Fresta atkvæðagreiðslu um lífskjarasamninginn til morguns Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2020 10:28 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. vísir/vilhelm Samtök atvinnulífsins hafa frestað atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja sinna um mögulega riftun lífskjarasamningsins til morguns. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA í samtali við fréttastofu. Til stóð að atkvæðagreiðslan hæfist síðdegis í dag. Fundur SA og stjórnvalda hófst klukkan níu í morgun í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Halldór Benjamín sagði í samtali við fréttastofu eftir fundinn í morgun að ákveðið hefði verið að fresta atkvæðagreiðslunni til hádegis á morgun og standa yfir til hádegis á miðvikudag. SA myndu halda áfram viðræðum við stjórnvöld í millitíðinni. Þá gerði hann ekki ráð fyrir að funda með verkalýðshreyfingunni í dag. „Við erum sammála um það Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnin að við þeirri stöðu sem upp er komin í efnahagsmálum og kjaramálum þurfi að bregðast. Aðilar eru að móta með sér einhvers konar sameiginlegt viðbragð sem talar inn í þessa stöðu,“ sagði Halldór Benjamín. Inntur eftir því af hverju atkvæðagreiðslunni hefði verið frestað sagði Halldór Benjamín að samtökin teldu að dagurinn myndi nýtast vel í samtal við stjórnvöld. SA telji mikilvægt að leiða samtalið til lykta áður en atkvæðagreiðsla hefjist. Þá sagði hann samtökin sjálf hafa tekið ákvörðunina um að fresta atkvæðagreiðslunni. Viðtal Sunnu Sæmundsdóttur fréttamanns við Halldór Benjamín má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. SA og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort forsendur lífskjarasamninga sem undirritaðir voru í fyrravor séu brostnar. Samkvæmt könnun Maskínu sem lögð var fyrir forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA telja ríflega 90 prósent þeirra ekkert, mjög lítið eða fremur lítið svigrúm til launahækkana um næstu áramót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Áður stóð til að aðildarfyrirtæki SA greiddu atkvæði um mögulega riftun á lífskjarasamningum síðdegis í dag. Gefið hafði verið út að yrði uppsögnin samþykkt og samkomulag næðist ekki fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, hygðust SA segja samningnum upp. Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18 Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa frestað atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja sinna um mögulega riftun lífskjarasamningsins til morguns. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA í samtali við fréttastofu. Til stóð að atkvæðagreiðslan hæfist síðdegis í dag. Fundur SA og stjórnvalda hófst klukkan níu í morgun í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Halldór Benjamín sagði í samtali við fréttastofu eftir fundinn í morgun að ákveðið hefði verið að fresta atkvæðagreiðslunni til hádegis á morgun og standa yfir til hádegis á miðvikudag. SA myndu halda áfram viðræðum við stjórnvöld í millitíðinni. Þá gerði hann ekki ráð fyrir að funda með verkalýðshreyfingunni í dag. „Við erum sammála um það Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnin að við þeirri stöðu sem upp er komin í efnahagsmálum og kjaramálum þurfi að bregðast. Aðilar eru að móta með sér einhvers konar sameiginlegt viðbragð sem talar inn í þessa stöðu,“ sagði Halldór Benjamín. Inntur eftir því af hverju atkvæðagreiðslunni hefði verið frestað sagði Halldór Benjamín að samtökin teldu að dagurinn myndi nýtast vel í samtal við stjórnvöld. SA telji mikilvægt að leiða samtalið til lykta áður en atkvæðagreiðsla hefjist. Þá sagði hann samtökin sjálf hafa tekið ákvörðunina um að fresta atkvæðagreiðslunni. Viðtal Sunnu Sæmundsdóttur fréttamanns við Halldór Benjamín má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. SA og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort forsendur lífskjarasamninga sem undirritaðir voru í fyrravor séu brostnar. Samkvæmt könnun Maskínu sem lögð var fyrir forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA telja ríflega 90 prósent þeirra ekkert, mjög lítið eða fremur lítið svigrúm til launahækkana um næstu áramót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Áður stóð til að aðildarfyrirtæki SA greiddu atkvæði um mögulega riftun á lífskjarasamningum síðdegis í dag. Gefið hafði verið út að yrði uppsögnin samþykkt og samkomulag næðist ekki fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, hygðust SA segja samningnum upp. Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18 Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18
Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14
SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43