Konur stjórnarformenn í einungis fjórðungi félaga í eigu ríkisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 27. september 2020 22:00 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir þurfa að gera betur í þessum málum. Vísir/Vilhelm Konur gegna stjórnarformennsku í einungis um fjórðungi þeirra félaga sem eru í eigu ríkisins. Fjármálaráðherra hvetur þá sem fara með skipunarvald til að huga að þessu og stefna að því að jafna hlut karla og kvenna. Samkvæmt nýjum tölum um ríkisfélög sem teknar hafa verið saman í því skyni að auka gagnsæi um reksturinn hallar nokkuð á konur á stjórnum þeirra. Ríkið á alfarið eða ráðandi hlut í þrjátíu og sjö félögum. Karlar eru í meirihluta í stjórnum 26 félaga. Í heildina verma karlmenn 55 prósent stjórnarsæta en konur 45%. Í fæstum ríkisfélögum gegna konur stjórnarformennsku, eða einungis í 11 af 37. „Í stjórnarformennskum finnst mér að við þurfum að gera betur og vera með jafnari hlutföll. Heilt yfir varðandi stjórnarsetuna er þetta skárra en þá má enn gera betur þar líka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Arfleifð fyrri tíma Bjarni telur að jafna þurfi hlutfallið. „Með því að taka þetta saman á einn stað gefum við öllum þeim sem koma að slíkum skipunum tilefni til að íhuga hvort þeir geti ekki lagt eitthvað af mörkum svo að við náum betur markmiðum okkar,2 segir Bjarni. „Og það verður hins vegar ekki gert nema að hver og einn sem fer með skipunarvaldið taki það til sín hverju sinni.“ Hlutfall kvenna í stjórnarsætum er sambærilegt og það var meðal forstöðumanna ríkisstofnana í fyrra, þá fóru konur fyrir 42 prósentum þeirra. Mun fleiri konur en karlar starfa þó almennt hjá ríkinu, og eru þær um tveir þriðju hlutar alls starfsfólks ríkisins. Hlutur kvenna hefur þó farið vaxandi á síðustu árum. „Ég myndi halda að þetta væri að hluta til einhver arfleifð frá fyrri tíma en ég tel að þetta sé að breytast,“ segir Bjarni Benediktsson. Fyrirsögnin hefur verið uppfærð þar sem upphafleg fyrirsögn um að konur væru stjórnarmenn í fjórðungi félaga í eigu ríkisins var ekki rétt. Hið rétta er að um er að ræða stjórnarformenn. Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Konur gegna stjórnarformennsku í einungis um fjórðungi þeirra félaga sem eru í eigu ríkisins. Fjármálaráðherra hvetur þá sem fara með skipunarvald til að huga að þessu og stefna að því að jafna hlut karla og kvenna. Samkvæmt nýjum tölum um ríkisfélög sem teknar hafa verið saman í því skyni að auka gagnsæi um reksturinn hallar nokkuð á konur á stjórnum þeirra. Ríkið á alfarið eða ráðandi hlut í þrjátíu og sjö félögum. Karlar eru í meirihluta í stjórnum 26 félaga. Í heildina verma karlmenn 55 prósent stjórnarsæta en konur 45%. Í fæstum ríkisfélögum gegna konur stjórnarformennsku, eða einungis í 11 af 37. „Í stjórnarformennskum finnst mér að við þurfum að gera betur og vera með jafnari hlutföll. Heilt yfir varðandi stjórnarsetuna er þetta skárra en þá má enn gera betur þar líka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Arfleifð fyrri tíma Bjarni telur að jafna þurfi hlutfallið. „Með því að taka þetta saman á einn stað gefum við öllum þeim sem koma að slíkum skipunum tilefni til að íhuga hvort þeir geti ekki lagt eitthvað af mörkum svo að við náum betur markmiðum okkar,2 segir Bjarni. „Og það verður hins vegar ekki gert nema að hver og einn sem fer með skipunarvaldið taki það til sín hverju sinni.“ Hlutfall kvenna í stjórnarsætum er sambærilegt og það var meðal forstöðumanna ríkisstofnana í fyrra, þá fóru konur fyrir 42 prósentum þeirra. Mun fleiri konur en karlar starfa þó almennt hjá ríkinu, og eru þær um tveir þriðju hlutar alls starfsfólks ríkisins. Hlutur kvenna hefur þó farið vaxandi á síðustu árum. „Ég myndi halda að þetta væri að hluta til einhver arfleifð frá fyrri tíma en ég tel að þetta sé að breytast,“ segir Bjarni Benediktsson. Fyrirsögnin hefur verið uppfærð þar sem upphafleg fyrirsögn um að konur væru stjórnarmenn í fjórðungi félaga í eigu ríkisins var ekki rétt. Hið rétta er að um er að ræða stjórnarformenn.
Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira