Ekki megi mikið út af bregða til að fá veldisvöxt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2020 12:01 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefði gjarnan viljað að faraldurinn væri búinn ná toppi í bylgjunni sem nú gengur yfir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að kórónuveirufaraldurinn sé nú í línulegum vexti hér á landi en ekki veldisvexti. Hann hefði gjarnan viljað að faraldurinn væri búinn ná toppi í bylgjunni sem nú gengur yfir og að smitum færi fækkandi en greinilegt sé að ekki megi mikið út af bregða til þess að fá veldisvöxt. Alls greindust 45 innanlands með veiruna í gær og var meirihluti þeirra í sóttkví. Aðspurður hvort þetta sé í takt við það sem búast mátti við segir Þórólfur að bent hafi verið á að það geti tekið svolítinn að ná alveg tökum á faraldrinum nú. „Eins og staðan er núna þá er faraldurinn í línulegum vexti, hann er ekki í veldisvexti en við hefðum náttúrulega gjarnan viljað vera búin að ná toppi og ná fækkun. Það er greinilegt að það þarf ekki mikið út af að bregða til að við fáum veldisvöxt í þetta. En það sem er þó jákvætt að það eru yfir 60% þeirra sem greindust í gær sem eru í sóttkví við greiningu og við erum með rúmlega 2000 manns í sóttkví. Það er náttúrulega hópur sem er í stórri áhættu að hafa sýkst og það er jákvætt,“ segir Þórólfur. Vilja alls ekki sjá fjölgun smita í þeim hópi sem er utan við sóttkví Hann segir að því megi búast við því sjá ákveðinn fjölda veikra eða sýktra í hópi þeirra sem eru í sóttkví. „En við myndum alls ekki vilja fara að sjá einhverja aukningu í hópnum sem er utan við sóttkví. Ef það er þá erum við að missa þetta yfir í mikla samfélagslega útbreiðslu og það er áhyggjuefni,“ segir Þórólfur. Hann segir að alltaf séu einhverjar sveiflur á milli daga og undanfarið hafi þeir sem hafa verið í sóttkví við greiningu verið í minnihluta. Vonandi sé það merki um að þetta sé að breytast að meirihlutinn í gær hafi verið í sóttkví. „En þetta er svolítið að vega salt núna hvað fer að gerast,“ segir Þórólfur. Greint var frá því á upplýsingafundi í gær að hann hefði lagt til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að núverandi samkomutakmarkanir, sem falla úr gildi á sunnudag, verði framlengdar. Þá leggur hann líka til að barir og skemmtistaðir opni á ný eftir helgi. Samkomutakmarkanir kveða á um eins metra nándarreglu og að ekki megi fleiri en 200 manns koma saman. Harðari aðgerðir mögulegar ef ástandið versnar Aðspurður hvort það sé þá enn hans mat að þessar aðgerðir sem eru í gangi núna skili árangri bendir hann aftur á línulegan vöxt faraldursins. „Ég myndi segja að þetta væri að vega salt dálítið, hvort að við teljum að þetta sé ásættanlegt eða ekki. Við höfum verið að reyna að beita eins lítið íþyngjandi aðgerðum eins og mögulegt er, reynt að beita markvissum aðgerðum á það sem er að gerast frekar en að beita íþyngjandi aðgerðum yfir allt samfélagið. En ef að þetta er ekki að duga og manni sýnist að annað hvort sé ekki að nást árangur eða þetta sé eitthvað að versna, þá þarf að grípa til harðari og víðtækari fyrir allt samfélagið,“ segir Þórólfur og vísar í þær aðgerðir sem voru í gangi í vetur og vor þegar ýmissi þjónustu var gert að loka og mun færri máttu koma saman en nú er. „Þá getur vel verið að ég þurfi að koma með tillögur um slíkt til ráðherra sem tekur endanlega ákvörðun. Þetta yrði mjög mikið áfall ef það þyrfti að gera eitthvað svona og yrði ekki gott fyrir samfélagið ef það væri gert. En ég myndi segja að á þessum tíma erum við svolítið að vega salt í þessu og það þarf ekki mikið út af að bregða til þess að tillögur komi um slíkt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að kórónuveirufaraldurinn sé nú í línulegum vexti hér á landi en ekki veldisvexti. Hann hefði gjarnan viljað að faraldurinn væri búinn ná toppi í bylgjunni sem nú gengur yfir og að smitum færi fækkandi en greinilegt sé að ekki megi mikið út af bregða til þess að fá veldisvöxt. Alls greindust 45 innanlands með veiruna í gær og var meirihluti þeirra í sóttkví. Aðspurður hvort þetta sé í takt við það sem búast mátti við segir Þórólfur að bent hafi verið á að það geti tekið svolítinn að ná alveg tökum á faraldrinum nú. „Eins og staðan er núna þá er faraldurinn í línulegum vexti, hann er ekki í veldisvexti en við hefðum náttúrulega gjarnan viljað vera búin að ná toppi og ná fækkun. Það er greinilegt að það þarf ekki mikið út af að bregða til að við fáum veldisvöxt í þetta. En það sem er þó jákvætt að það eru yfir 60% þeirra sem greindust í gær sem eru í sóttkví við greiningu og við erum með rúmlega 2000 manns í sóttkví. Það er náttúrulega hópur sem er í stórri áhættu að hafa sýkst og það er jákvætt,“ segir Þórólfur. Vilja alls ekki sjá fjölgun smita í þeim hópi sem er utan við sóttkví Hann segir að því megi búast við því sjá ákveðinn fjölda veikra eða sýktra í hópi þeirra sem eru í sóttkví. „En við myndum alls ekki vilja fara að sjá einhverja aukningu í hópnum sem er utan við sóttkví. Ef það er þá erum við að missa þetta yfir í mikla samfélagslega útbreiðslu og það er áhyggjuefni,“ segir Þórólfur. Hann segir að alltaf séu einhverjar sveiflur á milli daga og undanfarið hafi þeir sem hafa verið í sóttkví við greiningu verið í minnihluta. Vonandi sé það merki um að þetta sé að breytast að meirihlutinn í gær hafi verið í sóttkví. „En þetta er svolítið að vega salt núna hvað fer að gerast,“ segir Þórólfur. Greint var frá því á upplýsingafundi í gær að hann hefði lagt til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að núverandi samkomutakmarkanir, sem falla úr gildi á sunnudag, verði framlengdar. Þá leggur hann líka til að barir og skemmtistaðir opni á ný eftir helgi. Samkomutakmarkanir kveða á um eins metra nándarreglu og að ekki megi fleiri en 200 manns koma saman. Harðari aðgerðir mögulegar ef ástandið versnar Aðspurður hvort það sé þá enn hans mat að þessar aðgerðir sem eru í gangi núna skili árangri bendir hann aftur á línulegan vöxt faraldursins. „Ég myndi segja að þetta væri að vega salt dálítið, hvort að við teljum að þetta sé ásættanlegt eða ekki. Við höfum verið að reyna að beita eins lítið íþyngjandi aðgerðum eins og mögulegt er, reynt að beita markvissum aðgerðum á það sem er að gerast frekar en að beita íþyngjandi aðgerðum yfir allt samfélagið. En ef að þetta er ekki að duga og manni sýnist að annað hvort sé ekki að nást árangur eða þetta sé eitthvað að versna, þá þarf að grípa til harðari og víðtækari fyrir allt samfélagið,“ segir Þórólfur og vísar í þær aðgerðir sem voru í gangi í vetur og vor þegar ýmissi þjónustu var gert að loka og mun færri máttu koma saman en nú er. „Þá getur vel verið að ég þurfi að koma með tillögur um slíkt til ráðherra sem tekur endanlega ákvörðun. Þetta yrði mjög mikið áfall ef það þyrfti að gera eitthvað svona og yrði ekki gott fyrir samfélagið ef það væri gert. En ég myndi segja að á þessum tíma erum við svolítið að vega salt í þessu og það þarf ekki mikið út af að bregða til þess að tillögur komi um slíkt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?