38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru 20 í sóttkví við greiningu.
Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vef Almannavarna og Landlæknis, covid.is. Tveir eru á sjúkrahúsi með veiruna líkt og í gær. Alls hefur 379 greinst með veiruna hér innanlands síðustu tíu sólarhringa.
Tvö smit greindust á landamærunum þar sem mótefnamælingar er beðið í báðum tilfellum.
Af þeim 38 sem greindust innanlands var um 28 einkennasýni að ræða og 10 við sóttkvíar- og handahófsskimun.
435 eru nú í einangrun, samanborið við 400 í gær. Í sóttkví eru 1.780, en í gær voru 2.362.
Nýgengi innanlandssmita, sem er fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur er nú 113,2 en var 103,1 í gær.
Alls hafa 2.601 greinst smitaðir af kórónuveirunni innanlands frá upphafi faraldursinsin. Tíu þeirra sem veikst hafa af Covid-19 hér á landi eru látin.
Alls voru tekin 1.205 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær og 693 sýni á landamærunum eða í seinni landamæraskimun. Þá voru 140 sýni tekin í annarri skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu og 892 sýni tekin við sóttkvíar- og handahófsskimun.