Umfjöllun og viðtöl: FH - Þór/KA 1-2 | Norðankonur unnu lífsnauðsynlegan sigur í Krikanum Atli Freyr Arason skrifar 26. september 2020 19:00 Margrét Árnadóttir tryggði Þór/KA stigin þrjú. Þór/KA náði að lyfta sér upp úr fallsæti og í það áttunda með 1-2 sigri á FH-ingum í Kaplakrika fyrr í dag en leikurinn var gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið, svokallaður 6 stiga leikur. Það voru Norðankonur sem byrjuðu betur en á 15. mínútu er það Berglind Baldursdóttir sem kemur Þór/KA yfir þegar hún er fyrst að átta sig á hlutunum inn í vítateig FH-inga og nær að spyrna knettinum í netið. Hafnfirðingar voru þó fljótar að svara fyrir sig en það var Phoenetia Browne, leikmaður FH, sem skoraði mark úr vítaspyrnu á 20. mínútu eftir að brotið hefði verið á Helenu Ósk innan vítateigs Þór/KA. Það var nóg af dauðafærum sem fóru forgörðum í fyrri hálfleik hjá báðum liðum og mörkin hefðu getað vera mun fleiri en liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik með jafnan hlut, 1-1. Það var svo svipuð saga í síðari hálfleik, liðin tvö nýttu marktækifærin sín ekki nægilega vel. Ber þar helst að nefna Birtu Georgsdóttur sem mun sennilega eiga erfitt með svefn í nótt eftir að hún sparkar boltanum yfir opið mark Þór/KA eftir frábæran undirbúning frá Phoenetia Browne. Bæði lið sinntu sóknarleiknum vel og leikurinn var mjög opin og stórskemmtilegur fyrir þann hlutlausa. Á 63. mínútu voru FH-ingar hins vegar einum of opnir þegar María Catharina fær að leika með boltann út á hægri vængnum og nær að rúlla boltanum inn í vítateig FH-inga þar sem að Margrét Árnadóttir er gjörsamlega alein og fær allt of mikinn tíma til að athafna sig og kemur Þór/KA aftur í forystu með því að klára færið sitt snyrtilega. Eftir seinna mark Þór/KA setti FH í fluggír og skapaði sér fullt af flottum færum án þess að ná að koma knettinum í netið og leikar enduðu því 1-2 fyrir Þór/KA og útlitið orðið frekar dökkt fyrir Hafnfirðinga sem eru með þessum ósigri dottnar niður í níunda sæti deildarinnar þegar einungis þrjár umferðir eru eftir. Afhverju vann Þór/KA? Leikurinn var bráðfjörugur og opin og þetta hefði alveg getað dottið öðru hvoru megin í dag. Þór/KA nýtti hins vegar fleiri marktækifæri í dag og það má setja það hvort sem er á heppni eða gæði. Hverjar stóðu upp úr? Phoenetia hefur algjörlega breytt þessu FH liði eftir komu sína frá Álandseyjum. Sóknarleikur FH fór meira og minna í gegnum hana og hún lagði upp fjölda marktækifæra fyrir liðsfélaga sína. Í liði gestanna verður María Catharina að fá sérstakt hrós en hún var mjög ógnandi á hægri kantinum allan leikinn en það var einmitt hún sem lagði upp sigurmark Þór/KA. Hvað gekk illa? Að koma boltanum yfir marklínuna. Það voru nokkur færi í dag sem klúðruðust fyrir framan opnu marki! Leikurinn hefði hæglega getað farið 5-5 miðað við öll dauðafærin sem sköpuðust. Guðni: Þungt högg í magann Þjálfari FH-inga, Guðni Eiríksson, var gífurlega svekktur með úrslit leiksins í viðtali í leikslok. „Þetta eru svakaleg vonbrigði. Þetta var þungt högg í magann að tapa þessum leik,“ sagði Guðni. „Mér fannst við byrja leikinn illa sem er ólíkt okkur. Styrkleiki FH liðsins í síðustu leikjum hefur verið gríðarlega sterkt byrjun þar sem við höfum keyrt yfir andstæðinginn. Það var ekki uppi á teningnum í dag. Mér fannst leikmenn vera stressaðir sem mér fannst algjör óþarfi. Það var enginn innistaða fyrir því að vera stressaður þrátt fyrir að þetta hafi verið svona 6 stiga leikur. Spilamennska liðsins og gæði leikmanna eiga að gefa tillit til slökunar, við eigum ekki að vera svona stressaðar. Mér fannst liðið gífurlega stressað í byrjun og við fengum mark í andlitið sem var ekki ósanngjarnt,“ bætti Guðni við. Aðspurður að því hvers vegna liðið hans væri svo stressað í dag sagði Guðni: „Við náðum að koma til baka og eitt-eitt staða í hálfleik var frekar mikil plús fyrir okkur, frekar en fyrir Þór/KA þar sem að mér fannst Þór/KA töluvert betri en við í fyrri hálfleik. Svo fórum við vel yfir hlutina í hálfleik og mér fannst FH liðið koma mjög sterkt inn í seinni hálfleikinn þar sem að fyrstu 10-15 mínúturnar voru eign FH. Þar fengum við úrvalsfæri til að koma okkur yfir og koma okkur í þægilega stöðu en ef við nýtum ekki þessi færi og fáum svo mark í andlitið í staðinn. Mér fannst svo eftir að við fengum þetta seinna mark á okkur eins og við værum ekki vera líkleg til þess að jafna leikinn aftur,“ sagði hálf niðurlútur Guðni Eiríksson. Eftir tapið í dag er FH dottið niður í fallsæti og Guðni fékk ekki að sleppa úr viðtali án þess að vera spurður að því hvort hann hefði ekki áhyggjur af stöðunni. „Við erum í fallsæti þegar það eru bara þrír leikir eftir og það er ekki góð tilfinning. Það er bara eins gott að FH svari fyrir þennan leik strax í næsta leik, það verða mín skilaboð til leikmannanna,“ sagði Guðni Eiríksson að lokum. Andri Hjörvar: Stelpurnar gáfu allt í þetta Andri Hjörvar, þjálfari Þór/KA var vissulega mjög ánægður með liðið sitt í dag. „Æðislega ánægður og stoltur af stelpunum sem gáfu allt í þetta. Ekki fallegur fótbolti en þær gerðu það sem þær þurftu að gera og það skilaði okkur þessum þremur stigum. Við erum allar alveg rosalega ánægðar akkúrat núna,“ sagði Andri í viðtali við Stöð2Sport í leikslok. Uppskriftin af sigrinum í dag var að Andra mati ekkert svo flókinn. „Berjast, berjast og hlaupa. Hafa þetta einfalt og hafa boltann eins mikið á þeirra vallarhelming og við gátum. Við þurftum ekkert að einbeita okkur að einhverju fancy spili og einhverju þannig heldur bara fara strax í einfaldleikann, njóta þess að vera á vellinum og hlaupa fyrir hvora aðra,“ sagði Andri Hjörvar. Þór/KA mætti til leiks í dag með einungis 4 varamenn á bekknum og vakti það furðu hjá einhverjum. Aðspurður að því hvers vegna hópurinn hjá Þór/KA var svona þunnskipaður í dag sagði Andri: „Það eru fjölskyldutengdar aðstæður sem komu upp hjá einum leikmanni sem þurfti að hverfa frá. Svo fengum við þær fregnir fyrir leik að ein okkar þurfti að fara í sóttkví og svo bara koll af kolli. Það er ýmislegt búið að dynja á okkur og við erum búnar að halda bara áfram í gegnum súrt og sætt síðustu vikur. Þetta er búið að vera svolítið eins og upp og niður rússíbani hvað það varðar. Það eru örugglega fleiri lið sem hafa lent í slíku, til dæmis KR-ingar. Þetta er bara staðan í dag og við verðum bara að gjöra svo vel að klára þetta mót með þeim leikmönnum sem við höfum, bara að berjast meira og hlaupa meira.“ Allt KR liðið hefur þrisvar sinnum þurft að fara í sóttkví í sumar vegna covid smita innan liðsins. Ef þessi leikmaður í sóttkví greinist smituð af veirunni, þarf þá ekki allt Þór/KA liðið að fara líka í sóttkví? „Já ég held það, ég veit svo sem ekki alveg forsöguna en mér var bara sagt það að hún væri ekki að fara að spila. Þetta er eitthvað sem er tengt henni og við vildum ekki taka neinar áhættu. Það getur vel verið að hún þurfi ekki einu sinni að vera lengi í sóttkví. Ég fékk bara SMS korter í leik að hún myndi ekki spila í dag,“ sagði Andri Hjörvar um stöðuna sem upp er kominn. Pepsi Max-deild kvenna FH Þór Akureyri KA
Þór/KA náði að lyfta sér upp úr fallsæti og í það áttunda með 1-2 sigri á FH-ingum í Kaplakrika fyrr í dag en leikurinn var gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið, svokallaður 6 stiga leikur. Það voru Norðankonur sem byrjuðu betur en á 15. mínútu er það Berglind Baldursdóttir sem kemur Þór/KA yfir þegar hún er fyrst að átta sig á hlutunum inn í vítateig FH-inga og nær að spyrna knettinum í netið. Hafnfirðingar voru þó fljótar að svara fyrir sig en það var Phoenetia Browne, leikmaður FH, sem skoraði mark úr vítaspyrnu á 20. mínútu eftir að brotið hefði verið á Helenu Ósk innan vítateigs Þór/KA. Það var nóg af dauðafærum sem fóru forgörðum í fyrri hálfleik hjá báðum liðum og mörkin hefðu getað vera mun fleiri en liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik með jafnan hlut, 1-1. Það var svo svipuð saga í síðari hálfleik, liðin tvö nýttu marktækifærin sín ekki nægilega vel. Ber þar helst að nefna Birtu Georgsdóttur sem mun sennilega eiga erfitt með svefn í nótt eftir að hún sparkar boltanum yfir opið mark Þór/KA eftir frábæran undirbúning frá Phoenetia Browne. Bæði lið sinntu sóknarleiknum vel og leikurinn var mjög opin og stórskemmtilegur fyrir þann hlutlausa. Á 63. mínútu voru FH-ingar hins vegar einum of opnir þegar María Catharina fær að leika með boltann út á hægri vængnum og nær að rúlla boltanum inn í vítateig FH-inga þar sem að Margrét Árnadóttir er gjörsamlega alein og fær allt of mikinn tíma til að athafna sig og kemur Þór/KA aftur í forystu með því að klára færið sitt snyrtilega. Eftir seinna mark Þór/KA setti FH í fluggír og skapaði sér fullt af flottum færum án þess að ná að koma knettinum í netið og leikar enduðu því 1-2 fyrir Þór/KA og útlitið orðið frekar dökkt fyrir Hafnfirðinga sem eru með þessum ósigri dottnar niður í níunda sæti deildarinnar þegar einungis þrjár umferðir eru eftir. Afhverju vann Þór/KA? Leikurinn var bráðfjörugur og opin og þetta hefði alveg getað dottið öðru hvoru megin í dag. Þór/KA nýtti hins vegar fleiri marktækifæri í dag og það má setja það hvort sem er á heppni eða gæði. Hverjar stóðu upp úr? Phoenetia hefur algjörlega breytt þessu FH liði eftir komu sína frá Álandseyjum. Sóknarleikur FH fór meira og minna í gegnum hana og hún lagði upp fjölda marktækifæra fyrir liðsfélaga sína. Í liði gestanna verður María Catharina að fá sérstakt hrós en hún var mjög ógnandi á hægri kantinum allan leikinn en það var einmitt hún sem lagði upp sigurmark Þór/KA. Hvað gekk illa? Að koma boltanum yfir marklínuna. Það voru nokkur færi í dag sem klúðruðust fyrir framan opnu marki! Leikurinn hefði hæglega getað farið 5-5 miðað við öll dauðafærin sem sköpuðust. Guðni: Þungt högg í magann Þjálfari FH-inga, Guðni Eiríksson, var gífurlega svekktur með úrslit leiksins í viðtali í leikslok. „Þetta eru svakaleg vonbrigði. Þetta var þungt högg í magann að tapa þessum leik,“ sagði Guðni. „Mér fannst við byrja leikinn illa sem er ólíkt okkur. Styrkleiki FH liðsins í síðustu leikjum hefur verið gríðarlega sterkt byrjun þar sem við höfum keyrt yfir andstæðinginn. Það var ekki uppi á teningnum í dag. Mér fannst leikmenn vera stressaðir sem mér fannst algjör óþarfi. Það var enginn innistaða fyrir því að vera stressaður þrátt fyrir að þetta hafi verið svona 6 stiga leikur. Spilamennska liðsins og gæði leikmanna eiga að gefa tillit til slökunar, við eigum ekki að vera svona stressaðar. Mér fannst liðið gífurlega stressað í byrjun og við fengum mark í andlitið sem var ekki ósanngjarnt,“ bætti Guðni við. Aðspurður að því hvers vegna liðið hans væri svo stressað í dag sagði Guðni: „Við náðum að koma til baka og eitt-eitt staða í hálfleik var frekar mikil plús fyrir okkur, frekar en fyrir Þór/KA þar sem að mér fannst Þór/KA töluvert betri en við í fyrri hálfleik. Svo fórum við vel yfir hlutina í hálfleik og mér fannst FH liðið koma mjög sterkt inn í seinni hálfleikinn þar sem að fyrstu 10-15 mínúturnar voru eign FH. Þar fengum við úrvalsfæri til að koma okkur yfir og koma okkur í þægilega stöðu en ef við nýtum ekki þessi færi og fáum svo mark í andlitið í staðinn. Mér fannst svo eftir að við fengum þetta seinna mark á okkur eins og við værum ekki vera líkleg til þess að jafna leikinn aftur,“ sagði hálf niðurlútur Guðni Eiríksson. Eftir tapið í dag er FH dottið niður í fallsæti og Guðni fékk ekki að sleppa úr viðtali án þess að vera spurður að því hvort hann hefði ekki áhyggjur af stöðunni. „Við erum í fallsæti þegar það eru bara þrír leikir eftir og það er ekki góð tilfinning. Það er bara eins gott að FH svari fyrir þennan leik strax í næsta leik, það verða mín skilaboð til leikmannanna,“ sagði Guðni Eiríksson að lokum. Andri Hjörvar: Stelpurnar gáfu allt í þetta Andri Hjörvar, þjálfari Þór/KA var vissulega mjög ánægður með liðið sitt í dag. „Æðislega ánægður og stoltur af stelpunum sem gáfu allt í þetta. Ekki fallegur fótbolti en þær gerðu það sem þær þurftu að gera og það skilaði okkur þessum þremur stigum. Við erum allar alveg rosalega ánægðar akkúrat núna,“ sagði Andri í viðtali við Stöð2Sport í leikslok. Uppskriftin af sigrinum í dag var að Andra mati ekkert svo flókinn. „Berjast, berjast og hlaupa. Hafa þetta einfalt og hafa boltann eins mikið á þeirra vallarhelming og við gátum. Við þurftum ekkert að einbeita okkur að einhverju fancy spili og einhverju þannig heldur bara fara strax í einfaldleikann, njóta þess að vera á vellinum og hlaupa fyrir hvora aðra,“ sagði Andri Hjörvar. Þór/KA mætti til leiks í dag með einungis 4 varamenn á bekknum og vakti það furðu hjá einhverjum. Aðspurður að því hvers vegna hópurinn hjá Þór/KA var svona þunnskipaður í dag sagði Andri: „Það eru fjölskyldutengdar aðstæður sem komu upp hjá einum leikmanni sem þurfti að hverfa frá. Svo fengum við þær fregnir fyrir leik að ein okkar þurfti að fara í sóttkví og svo bara koll af kolli. Það er ýmislegt búið að dynja á okkur og við erum búnar að halda bara áfram í gegnum súrt og sætt síðustu vikur. Þetta er búið að vera svolítið eins og upp og niður rússíbani hvað það varðar. Það eru örugglega fleiri lið sem hafa lent í slíku, til dæmis KR-ingar. Þetta er bara staðan í dag og við verðum bara að gjöra svo vel að klára þetta mót með þeim leikmönnum sem við höfum, bara að berjast meira og hlaupa meira.“ Allt KR liðið hefur þrisvar sinnum þurft að fara í sóttkví í sumar vegna covid smita innan liðsins. Ef þessi leikmaður í sóttkví greinist smituð af veirunni, þarf þá ekki allt Þór/KA liðið að fara líka í sóttkví? „Já ég held það, ég veit svo sem ekki alveg forsöguna en mér var bara sagt það að hún væri ekki að fara að spila. Þetta er eitthvað sem er tengt henni og við vildum ekki taka neinar áhættu. Það getur vel verið að hún þurfi ekki einu sinni að vera lengi í sóttkví. Ég fékk bara SMS korter í leik að hún myndi ekki spila í dag,“ sagði Andri Hjörvar um stöðuna sem upp er kominn.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti