Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2020 09:18 Stjórnvöld funda með Samtökum atvinnulífsins í morgun. Vísir/vilhelm Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins eiga fund með stjórnvöldum klukkan níu. Til stendur að aðildarfyrirtæki SA greiði atkvæði um hvort rifta eigi lífskjarasamningum í dag. SA og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort forsendur lífskjarasamninga sem undirritaðir voru í fyrravor séu brostnar. Samkvæmt könnun Maskínu sem lögð var fyrir forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA telja ríflega 90 prósent þeirra ekkert, mjög lítið eða fremur lítið svigrúm til launahækkana um næstu áramót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun sitja fundi í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. Þá mættu Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ráðherrabústaðinn í morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA staðfestir í samtali við Vísi að samtökin eigi fund með stjórnvöldum klukkan níu. Líkt og áður segir stendur til að aðildarfyrirtæki SA greiði atkvæði um mögulega riftun á lífskjarasamningum síðdegis í dag. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar á að liggja fyrir á morgun. Verði uppsögn samningsins samþykkt, og samkomulag ekki náðst fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, hyggjast SA segja samningnum upp. Halldór Benjamín sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að viðræður samtakanna við ASÍ hafi engu skilað. Ábyrgðin liggi nú hjá SA og stjórnvöldum. „Ég get ekki betur séð en að þeir aðilar séu báðir ásáttir um það að reyna til þrautar að finna lausn sem mildar þetta högg,“ sagði Halldór Benjamín. Drífa Snædal forseti ASÍ sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að SA hafi viljað byrja allar umræður á þeim forsendum að komast hjá því að standa við kjarasamningana. Það væri eitthvað sem verkalýðshreyfingin gæti ekki tekið þátt í. Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 „Nei Bjarni, við erum ekki öll í sama bátnum“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati telur sjónarhorn Bjarna Benediktssonar brenglað. 25. september 2020 16:02 Auknar líkur á að samningum verði sagt upp eftir viku Líkur hafa aukist á því að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði verði sagt upp á miðvikudag í næstu vikur. Þar með yrðu allir kjarasamningar í landinu komnir í uppnám. 24. september 2020 18:01 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins eiga fund með stjórnvöldum klukkan níu. Til stendur að aðildarfyrirtæki SA greiði atkvæði um hvort rifta eigi lífskjarasamningum í dag. SA og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort forsendur lífskjarasamninga sem undirritaðir voru í fyrravor séu brostnar. Samkvæmt könnun Maskínu sem lögð var fyrir forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA telja ríflega 90 prósent þeirra ekkert, mjög lítið eða fremur lítið svigrúm til launahækkana um næstu áramót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun sitja fundi í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. Þá mættu Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ráðherrabústaðinn í morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA staðfestir í samtali við Vísi að samtökin eigi fund með stjórnvöldum klukkan níu. Líkt og áður segir stendur til að aðildarfyrirtæki SA greiði atkvæði um mögulega riftun á lífskjarasamningum síðdegis í dag. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar á að liggja fyrir á morgun. Verði uppsögn samningsins samþykkt, og samkomulag ekki náðst fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, hyggjast SA segja samningnum upp. Halldór Benjamín sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að viðræður samtakanna við ASÍ hafi engu skilað. Ábyrgðin liggi nú hjá SA og stjórnvöldum. „Ég get ekki betur séð en að þeir aðilar séu báðir ásáttir um það að reyna til þrautar að finna lausn sem mildar þetta högg,“ sagði Halldór Benjamín. Drífa Snædal forseti ASÍ sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að SA hafi viljað byrja allar umræður á þeim forsendum að komast hjá því að standa við kjarasamningana. Það væri eitthvað sem verkalýðshreyfingin gæti ekki tekið þátt í.
Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 „Nei Bjarni, við erum ekki öll í sama bátnum“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati telur sjónarhorn Bjarna Benediktssonar brenglað. 25. september 2020 16:02 Auknar líkur á að samningum verði sagt upp eftir viku Líkur hafa aukist á því að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði verði sagt upp á miðvikudag í næstu vikur. Þar með yrðu allir kjarasamningar í landinu komnir í uppnám. 24. september 2020 18:01 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14
„Nei Bjarni, við erum ekki öll í sama bátnum“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati telur sjónarhorn Bjarna Benediktssonar brenglað. 25. september 2020 16:02
Auknar líkur á að samningum verði sagt upp eftir viku Líkur hafa aukist á því að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði verði sagt upp á miðvikudag í næstu vikur. Þar með yrðu allir kjarasamningar í landinu komnir í uppnám. 24. september 2020 18:01