Til að lið okkar þroskist þurfum við að fækka mistökum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. september 2020 16:46 Arnar Gunnlaugsson var sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld þó liðið sé enn í leit að sínum fyrsta sigri síðan það lagði ÍA á heimavelli þann 19. júlí Vísir/Bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, var mjög sáttur með spilamennsku sinna manna er liðið náði 2-2 jafntefli gegn ÍA á Akranesi í dag. Honum fannst lið sitt spila frábærlega, sérstaklega í ljósi þess að það vantaði fjölda sterkra leikmanna í raðir Víkinga í dag. Víkingar voru án Davíðs Örn Atlasonar, Kára Árnasonar, Nikolaj Hansen og Helga Guðjónssonar. Þá er Óttar Magnús Karlsson – þeirra helsti markaskorari – farinn til Venezia á Ítalíu. Sölvi Geir Ottesen var í byrjunarliði Víkings í dag en fyrirliðinn fór af velli í dag og undir öðrum kringumstæðum hefði hann aldrei átt að spila leikinn. „Ótrúlega ánægður með strákana. Vorum mjög laskaðir í aðdraganda leiksins og í leiknum sjálfum en vorum frábærir í dag. Veit ekki hvað við vorum mikið með boltann í leiknum og hver sóknin á fætur annarri dundi á Skagavörninni þó við höfum ekki fengið nein teljandi færi. Held að Skaginn hafi komist 2-3 fram yfir miðju allan leikinn en þeir voru samt hættulegir. Eru með Tryggva Hrafn [Haraldsson] frammi, einn af betri leikmönnum deildarinnar. Fyrsta markið var samt slysalegt – sem við fengum á okkur – en jöfnuðum strax og komumst yfir. Annað markið, veit ekki hvort það var víti eða ekki víti, það bara skiptir ekki máli – ég var rosalega ánægður með strákana. Mikið af ungum strákum að spila – úr stöðum líka – meina við vorum ekki með framlínu. Kristall Máni Ingason var þarna frammi, 1.50 á hæð að reyna kljást við Marcus [Johansson] í skallaboltum, það var bara geggjað og mjög flottur leikur hjá okkur,“ sagði stuttorður Arnar að venju aðspurður hvernig sér liði eftir leik. „Fyrra markið var klaufalegt, maður þarf að sjá þessi mörk aftur til að sjá hvað gerðist. Strákarnir tala um að brotið [í vítaspyrnunni sem ÍA fékk] hafi verið aðeins fyrir utan teig en Tryggvi Hrafn gerði þetta mjög vel,“ sagði Arnar um mörk Skagamanna í dag. „Upplegg Skagamanna – eins og flestra liða gegn okkur í sumar – var að bíða eftir mistökum frá okkur. Til þess að liðið okkar þroskist þurfum við að fækka mistökum. Mér finnst auðveldara að þjálfa lið sem er komið þetta langt í að vera góðir á bolta að fækka mistökum. Það hljómar svo einfalt en kannski er það flóknara en það hljómar. Þegar liðið gerir mistök er tvennt sem kemur til greina; Að breyta um leikmenn eða kenna þeim leikmönnum sem fyrir eru að fækka mistökunum. Það er sú leið sem við höfum ákveðið að fara enda eru þetta mjög flottir fótboltamenn sem eru á mjög góðri leið sama hvað gagnrýnendur tauta og raula. Það hefur samt verið dragbítur hjá okkur í sumar að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum og svo fáránleg mörk eins og fyrra mark Skagamanna hér í dag.“ „Hrikalega ánægður fyrir hans hönd, hann hefði getað gert þrjú mörk í dag og ég gæti ekki verið ánægðir fyrir hans hönd. Ég er búinn að segja honum í marga mánuði að hann sé Pepsi Max leikmaður, hann hefur ef til vill ekki alltaf trúað því en hann trúir því í dag,“ sagði Arnar um frammistöðu Halldórs Jóns Sigurðar Þórðarsonar. Ágúst Eðvald Hlynsson fékk einnig hrós frá þjálfara sínum. „Hann var frábær á boltanum og vildi fá boltann, skapa usla og búa til færi. Drengurinn skilar sér alltaf í færi, hann er búinn að vera óheppinn í sumar í mörgum færunum en þetta er það sem hann þarf að gera. Munurinn á honum frá því í fyrra sem leikmaður er frábær að sjá.“ „Þetta er það. Þú vilt fá smá hlé á milli. Sölvi Geir [Ottesen] var bara stríðsmaður í dag, hann átti aldrei að spila þennan leik og fer á hjólastól heim örugglega. Það fer samt allt eftir hvernig leikmannahópurinn er og hvernig liðinu gengur. Fyrir Val, FH og þessi lið sem eru á góðri siglingu þá kemur adrenalínið og jákvæðnin inn við það að vinna leiki. Ef þú ert með lið sem vinnur ekki leiki og er ofan á það laskað þá verður þetta erfitt,“ sagði Arnar að lokum aðspurður hvort það væri til of mikils ætlast af liðum deildarinnar að spila tvo til þrjá leiki á viku. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍA - Víkingur 2-2 | Víkingar enn án sigurs Víkingar eru enn að leita að sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla síðan þeir unnu Skagamenn á heimavelli þann 19. júlí. Lokatölur 2-2 í rigningunni á Akranesi í dag. 27. september 2020 15:50 Mest lesið Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, var mjög sáttur með spilamennsku sinna manna er liðið náði 2-2 jafntefli gegn ÍA á Akranesi í dag. Honum fannst lið sitt spila frábærlega, sérstaklega í ljósi þess að það vantaði fjölda sterkra leikmanna í raðir Víkinga í dag. Víkingar voru án Davíðs Örn Atlasonar, Kára Árnasonar, Nikolaj Hansen og Helga Guðjónssonar. Þá er Óttar Magnús Karlsson – þeirra helsti markaskorari – farinn til Venezia á Ítalíu. Sölvi Geir Ottesen var í byrjunarliði Víkings í dag en fyrirliðinn fór af velli í dag og undir öðrum kringumstæðum hefði hann aldrei átt að spila leikinn. „Ótrúlega ánægður með strákana. Vorum mjög laskaðir í aðdraganda leiksins og í leiknum sjálfum en vorum frábærir í dag. Veit ekki hvað við vorum mikið með boltann í leiknum og hver sóknin á fætur annarri dundi á Skagavörninni þó við höfum ekki fengið nein teljandi færi. Held að Skaginn hafi komist 2-3 fram yfir miðju allan leikinn en þeir voru samt hættulegir. Eru með Tryggva Hrafn [Haraldsson] frammi, einn af betri leikmönnum deildarinnar. Fyrsta markið var samt slysalegt – sem við fengum á okkur – en jöfnuðum strax og komumst yfir. Annað markið, veit ekki hvort það var víti eða ekki víti, það bara skiptir ekki máli – ég var rosalega ánægður með strákana. Mikið af ungum strákum að spila – úr stöðum líka – meina við vorum ekki með framlínu. Kristall Máni Ingason var þarna frammi, 1.50 á hæð að reyna kljást við Marcus [Johansson] í skallaboltum, það var bara geggjað og mjög flottur leikur hjá okkur,“ sagði stuttorður Arnar að venju aðspurður hvernig sér liði eftir leik. „Fyrra markið var klaufalegt, maður þarf að sjá þessi mörk aftur til að sjá hvað gerðist. Strákarnir tala um að brotið [í vítaspyrnunni sem ÍA fékk] hafi verið aðeins fyrir utan teig en Tryggvi Hrafn gerði þetta mjög vel,“ sagði Arnar um mörk Skagamanna í dag. „Upplegg Skagamanna – eins og flestra liða gegn okkur í sumar – var að bíða eftir mistökum frá okkur. Til þess að liðið okkar þroskist þurfum við að fækka mistökum. Mér finnst auðveldara að þjálfa lið sem er komið þetta langt í að vera góðir á bolta að fækka mistökum. Það hljómar svo einfalt en kannski er það flóknara en það hljómar. Þegar liðið gerir mistök er tvennt sem kemur til greina; Að breyta um leikmenn eða kenna þeim leikmönnum sem fyrir eru að fækka mistökunum. Það er sú leið sem við höfum ákveðið að fara enda eru þetta mjög flottir fótboltamenn sem eru á mjög góðri leið sama hvað gagnrýnendur tauta og raula. Það hefur samt verið dragbítur hjá okkur í sumar að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum og svo fáránleg mörk eins og fyrra mark Skagamanna hér í dag.“ „Hrikalega ánægður fyrir hans hönd, hann hefði getað gert þrjú mörk í dag og ég gæti ekki verið ánægðir fyrir hans hönd. Ég er búinn að segja honum í marga mánuði að hann sé Pepsi Max leikmaður, hann hefur ef til vill ekki alltaf trúað því en hann trúir því í dag,“ sagði Arnar um frammistöðu Halldórs Jóns Sigurðar Þórðarsonar. Ágúst Eðvald Hlynsson fékk einnig hrós frá þjálfara sínum. „Hann var frábær á boltanum og vildi fá boltann, skapa usla og búa til færi. Drengurinn skilar sér alltaf í færi, hann er búinn að vera óheppinn í sumar í mörgum færunum en þetta er það sem hann þarf að gera. Munurinn á honum frá því í fyrra sem leikmaður er frábær að sjá.“ „Þetta er það. Þú vilt fá smá hlé á milli. Sölvi Geir [Ottesen] var bara stríðsmaður í dag, hann átti aldrei að spila þennan leik og fer á hjólastól heim örugglega. Það fer samt allt eftir hvernig leikmannahópurinn er og hvernig liðinu gengur. Fyrir Val, FH og þessi lið sem eru á góðri siglingu þá kemur adrenalínið og jákvæðnin inn við það að vinna leiki. Ef þú ert með lið sem vinnur ekki leiki og er ofan á það laskað þá verður þetta erfitt,“ sagði Arnar að lokum aðspurður hvort það væri til of mikils ætlast af liðum deildarinnar að spila tvo til þrjá leiki á viku.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍA - Víkingur 2-2 | Víkingar enn án sigurs Víkingar eru enn að leita að sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla síðan þeir unnu Skagamenn á heimavelli þann 19. júlí. Lokatölur 2-2 í rigningunni á Akranesi í dag. 27. september 2020 15:50 Mest lesið Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Umfjöllun: ÍA - Víkingur 2-2 | Víkingar enn án sigurs Víkingar eru enn að leita að sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla síðan þeir unnu Skagamenn á heimavelli þann 19. júlí. Lokatölur 2-2 í rigningunni á Akranesi í dag. 27. september 2020 15:50