Trump ætlar að tilnefna Barrett til Hæstaréttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2020 23:25 Amy Coney Barrett verður tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna á morgun af Donald Trump Bandaríkjaforseta. AP/Rachel Malehorn Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að tilnefna Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þetta staðhæfir New York Times og aðrir miðlar vestanhafs og segja að tilnefningin verði tilkynnt á morgun, laugardag. Barrett mun taka sæti Ruth Bader Ginsburg sem féll frá fyrir viku síðan. Barrett er talin íhaldssöm en Ginsburg var einn frjálslyndari dómara í Hæstarétti. Verði Barrett staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings verða dómarar sem eru íhaldssamir sex á móti þremur frjálslyndum dómurum. Barrett hefur frá árinu 2017 setið sem dómari við áfrýjunardómstól 7. svæðis sem Trump tilnefndi hana til. Fram að því hafði hún verið lögfræðingur við Notre Dame-háskólann. Stuðningsmenn Barrett og Trumps skrifa á skiltin að þau „elski“ Barrett og biðla til forsetans að velja Barrett.Getty/Paul Hennessy Þriðja tilnefning Trumps Demókratar hafa brugðist illa við fyrirhugaðri tilnefningu forsetans og telja þeir, og einhverjir þingmenn Repúblikana, of stutt í forsetakosningar til þess að viðeigandi sé fyrir sitjandi forseta að tilnefna nýjan hæstaréttardómara. Hingað til hefur viðmiðið verið það að nýr dómari skuli ekki tilnefndur á kosningaári. Í febrúar 2016 féll hæstaréttardómarinn Antonin Scalia en þá voru átta mánuðir í forsetakosningar. Mitch MacConnell forseti öldungadeildarinnar, var einnig forseti hennar árið 2016 og stöðvaði hann atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama, þáverandi forseta, vegna þess hve stutt væri í kosningar. Nú eru aðeins tæpir tveir mánuðir í forsetakosningar en McConnell hefr heitið því að leggi Trump fram tillögu við öldungadeildina muni atkvæði verða greidd um hana. Beitir „upprunalegri“ túlkun á stjórnarskrána Amy Corrett Barret, 48 ára gömul, yrði þriðja tilnefning Trumps til Hæstaréttar Bandaríkjanna, en Neil Gorsuch var skipaður dómari árið 2017 og Brett Kavanaugh árið 2018. Dómarar við Hæstarétt eru skipaðir ævilangt og geta dómar sem falla hjá dómstólnum mótað opinbera stefnu, allt frá byssulöggjöf að kjörgengislögum og lögum um þungunarrof. Barrett er kaþólsk og hafa sögusagnir um tilnefningu hennar vakið upp umræðu en hún þykir eins og áður segir íhaldssöm. Aðgerðahópar um þungunarrof vestanhafs hafa lýst yfir áhyggjum vegna mögulegrar tilnefningar hennar og telja að kjör hennar gæti orðið til þess að dómurinn líti fram hjá dómnum Roe gegn Wade, sem dæmdur var 1973, sem er gefið hefur helsta fordæmið fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Þá aðhyllist Barrett „upprunalega“ túlkun á stjórnarskránni, eins og hún og aðrir íhaldssamir lögfræðingar kalla það. Það gengur út á að reyna að ráða í upphaflega merkingu texta sem var skrifaður fyrir meira en tveimur öldum síðan. Barrett er ein þeirra sem fylgir þessari hugmyndafræði og dæmi um það er þegar hún skilaði sératkvæði í máli sem varðaði það hvort sakamenn sem hefðu ekki gerst sekir um ofbeldisbrot ættu að vera sviptir rétti til að eiga skotvopn varði hún nær öllu máli sínu í að fara yfir sögu reglna um vopnaeign dæmdra manna á 18. og 19. öld. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að tilnefna Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þetta staðhæfir New York Times og aðrir miðlar vestanhafs og segja að tilnefningin verði tilkynnt á morgun, laugardag. Barrett mun taka sæti Ruth Bader Ginsburg sem féll frá fyrir viku síðan. Barrett er talin íhaldssöm en Ginsburg var einn frjálslyndari dómara í Hæstarétti. Verði Barrett staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings verða dómarar sem eru íhaldssamir sex á móti þremur frjálslyndum dómurum. Barrett hefur frá árinu 2017 setið sem dómari við áfrýjunardómstól 7. svæðis sem Trump tilnefndi hana til. Fram að því hafði hún verið lögfræðingur við Notre Dame-háskólann. Stuðningsmenn Barrett og Trumps skrifa á skiltin að þau „elski“ Barrett og biðla til forsetans að velja Barrett.Getty/Paul Hennessy Þriðja tilnefning Trumps Demókratar hafa brugðist illa við fyrirhugaðri tilnefningu forsetans og telja þeir, og einhverjir þingmenn Repúblikana, of stutt í forsetakosningar til þess að viðeigandi sé fyrir sitjandi forseta að tilnefna nýjan hæstaréttardómara. Hingað til hefur viðmiðið verið það að nýr dómari skuli ekki tilnefndur á kosningaári. Í febrúar 2016 féll hæstaréttardómarinn Antonin Scalia en þá voru átta mánuðir í forsetakosningar. Mitch MacConnell forseti öldungadeildarinnar, var einnig forseti hennar árið 2016 og stöðvaði hann atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama, þáverandi forseta, vegna þess hve stutt væri í kosningar. Nú eru aðeins tæpir tveir mánuðir í forsetakosningar en McConnell hefr heitið því að leggi Trump fram tillögu við öldungadeildina muni atkvæði verða greidd um hana. Beitir „upprunalegri“ túlkun á stjórnarskrána Amy Corrett Barret, 48 ára gömul, yrði þriðja tilnefning Trumps til Hæstaréttar Bandaríkjanna, en Neil Gorsuch var skipaður dómari árið 2017 og Brett Kavanaugh árið 2018. Dómarar við Hæstarétt eru skipaðir ævilangt og geta dómar sem falla hjá dómstólnum mótað opinbera stefnu, allt frá byssulöggjöf að kjörgengislögum og lögum um þungunarrof. Barrett er kaþólsk og hafa sögusagnir um tilnefningu hennar vakið upp umræðu en hún þykir eins og áður segir íhaldssöm. Aðgerðahópar um þungunarrof vestanhafs hafa lýst yfir áhyggjum vegna mögulegrar tilnefningar hennar og telja að kjör hennar gæti orðið til þess að dómurinn líti fram hjá dómnum Roe gegn Wade, sem dæmdur var 1973, sem er gefið hefur helsta fordæmið fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Þá aðhyllist Barrett „upprunalega“ túlkun á stjórnarskránni, eins og hún og aðrir íhaldssamir lögfræðingar kalla það. Það gengur út á að reyna að ráða í upphaflega merkingu texta sem var skrifaður fyrir meira en tveimur öldum síðan. Barrett er ein þeirra sem fylgir þessari hugmyndafræði og dæmi um það er þegar hún skilaði sératkvæði í máli sem varðaði það hvort sakamenn sem hefðu ekki gerst sekir um ofbeldisbrot ættu að vera sviptir rétti til að eiga skotvopn varði hún nær öllu máli sínu í að fara yfir sögu reglna um vopnaeign dæmdra manna á 18. og 19. öld.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent