Ronaldo bjargaði stigi fyrir Juve í Róm

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. vísir/Getty

Juventus heimsótti AS Roma í stórleik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Eftir markalausan fyrsta hálftíma leiksins fór að færast fjör í leikinn. Jordan Veretout kom Roma yfir á 31.mínútu og Cristiano Ronaldo jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu á 44.mínútu. Veretout svaraði um hæl og sá til þess að Rómverjar leiddu í leikhléi, 2-1.

Eftir klukkutíma leik vænkaðist hagur heimamanna til muna þegar Adrien Rabiot, miðjumaður Juventus, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Einum fleiri tókst Roma ekki að halda forystunni því Cristiano Ronaldo var ekki hættur og jafnaði metin með kraftmiklu skallamarki á 69.mínútu.

Lokatölur 2-2 í skemmtilegum leik. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira