„Við höfum áfram talsverðar áhyggjur af þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2020 12:20 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir það áhyggjuefni að fjöldi þeirra sem greinist með kórónuveiruna daglega hér á landi sé jafn hár og raun ber vitni. Sóttvarnayfirvöld hafi verið með væntingar um að smitum yrði nú tekið að fækka eftir að þeim tók að fjölga nokkuð hratt síðustu daga. „Við höfum áfram talsverðar áhyggjur af þessu. Við vorum með ákveðnar væntingar um það að þessar tölu færu að lækka, þannig að við höfum áhyggjur af stöðunni eins og hún er. Eins og ég segi höfðum vonast til að þær aðgerðir sem almenningur greip til, að okkar hvatningu, með aukinni fjarvinnu og minni samkomum myndum við sjá tölurnar lækka,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Væntingarnar hafi hins vegar ekki gengið eftir og því sé óvissa í kortunum. Á morgun, sunnudag, verði staðan metin og næstu skref skoðuð. „Við ætlum meta stöðuna á morgun og sjá hvernig tölur morgundagsins verða. Þá ætlum við að hittast og fara yfir þetta.“ Landshlutadreifingin annað áhyggjuefni Eins segir Víðir það vera áhyggjuefni að smit séu nú tekin að greinast víða um land, þó langflest hafi tilfellin verið á höfuðborgarsvæðinu. Í gær hafi til að mynda greinst smit á Suðurnesjum, Vestfjörðum og Norðurlandi. Í dag greindust 38 manns með kórónuveiruna innanlands, þar af voru 20 í sóttkví. Alls hafa 379 manns greinst með veiruna síðustu 10 sólarhringa, en heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með veiruna innanlands er 2.601. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru tíu látin. Hér að neðan má sjá tölfræði af vef Almannavarna og Landlæknis, covid.is, sem snýr að faraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir það áhyggjuefni að fjöldi þeirra sem greinist með kórónuveiruna daglega hér á landi sé jafn hár og raun ber vitni. Sóttvarnayfirvöld hafi verið með væntingar um að smitum yrði nú tekið að fækka eftir að þeim tók að fjölga nokkuð hratt síðustu daga. „Við höfum áfram talsverðar áhyggjur af þessu. Við vorum með ákveðnar væntingar um það að þessar tölu færu að lækka, þannig að við höfum áhyggjur af stöðunni eins og hún er. Eins og ég segi höfðum vonast til að þær aðgerðir sem almenningur greip til, að okkar hvatningu, með aukinni fjarvinnu og minni samkomum myndum við sjá tölurnar lækka,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Væntingarnar hafi hins vegar ekki gengið eftir og því sé óvissa í kortunum. Á morgun, sunnudag, verði staðan metin og næstu skref skoðuð. „Við ætlum meta stöðuna á morgun og sjá hvernig tölur morgundagsins verða. Þá ætlum við að hittast og fara yfir þetta.“ Landshlutadreifingin annað áhyggjuefni Eins segir Víðir það vera áhyggjuefni að smit séu nú tekin að greinast víða um land, þó langflest hafi tilfellin verið á höfuðborgarsvæðinu. Í gær hafi til að mynda greinst smit á Suðurnesjum, Vestfjörðum og Norðurlandi. Í dag greindust 38 manns með kórónuveiruna innanlands, þar af voru 20 í sóttkví. Alls hafa 379 manns greinst með veiruna síðustu 10 sólarhringa, en heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með veiruna innanlands er 2.601. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru tíu látin. Hér að neðan má sjá tölfræði af vef Almannavarna og Landlæknis, covid.is, sem snýr að faraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira