eftir blóm, kort og myndir til að heiðra Ginsburg í Washington í vikunni. Hún var einn frjálslyndasti dómarinn við Hæstarétt sem hefur orðið æ íhaldssamari frá því að hún tók sæti sitt fyrir tæpum þrjátíu árum. Nú stefnir í að íhaldsmenn verði í öruggum meirihluta í réttinum þegar Trump skipar eftirmann Ginsburg.AP/Steven Senne
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin: Hvers vegna skiptir Hæstiréttur svona miklu máli? Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt. 24. september 2020 08:30 Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. 22. september 2020 14:40 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Bandaríkin: Hvers vegna skiptir Hæstiréttur svona miklu máli? Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt. 24. september 2020 08:30
Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. 22. september 2020 14:40
Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21