FH

Fréttamynd

„Hörku bar­átta tveggja góðra liða“

FH-ingar töpuðu 3-2 í framlengingu gegn Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. FH var að spila sinn fyrsta úrslitaleik kvennamegin í bikarnum og var alvöru húllumhæ hjá stuðningsmönnum FH-inga sem mættu í skrúðgöngu til leiks.

Fótbolti
Fréttamynd

„Loksins, til­finningin er geggjuð“

Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum kát eftir sigur liðsins gegn FH í úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Blikar höfðu tapað síðustu þremur bikarúrslitaleikjum sínum, en í kvöld kom sigurinn loksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Fáar spilað leik á þessum velli

„Mér líður rosalega vel og þetta er eitthvað sem við erum búnar að vera bíða eftir síðan við unnum undanúrslitaleikinn,“ segir Arna Eiríksdóttir fyrir bikarúrslitaleikinn sem fram fer á Laugardalsvelli klukkan fjögur í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Allt er þegar þrennt er“

„Ég er bara að hugsa um eitt núna og það er að vinna bikarinn,“ segir Nik Chamberlain, þjálfari Blika fyrir úrslitaleikinn í Mjólkurbikar kvenna sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Allar til­finningarnar í gangi

„Maður er bara auðmjúkur, ánægður, tilhlökkun og spenntur og maður er að upplifa allar tilfinningarnar, en að sama skapi einbeittur á verkefnið,“ segir Guðni Eiríksson þjálfari FH sem mætir Breiðabliki í úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu klukkan fjögur á Laugardalsvelli á morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta var bara út um allt“

Thelma Lóa Hermannsdóttir var besti leikmaður vallarins í Kaplakrika í kvöld. Hún átti þátt fjórum af fimm mörkum FH í leiknum, skoraði þrennu og lagði upp eitt. Sannarlega frábær frammistaða, en fyrir leikinn hafði Thelma Lóa aðeins skorað tvö mörk í efstu deild.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ó­reyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“

„Þegar þessi skrípaleikur fer af stað hérna á fertugustu mínútu hefðum við átt að vera búnir að klára leikinn“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir 3-2 tap gegn FH. Skagamenn byrjuðu leikinn mun betur og komust tveimur mörkum yfir, en svo hófst það sem Lárus kallar „skrípaleik.“

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrú­leg endur­koma heima­manna í Kapla­krika

Það var hreint stórkostlegur fótboltaleikur sem gömlu stórveldin ÍA og FH buðu upp á á Kaplakrikavelli í kvöld. Heimamenn höfðu á endanum 3-2 sigur í ótrúlegum leik þar sem áhorfendur fengu heldur betur eitthvað fyrir peninginn. Fimm mörk, tvær vítaspyrnur, tvö rauð spjöld og hellingur af dramatík í alvöru fallbaráttuslag þessara sigursælu liða.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Margir sem voru til­búnir að koma honum fyrir kattar­nef fyrir mig“

„Ég er svo sem bara búinn að vera bíða eftir þessu. Þetta eru ekki sjokkerandi fréttir. Hann er náttúrulega búinn að vera funheitur. Ég á alveg von á því að þetta verði slegið, hann á það fyllilega skilið,“ segir Tryggvi Guðmundsson um markametið í efstu deild í fótbolta. Patrick Pedersen getur eignað sér metið er Valur sækir ÍA heim í Bestu deild karla í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“

„Ég held þeir hafi fengið eitt færi í fyrri hálfleik og þeir skora úr því,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli hans manna við Víking í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis.

Íslenski boltinn