Jarðskjálfti upp á 4,8 að stærð varð í austanverðri Bárðarbungu rétt eftir miðnætti í nótt. Hann er sá stærsti í eldstöðinni frá því í janúar og apríl en þeir skjálftar voru jafnstórir þessum.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að nokkrir minni eftirskjálftar hafi orðið á svæðinu í nótt, sá stærsti þeirra tveir að stærð.
Veðurstofan ráðlagði íbúum á jarðskjálftasvæðum að kynna sér varnir og viðbúnað í gær vegna jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir rétt norðaustan við Grímsey. Sjö skjálftar yfir þrír að stærð hafa mælst á svæðinu frá því á föstudag, þar af þrír yfir fjórir að stærð.