Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2020 21:42 Barrett með Trump forseta við Hvíta húsið í gær. AP/Alex Brandon Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. Roe gegn Wade er sá dómur sem hefur gefið hvað mest fordæmi fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Amy Coney Barrett, sem Trump tilnefni til Hæstaréttar í gær, hefur ítrekað dæmt þannig í þungunarrofsmálum að aðgengi að þeim hefur verið gert minna. Trump sagðist ekki hafa rætt þungunarrofsmál við Barrett áður en hann tilnefndi hana til dómsins en hann sagði að Barrett hefði sannarlega íhaldssamar skoðanir. Barrett kemur til með að taka sæti Ruth Bader Ginsburg, sem lést 18. september síðastliðinn og var mikil kvenréttindabaráttukona, en Barrett mun þurfa að vera kjörin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. Demókratar og kvenréttindabaráttufólk hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðrar skipunar Barrett, en hún er talin mjög íhaldssöm, og telja margir frjálslyndir að Barrett muni stuðla að því að dómurinn Roe gegn Wade verði afnuminn en hann lögleiddi þungunarrof í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Líklegt að þungunarrof verði til mikillar umræðu vegna tilnefningar Barrett Verði tilnefning Barretts staðfest af öldungadeildinni verður hún sjötti íhaldssami dómarinn í Hæstarétti á móti þremur frjálslyndum. Hafa margir bent á að það geti orðið til þess að hugmyndafræði baki dómum næstu áratuga breytist. Trump sagðist hins vegar ekki vera viss um hvernig Barrett myndi kjósa um málið yrði það tekið upp af Hæstarétti að nýju. „Ég er fyrst og fremst að leita að einhverjum sem túlkar stjórnarskrána eins og hún var skrifuð. Hún er mjög ákveðin hvað það varðar,“ sagði Trump í viðtali í umræðuþættinum Fox & Friends í dag. Dómararnir við Hæstarétt Bandaríkjanna eru skipaðir til æviloka og geta dómar þeirra haft áhrif á opinbera stefnu stjórnvalda á flestum sviðum, svo sem skotvopnalöggjöf og þungunarrofslöggjöf. Barrett er þriðji dómarinn sem Trump tilnefnir til Hæstaréttar, en hann skipaði Neil Gorsuch árið 2017 og Brett Kavanaugh árið 2018. Mikil umræða um afstöðu Gorsuch og Kavanaugh til þungunarrofs myndaðist við yfirheyrslur þeirra hjá öldungadeildinni áður en atkvæði voru greidd um tilnefningu þeirra. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Þungunarrof Donald Trump Jafnréttismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. Roe gegn Wade er sá dómur sem hefur gefið hvað mest fordæmi fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Amy Coney Barrett, sem Trump tilnefni til Hæstaréttar í gær, hefur ítrekað dæmt þannig í þungunarrofsmálum að aðgengi að þeim hefur verið gert minna. Trump sagðist ekki hafa rætt þungunarrofsmál við Barrett áður en hann tilnefndi hana til dómsins en hann sagði að Barrett hefði sannarlega íhaldssamar skoðanir. Barrett kemur til með að taka sæti Ruth Bader Ginsburg, sem lést 18. september síðastliðinn og var mikil kvenréttindabaráttukona, en Barrett mun þurfa að vera kjörin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. Demókratar og kvenréttindabaráttufólk hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðrar skipunar Barrett, en hún er talin mjög íhaldssöm, og telja margir frjálslyndir að Barrett muni stuðla að því að dómurinn Roe gegn Wade verði afnuminn en hann lögleiddi þungunarrof í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Líklegt að þungunarrof verði til mikillar umræðu vegna tilnefningar Barrett Verði tilnefning Barretts staðfest af öldungadeildinni verður hún sjötti íhaldssami dómarinn í Hæstarétti á móti þremur frjálslyndum. Hafa margir bent á að það geti orðið til þess að hugmyndafræði baki dómum næstu áratuga breytist. Trump sagðist hins vegar ekki vera viss um hvernig Barrett myndi kjósa um málið yrði það tekið upp af Hæstarétti að nýju. „Ég er fyrst og fremst að leita að einhverjum sem túlkar stjórnarskrána eins og hún var skrifuð. Hún er mjög ákveðin hvað það varðar,“ sagði Trump í viðtali í umræðuþættinum Fox & Friends í dag. Dómararnir við Hæstarétt Bandaríkjanna eru skipaðir til æviloka og geta dómar þeirra haft áhrif á opinbera stefnu stjórnvalda á flestum sviðum, svo sem skotvopnalöggjöf og þungunarrofslöggjöf. Barrett er þriðji dómarinn sem Trump tilnefnir til Hæstaréttar, en hann skipaði Neil Gorsuch árið 2017 og Brett Kavanaugh árið 2018. Mikil umræða um afstöðu Gorsuch og Kavanaugh til þungunarrofs myndaðist við yfirheyrslur þeirra hjá öldungadeildinni áður en atkvæði voru greidd um tilnefningu þeirra.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Þungunarrof Donald Trump Jafnréttismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira