Segir ósanngjarnt að kenna frönsku ferðamönnunum um þriðju bylgjuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2020 17:36 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ósanngjarnt að kenna frönsku ferðamönnunum um þriðju bylgju faraldursins hér á landi. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það ekki rétt að tveir franskir ferðamenn, sem greindust með veiruna hér á landi um miðjan ágúst, beri ábyrgð á þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir landið. Fjöldi erlendra fréttastofa tóku upp frétt sem greindi frá því að til frönsku ferðamannanna tveggja mætti rekja meira en hundrað smit hér á Íslandi. Breskir og danskir miðlar hafa fjallað um málið og gjarnan vísað í frétt Vísis með viðtali við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, upplýsingastjóra almannavarna, við fyrirspurn Vísis sem greint var frá á þriðjudaginn var sagði að ferðamennirnir tveir hafi verið í húsnæði á eigin vegum á meðan á stuttri dvöl þeirra hér á landi stóð. Þegar fólkið hafi greinst með veiruna hafi málið verið unnið í samvinnu við það. Ferðamennirnir hafi vegna vankunnáttu ekki fylgt sóttvarnaráðstöfunum til hins ítrasta eftir komuna til landsins. Málið hafi verið „leyst með þeim“ þar til þeir fóru úr landi. Fólkið hafi hins vegar ekki brotið einangrun og ekki þótti ástæða til að beita sektum vegna þeirra afskipta sem lögregla hafði af því. Mais "l'hypothèse selon laquelle les touristes français auraient violé la quarantaine ne repose sur aucune preuve", souligne Kari Stefansson, le PDG de DeCODE Genetics, qui prête main forte aux autorités islandaises dans les tests de dépistage #AFP— Agence France-Presse (@afpfr) September 25, 2020 Kári Stefánsson, sagði í viðtali við frönsku fréttaveituna AFP í dag, að honum þyki ósanngjarnt að skella skuldinni á Frakkana tvo. „Sú kenning að þeir hafi rofið einangrun er ekki studd neinum gögnum,“ segir Kári í samtali við AFP. Þá segir hann hugsanlegt og jafnvel líklegra að aðrir sem voru um borð í sömu flugvél hafi verið sýktir en að veiran hjá þeim hafi ekki greinst við landamæraskimun. Fram kom í viðtali við Kára þann 17. september að fjórða afbrigði kórónuveirunnar hefði fundist í frönskum ferðamönnum. „Þetta afbrigði var í tveimur Frökkum sem komu til landsins 15. ágúst og lentu í einangrun hér,“ sagði Kári. Hann segir þó ósanngjarnt að skella skuldinni á ferðamennina frönsku. „Og ég mun ekki taka þátt í slíku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40 Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Þá má rekja um helming smitanna til skemmistaða. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. 21. september 2020 18:31 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það ekki rétt að tveir franskir ferðamenn, sem greindust með veiruna hér á landi um miðjan ágúst, beri ábyrgð á þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir landið. Fjöldi erlendra fréttastofa tóku upp frétt sem greindi frá því að til frönsku ferðamannanna tveggja mætti rekja meira en hundrað smit hér á Íslandi. Breskir og danskir miðlar hafa fjallað um málið og gjarnan vísað í frétt Vísis með viðtali við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, upplýsingastjóra almannavarna, við fyrirspurn Vísis sem greint var frá á þriðjudaginn var sagði að ferðamennirnir tveir hafi verið í húsnæði á eigin vegum á meðan á stuttri dvöl þeirra hér á landi stóð. Þegar fólkið hafi greinst með veiruna hafi málið verið unnið í samvinnu við það. Ferðamennirnir hafi vegna vankunnáttu ekki fylgt sóttvarnaráðstöfunum til hins ítrasta eftir komuna til landsins. Málið hafi verið „leyst með þeim“ þar til þeir fóru úr landi. Fólkið hafi hins vegar ekki brotið einangrun og ekki þótti ástæða til að beita sektum vegna þeirra afskipta sem lögregla hafði af því. Mais "l'hypothèse selon laquelle les touristes français auraient violé la quarantaine ne repose sur aucune preuve", souligne Kari Stefansson, le PDG de DeCODE Genetics, qui prête main forte aux autorités islandaises dans les tests de dépistage #AFP— Agence France-Presse (@afpfr) September 25, 2020 Kári Stefánsson, sagði í viðtali við frönsku fréttaveituna AFP í dag, að honum þyki ósanngjarnt að skella skuldinni á Frakkana tvo. „Sú kenning að þeir hafi rofið einangrun er ekki studd neinum gögnum,“ segir Kári í samtali við AFP. Þá segir hann hugsanlegt og jafnvel líklegra að aðrir sem voru um borð í sömu flugvél hafi verið sýktir en að veiran hjá þeim hafi ekki greinst við landamæraskimun. Fram kom í viðtali við Kára þann 17. september að fjórða afbrigði kórónuveirunnar hefði fundist í frönskum ferðamönnum. „Þetta afbrigði var í tveimur Frökkum sem komu til landsins 15. ágúst og lentu í einangrun hér,“ sagði Kári. Hann segir þó ósanngjarnt að skella skuldinni á ferðamennina frönsku. „Og ég mun ekki taka þátt í slíku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40 Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Þá má rekja um helming smitanna til skemmistaða. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. 21. september 2020 18:31 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
„Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52
Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40
Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Þá má rekja um helming smitanna til skemmistaða. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. 21. september 2020 18:31